Nágranninn mætir með látum
Enn og aftur var það Iðnaðarmaðurinn sem reddaði velli og höfðu menn ákveðnar áhyggjur þar sem heimavöllurinn hefur verið að gera sig vel fyrir hann.
Timbrið átti ekki gott kvöld og yfirgaf borðið fyrstur. Hvalurinn ætlaði sér að stoppa heimamanninn en endaði næstur frá borði. Bensi fylgi á eftir og svo Killerinn. Þá kom að því að Iðnaðarmaðurinn varð að yfirgefa spilið eftir að hafa verið safnandi spilapeningum framan af kvöldi…hann var reyndar farinn að tala um að hanga á þeim eins og Hobbitinn en byrjaði á því þegar hann átti svo mikið að það gekk ekki upp 😉
Bóndinn var næstur og tók bubble sætið.
Þó svo að Lucky hafi sýnt gamla heppnistaka og meira að segja svo mikla að undirskrifaður viðurkennir að það hafi verið frekar óþolandi hversu ákveðinn og heppinn hann var þá réð hann ekki við Nágrannann sem landaði sigri í fyrsta kvöldi í annari mótaröðinni.
Bóndinn var með setningu kvöldsins sem var óspart notuð:
Óþarfi að gambla nema til að vinna
…og stundum gleymdu menn þessari góðu reglu og kostaði það menn oftar en ekki sætið við borðið 😉
OPEN mótið er 12. janúar og þá geta menn fengið góða gesti með á mót, að öllu óbreyttu verðum við á ljóninu. Breyting er í ár að OPEN mótið telur sem bæting á öðru móti (eða ef menn misstu af móti) fyrir Bjólfsmeistarakeppnina.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…