Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Næsta mót

Þá fer að styttast í fyrsta mótið í þriðju og síðust mótaröðinni (M3) á þessu pókerári. Ég hef beðið þess með óþreyju og ég veit að fleiri hafa gert það líka. Eins og menn ættu að vita ætla ég að bjóða meðlimum heim í mat fyrir mót og hafa þessir boðað komu sína í matinn:

Mikkalingurinn, Bósi, Logi, Massinn, Robocop, Pusi, Andri the Ace, Heimsi, Bóndinn og Hobitinn.

Gott væri að þeir sem hafa hugsað sér að koma í matinn skrái sig sem fyrst og láti vita í “Skilaboð” með matinn.

P.S. Eins og þið sjáið hef ég bakað sérstaka afmælisköku fyrir afmæli klúbbsins 🙂

Lomminn

11 athugasemdir

  1. Ég hef áhyggjur af því að kakan verði ekki fersk næsta föstudag 😉

  2. Ég mæti líka í matinn ef ég má.

  3. Þú ert sérstaklega velkominn Bjössi minn en þó að þú hafir fengið þetta viðurnefni skaltu ekki búast við 3. og 4. eftirrétti auk kvöldhressingu 😉 hehe

  4. Annað mál. Þó svo að borðamyndin efst á síðunni sé helvíti töff, vantar nokkra meðlimi inn á hana og því þurfum við annað hvort að taka góða hópmynd eða skeyta saman líkt og gert var við þessa. Líklega tökum við seinni kostinn þar sem hingað til hafa aldrei allir meðlimir mætt á eitt mót.

    P.S. Gott væri að heyra frá Agli, Gumma og Heimsa í vikunni um hvort þið ætlið að koma í matinn (ég geri ráð fyrir að Bóndinn verði á sjó).

  5. Rakst á skemmtilega reglu hjá pókerklúbbnum 3 pör:
    7-2 reglan: Tekið er saman hversu oft viðkomandi vinnur með 7-2 á hendi og sá sem vinnur það oftast á tímabilinu fær 500ml bjór frá hverjum og einum á Lokahófinu.

  6. Já þetta er spennandi regla og maður sér oft einhver afbrigði af henni þegar maður horfir á þessa stóru cash game þætti í sjónvarpinu. Svona reglur eru þó ekki bara tilgangslaus skemmtun heldur þjóna sínum tilgangi, sem er að hleypa veðlmálum upp og ég veit ekki hvort það er alveg sem við þurfum með þig við borðið Logi 😉
    Tilgangurinn með að auka stakkinn í 15K var meðal annars að gefa mönnum meiri tíma til að spila “alvöru póker”. Maður sér alls kyns svona leiki í cash game en ekki í mótum en ég er opinn fyrir öllu og tel nauðsynlegt að breyta annað slagið til. Það eru fjögur mót eftir og ég er alveg til í að hafa e-ð svona út tímabilið.

  7. Ég get ekki beðið eftir föstudagskvöldinu, að spila með sérmerkta Chipsa.

    Þ.e.a.s. þeir eru allir sér merktir mér!!

    • Bósi, jú eint sín noþing jet

  8. Elvar, afhverju er ég ekki með á myndinni,??? þú hefðir nú allavega getað photoshopað kallinn inn á

  9. þetta eru nú bara þær þrjár myndir sem Logi tók á síðasta móti og setti saman og þar sem þú hefur ekki séð þér fært að mæta vegna greddu undanfarna mánuði hefur þú ekki náðst á filmu 😉

    Ætlar þú að mæta í matinn, Heimir?

  10. He he…suited 7-2 er skemmtileg hönd…sérstaklega til að hleypa upp veðmálunum…lofa að hækka vel næst þegar ég fæ hana 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…