Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

EURO jackpot?

Birt af þann 5. May 2013 Í Blog | Engin ummæli

Hvað segja menn um að skjóta saman í einn 10 tölu kerfismiða í Euro Jackpot. Það er reyndar 80þ. eða rétt yfir 5þ kall á haus. Væri nú ekki verra að hitta vel á þetta saman og nokkrum milljörðum (já, þúsundir miljóna) til að skipta á milli okkar 😉

Síðan er líka hægt að taka kerfismiða í Lottó…en það eru bara einhverjar 14 milljónir og ekki milljón á mann 😉

Allir game í svona lottó?

Lesa meira

Vika í bústað

Birt af þann 3. May 2013 Í Blog, Bústaður | 9 Ummæli

Þá er vika þangað til að Bjólfsmenn fara að streyma úr bænum. Undirbúningur er í fullum gangi og verið er að samræma matarinnkaup og fleira. Einhver kostnaður verður við innkaupin og mögulega þrifin en búið er að ganga frá greiðslum fyrir bústaðinn.

Menn vilja jafnvel safnast saman í bíla, og fínt að menn láti vita hér hvenær þeir eru að fara, hverjir eru á bíl og hverja vantar far.

Ég á ekki von á að nokkur maður gleymi áfengi en til öryggis geta menn tekið auka kippu og gert upp bjórinn við Bjórmeistarann (hver sem það nú verður)…eða drukkið hana og gert upp síðar 😉

Uppgjörinu verður lokað innan fárra klukkutíma, þannig að ef þið eigið að eftir að svara þá grafiði upp þann póst frá mér 😉

Sjáumst vonandi allir í bústaðnum eftir viku…ef einhverjir sitja heima verða þeir bara að hlusta á Sigga Hlö og vonast eftir kveðju 😉

Lesa meira

Siðareglurnar rifjaðar upp…

Birt af þann 21. Apr 2013 Í Blog | Engin ummæli

Af gefnu tilefni minni ég menn á að renna yfir siðareglurnar okkar og þá sérstaklega bendi ég á 12. reglu sem ónefndur heiðarlegur spilar “gleymdi” henni, enda voru menn uppteknir að spjalla í leiðinni og alltaf hægt að reyna að skýla sér á bakvið það þegar menn eru ekki að fylgjast með, en reglurnar okkar er alltaf hægt að vitna í og þeir sem kunna þær geta ávallt beytt þeim og í 12. reglu segir:

Sýni virkur spilari viljandi annað eða bæði holuspil sín jafngildir það að pakka.

Síðan er gott fyrir alla að muna að munnleg sögn ræður eins og segir í 4. reglu:

Munnlegt veðmál gildir umfram það sem gert er.

Lesa meira

Nýr þúsari

Birt af þann 20. Apr 2013 Í Blog | Engin ummæli

bjolfur_19april2013
Það fór vel um menn hjá Killernum í gærkvöldi og var spilað á 2 borðum með 5 á hvoru borði. Það var vel rúmt um alla og þegar að fyrstu 2 duttu út (í sömu höndinni) þá var sameinað á 8 manna lokaborð.

Lesa meira

Bjórkeppnin í fullum gangi

Birt af þann 18. Apr 2013 Í Fréttir | 1 ummæli

72-keppnin er í fullum gangi. Logi náði einu bjórstigi með sigri á höndinni í síðasta móti og komst þar með uppfyrir Kára.
Killerinn þarf því að vinna upp forystuna til að komast aftur á toppinn, en hann hefur hitt þetta nokkuð vel miðað við að hafa misst af 3 kvöldum á þessu tímabili…þannig að hann er til alls líklegur…heimavöllurinn gæti reynst honum vel á föstudaginn.
En það má aldrei afskrifa SÁÁ síðasta árs sem jafnaði Killerinn með 2 stig með því að ná einu bjórstigi síðast.
Það eru enn tvö kvöld eftir og allt getur gerst í þessari keppni og allir muna líklega hversu margar bjórhendur náðu sigri í síðasta bústað, þannig að það er ekkert gefið fyrr en 5. lota er búin í bústaðnum.
Samkvæmt upplýsingum í bókhaldinu eru Timbrið & Heimsi enn ekki búnir að gera upp sínar skuldir við SÁÁ…ég geri ráð fyrir að menn þurfi ekki að láta minna sig á þetta aftur og heiðri Pusa með góðum gjöfum við fyrsta tækifæri.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…