Næsta mót
Af gefnu tilefni bið ég meðlimi að skrá sig sem fyrst í næsta mót. Eins mega þeir sem geta haldið mótið láta vita í commentum.
Af gefnu tilefni bið ég meðlimi að skrá sig sem fyrst í næsta mót. Eins mega þeir sem geta haldið mótið láta vita í commentum.
Þið sem viljið setja inn “staðreyndir” um klúbbfélaga eða e-ð annað í rúllandi textabannerinn, getið einfaldlega smellt á verkfærin vinstra megin þar sem textinn rúllar út og sett hann í staðinn fyrir þar sem stendur “Laust pláss fyrir vitleysisgang”.
Ef einhver hefur sett texta á undan ykkur, bætið þið ykkar bara fyrir framan. Gott er að hafa mikið bil milli texta.
Sælir piltar.
Ég á alveg von á að ég geti haldið næsta, þarf bara að segja kellingunni það fyrst.
Þarf mögulega að fá 1-2 röska til að hjálpa mér að standsetja eins og vanalega.
kv
Massinn
Það er glæsilegt. Þú lætur vita ef það gangur ekki upp.
Mér var líka að detta í hug þar sem svo margir verða úr bænum hvort þeir geti ekki lánað sína íbúð. Bósi verður úr bænum með frúnni, Eiki og Pusi líka. Þarna eru komnar þrjár tómar íbúðir og nóg pláss 😉
Góð hugmynd 😉
Ég legg til að mótinu verði frestað því að ég get ekki komið næstu helgi.
Er það ekki góð hugmynd? 🙂
Finnst hugmyndin hans Jón Vals vera frábær.
Það voru sett ákveðin viðmið fyrir helgi sem voru lágmark 8 meðlimir og nú eru þeir komnir (það þýddi ekkert minna en alvarlegt símtal frá Formanninum í Egil
og Heimir á bara eftir að skrá sig) þannig að mótið er á.Gísli stendur boðið ennþá? Ég verða sófamatur aðra vikuna í röð og get því ekki hjálpað þér.
Ég er búinn með ca. 1/3 af bók mánaðarins og ég finn hversu góð áhrif hún hefur á pókerblóðið. Ég verð ósigrandi þegar ég verð búinn að lesa hana (í síðasta lagi eftir bók næsta mánaðar).
Eitt að lokum. Þar sem við verðum svo fáir næst er búið að ákveða að menn fái tvöföld stig 🙂
ég græja þetta með massanum
Iðnaðarmaðurinn klikkar ekki á þessu. Ég verð niðrí miðbæ og ekki viss hvenær ég losna…en vantar far :/
Iðnaðarmaður eða “táknið” eins og hann er nú kallaður bregst sjaldan.
Ef þú ert að tala um miðbæ Reykjavíkur en ekki Hafnafjarðar get ég tekið þig með.
“Táknið”, góður, =)
Já, ég verð líklega dottinn í bjór í borg óttans og farið væri vel þegið, á hvaða tíma verður þú á ferðinni?
Ég verð á ferðinni um hálfníu (í rauninni verð ég á ferðinni um 20:00 en þar sem þú gerir ráð fyrir mér hálftíma seinna missir þú af farinu og líkurnar aukast á sigri hjá mér) 😉
Bara benda Lommanum á það að ef þú nærð ekki i Loga þá fellur mótið niður vegna fámennis.
Þannig að þú hefur um tvennt að velja: Mæta Loga eða mæta fullu borði seinna meir.
Nei nei Logi fær bara refsingu fyrir að skrá sig og mæta ekki hehe
Þetta er útpælt hjá Formanninnum 😉
Góður dagur allir, ég Mr.Oandopet, einkarekinn lán lánveitandi sem gefur lífið sinn tækifæri lán til að borga reikningana þína og skuldir til einkafyrirtækja og einstaklinga á a hlutfall af 3%. Svo hafðu samband við okkur í dag með tölvupósti, oandopetinvestment.uk@gmail.com
FYLLIST FORM lánsumsókn:
Nafn þitt: ………………
Kyn: ……………………..
Land: …………………….
Ástand: …………………..
Heimilisfang: ……………………..
Símanúmer: …………………
Atvinna: …………………..
Upphæð sem þarf: ………………..
Lán Lengd: …………………
hefur sótt áður ……………
Takk
Mr.Oandopet
Mér sýnist Mr.Oandopet hafa áhyggjur af því að menn séu eitthvað illa fjárhagslega staddir hérna…ég vil nú benda honum á að hér borga menn fyrirfram og aldrei verið nein vandamál með fjármálin í klúbbnum…en kannski ættum við bara að skella okkur á eitt feitt lán hjá honum og versla okkur “hangout”?
Ég held ég verði að skrifa eitt gott bréf á hann og fá frekar upplýsingar…best að nota Google Translate eins og hann hefur augljóslega gert…sjáum hvað kemur út úr því.
Ég er búinn að senda bréf og kominn með svar um hæl…við erum að tala um að við fáum lán…þetta hljómar nú bara draumi líkast 😉 Eg verð að halda þessu áfram…best að hafa ykkur með í BCC þannig að þið vitið hvað er í gangi 😉