Nýr völlur 1. apríl
Verðum hjá mér eftir viku á nýjum stað og spurning hvernig sá heimavöllur mun reynast mér, en fátt sem er að stoppa mig í Bjólfsmeistarabaráttunni eftir að Nágranninn missti af síðasta móti.
En þetta er annað kvöldið af fjórum í lengstu mótaröðinni og allt getur gerst í keppninni um stærsta lokapottinn þar sem Lomminn er efstur og Heimsi þar á eftir.
Bjórstigin eru enn flest (3) hjá Lucky en Bótarinn og Timbrið eru báðir með 2 og Bóndinn og Killerinn sitt hvort og þrjú kvöld eftir til að ná toppsætinu.
Árgjaldið eiga nokkrir enn eftir að borga og væri nú vel séð að klára það fyrr en síðar. Einnig eiga margir eftir að gera upp bjórinn sinn (eða hluta af því)…enda uppgjörið mjög “flókið” í ár 😉
Skráning fyrir 1. apríl er opin og meldið ykkur þannig að ljóst er í tíma hvað þarf mikið af stólum/borðum.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…