M3 – mót 2
Lokamótaröðin er nú hálfnuð og standa leikar nokkuð þétt á toppnum. Það var frekar fámennt á síðasta móti en 8 meðlimir höfðu skráð sig og þar sem Heimir skrópaði fengust einungis 7 stig fyrir að vera efsti meðlimurinn. Þetta rennir stoðum undir að setja refsingu á menn í tengslum við skráningu. Þarna sést að menn geta skráð sig á mót til að fylla upp í lágmarks þátttöku og mæta svo ekki án neinna afleiðinga.
Enn og aftur eru meðlimir Bjólfs að gera í buxurnar þegar utanaðkomandi spilarar mæta á svæðið. Valli mætti aftur og er svona hægt og rólega að ná tökum á spilinu. Því miður gleymdi ég að setja hann inn í töfluna þar sem ég er ekki með tölvuna en ég held að hann hafi lennt í 5. sæti (milli Loga og Andra). Ég gleymdi einnig Alexander líka sem stóð sig ágætlega en það voru þeir Helgi og Rúnar sem gerðu lítið úr atvinnumönnunum.
Staðan er komin inn og geta menn grátið yfir henni hver í sínu horni.
Mótið einkenndist af fjölda ofurhanda. Fjölmörg full hús litu dagsins ljós og yfirleitt voru þau samhliða sort eða söð. Þannig fengu margir á baukinn og urðu illa úti samanber meðfylgjandi mynd sem er útlistuð hér fyrir neðan.
Borðið var
7♥ 7♠ Á♠ 3♠ 5♣
Gunni Bóndi var með
Q♠ 9♠
Alexander sló sort Bóndans út með
K♠ 5♠
Rúnar bætti um betur og gerði lítið úr þeim báðum með fullu húsi
Á♣ 7♣
Þetta gerðist tvíveigis um kvöldið, þ.e. tveir aðilar með sort og sá þriðji með fullt hús.
Einnig er búið að uppfæra stöðuna um Bjólfsmeistarann 2011
Þar sem ég er ekki með tölvuna ábyrgist ég ekki stöðuna að fullu. Ég man reyndar ekki heldur hvort það voru Gunni Bóndi og Alexander sem voru með sort á móti fullu húsi Rúnars.
Jú jú þetta er því miður rétt hjá þér Elvar. Helvítið tókur okkur báða út á þessari hönd, fékk húsið á rivernum. Vil þakka massanum fyrir hýsa okkur en einu sinni.
Nei nei nú er ég eitthvað að rugla held ég var það annað spil sem Rúnar átti 3 sénsa út og hann fékk laufa 3 á rivernum. (Held að þetta hafi verið svona) Birt án ábyrðar
Nei Gunni það var Helgi sem fékk hús á rivernum og tók þig og Egil út. Þetta var náttúrulega bara fáránlegt að þetta skildi gerst tvisvar á sama kvöldi. Þið Egill voruð með tígulsort og Helgi fékk fullt hús á 5. borðspili. Varst þú sem sagt ekki með spaðasortina?
Já ok. Jú ég og Alex vorum með spaðasort. Frekkar skít að tapa 2-sinnum samakvöldið með lit á hendi