Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Robocop ætlaði sér sigur allan tímann

Robocop ætlaði sér sigur allan tímann

Það endaði í 2 borðum hjá Bótaranum þegar að 11 Bjólfsmenn mættu á svæðið í lokakvöldið í fyrstu mótaröðinni.

Langt síðan við höfum spilað á 2 borðum og héðan í frá verður ekki spilað á einu borði ef við erum 10, þá hafa menn líka meiri möguleika á að ná sér í bjórstig 😉

Bjór
Það var og raunin að menn náðu sér í bjórstig í kvöld. Bótarinn & Mikkalingurinn náðu sér snemma í stig og síðan náði Robocop í góðan pott í leiðinni þegar hann náið 2 pörum ( sjöum og tvistum ) á móti drottningum hjá Lukku Láka sem trúði aldrei að bjórhöndin væri gangi og þurfti að horfa á eftir góðum stafla =)

Hundar
Þó nokkuð var um hunda í borðinu gegnum kvöldið. Ferma af fimmum kom tvisar, annað skiptið hafði Gummi foldað fimmupari því hann var ekki við borðið og í hitt skiptið var foldað á móti tvemur fimmum í borði.

Lukku Láki
Ég var samur við mig þegar ég leit niður á 34 og var að gefa og ákvað að vera með…hafði einhverja tilfinningu um að það gæti eitthvað gerst.
Floppið kom 6K4 og Bósi hækkaði vel…og ég sagði þá að ég yrði að sjá þetta fyrst ég væri að gefa og fletti 4 á turn. Aftur hækkaði Bósi og ég sá og fletti 3 á river og náði vænum potti út á sjá heppni eftir að hafa verið með frekar lélega hönd eftir floppið.

Baráttan um 3ja sætið
Þar sem við vorum 11 var borgað út fyrstu 3 sætin. Reydnar var helsta baráttan undir lokin milli Lukku Láka og Hobbitans sem áttu báðir rétt um 10þ þegar að blindir voru komnir í 2/4þ. Það endaði þó svo að Hobbitinn datt út á undan.
Þá kom upp svakaleg hönd þar sem að Gummi endaði allur inn með röð en fékk hús á móti sér og var þá allur og Lukku Láki enn inni en fljótur að detta út á móti stóru stöflunum.

Robocop
Það var nokkuð ljóst að Robocop ætlaði sér sigur og þegar að búið var að sameinast á Lommaborðinu var hann í vænlegri stöðu ásamt Killernum en gerði þó ekkert of mikið úr því og vissi að það gæti breyst fljótt.
Hann var ítrekað í því að ná mönnum út á hærri kicker og allt gekk nokkuð vel hjá honum en þegar þeir voru tveir eftir þá var staðan orðin frekar slæm þar sem Killerinn var magfaldur á við Robocop í chippum.
Eins og í upprunalegu myndinni þá var Robocop ekkert að gefast upp og hægt og bítandi tókst honum að mjatla inn og ná yfirhöndinni landa svo sínum öðrum sigri eftir að hafa tekið bústaðinn 2013.

Staðan
Lukku Láki tók fyrstu ★ með sigri í mótaröðinni og tók helming af lokapottinum á móti Timbinu og Robocop sem skiptu 2-3 sætinu á milli sín eftir að Robocop náði að vinna sig vel upp með sigrinum eftir slæmt gengi á fyrstu tvemur kvöldum.
Lukku Láki er enn með góða forystu í Bjólfsmeistarakeppninni, 8 stig í Timbrið og Robocop og Hobbitinn og Bótarinn eru stigi á eftir þeim, þannig að það er enn nóg eftir…enda 7 kvöld eftir og það á klárlega margt eftir að breytast á stigatöflunni og ég bind miklar vonir við spennandi keppni alveg fram að bústað.

Nokkrar myndir:

Ein athugasemd

  1. Gott kvöld…eins og alltaf, ég er að spá í að bjóða heim í lok nóvember (sleppa við að ferðast með borðið 😉 og síðan verður afmælismót hjá í byrjun desember (off season).

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…