Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

Prinsessupóker

Birt af þann 8. Oct 2011 Í Mót | 4 Ummæli

Lokamótið í þessari mótaröð verður spennandi þar sem einungis munar 3 stigum á fjórum efstu sætunum og eru í raun mun fleiri sem geta hreppt M1 pottinn.

Það verður að segjast eins og er að síðasta mót var frekar laust við spennuþrungin augnablik og fóru menn ekki í mikið ferðalag á tilfinningaskalanum, fyrir utan reiðina sem kraumaði innan í Robocop á tímabili, enda vantaði dramadrottninguna Andra “The Ace” ;-).

Mótið byrjaði vel þegar Eiki vann pott fljótlega í mótinu með 72 þar sem hann hitti á tvistaþrennu og náði þar sínu fyrsta priki í þeim leik en svo gerðist lítið markvert það sem eftir lifði móts.

Þetta e´bbara stundum svona í póker

Það er alltaf jafn gaman að hittast og fá sér nokkra kalda og að mínu mati er ekki hægt að verja þessum 1.500 kr. betur en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að krydda þetta aðeins með einhverju eins og prinsessupóker 😉

Lesa meira

Líður að móti…

Birt af þann 3. Oct 2011 Í Mót | 13 Ummæli

Senn líður að öðru móti í fyrstu mótaröðinni og eru skráningar farnar að detta inn. Ný og betrumbætt síða yfir stöðuna hefur litið dagsins ljós og er einnig hægt að fylgjast með stöðunni í öllum hliðarkeppnum á hægri spássíu á öllum undirsíðum.

Lesa meira

Bók mánaðarins

Birt af þann 20. Sep 2011 Í Bók mánaðarins | 1 ummæli

Að þessu sinni er bók mánaðarins ekki bók heldur samansafn ráða frá atvinnuspilurum í Halifax. Samtals er hér að finna 80 handhæg ráð sem gott er að hafa í vopnabúrinu þegar okkar eigin Halifax meistari virðist ósigrandi…

Ráðin eru ekki öll ætluð Texas Holdem en þá er bara að hoppa yfir þau sem þið teljið að muni ekki koma að gagni.

Lesið, njótið og lærið

Fáðu ráð frá Halifax (2Mb)

Lesa meira

Pókerárið 2011-2012 farið af stað

Birt af þann 10. Sep 2011 Í Mót | 14 Ummæli

Þá er biðin langa á enda og ekki laust við að það hafi verið smá spennufall að móti loknu. Að vanda var mótið og hittingurinn gríðarlega skemmtilegur þar sem mörg spennuþrungin augnablik litu dagsins ljós þar á meðal tveir 72 sigrar og ótrúleg riverspil. Mótið var óvenju langt og tel ég að það stafi helst af því hve lengi menn reyna að hanga inni til að ná í sem flest stig og er það bara hið besta mál.

Lesa meira

Tímabilið hefst

Birt af þann 8. Sep 2011 Í Blog | Engin ummæli

Ásinn (einnig þekktur sem Iðnaðarmaðurinn og einnig sem Stjórnmálafræðingurinn) býður heim á fyrsta mót tímabilsins. Vel til fundið þar sem við munum væntanlega spila fram yfir miðnætti og þá verður komið afmæli hjá gestgjafanum.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…