Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjir menn í verðlaunasætum

2motByrjad

9 settust niður við eitt borð í gær hjá Lucky.

Bjór & bjórstig
Hobitinn gerði upp bjórinn sinn með ísköldum bjór og bendi ég mönnum líka á að gera upp árgjaldið, allar upplýsingar á árgjaldasíðunni.

Spilið hófst og þrátt fyrir að við vorum níu við borðið tókst Timbrinu að landa einu bjórstigi…enda með 2 pör sem tryggði honum góðan pott og jók forystu hans í 3 stig í bjórstigakeppninni. Hann var að hitta á sjöu-tvist nokkrum sinnum en þurfti s.s. ekkert að stressa sig á að gera mikið úr þeim með svona góða forystu í bjórkeppninni.

Fljótur út
Iðnaðarmaðurinn var fyrsti maður út og aldrei hefur nokkur verið svona fljótur að yfirgefa borðið og staðinn…augljóst að hann var ekki sáttur 😉

Hundar
Það var mikið af lágum spilum sem komu í borð en samt voru menn nú að berjast með húsum, fernum og fleiri góðum höndum út kvöldið.

Lokarimman
Timbrið tók bubble sætið en í sárabætur fékk hann Þúsarann fyrir að taka út Robocop. Þá voru Ásinn og Mikkalingurinn tveir eftir í slagnum um sigur og klárt að söguleg stund var í Bjólfi þar sem Ásinn var að fara í fyrsta sæti í verðlaunasæti.
Rimman stóð ekki lengi og endaði með að Mikkalingurinn sigraði með 68 á móti Á5 með fullu húsi þegar að K2622 enduðu í borði.

Allir fóru því vel út úr þessu og staðan í Bjólfsmeistarakeppninni hefur aðeins jafnast. Engin fasteignasalar voru teknir í bakaríið, Iðnaðarmaðurinn skellti í sig bjór til að kæla sig þegar hann kom heim og allir komust heilu og höldnu út firðinum.

Nú kemur smá jólafrí og er ekki Bjólfsmót fyrr en aðra helgina í janúar, þá stefnum við á OPEN mót á Ljóninu eins og síðustu árin.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…