Sjötti í Bjólfi
Flottur hópur sem mætti til Hr. Hugins í sjötta í Bjólfi á tímabilinu. Afmælisbarnið var áberandi best klæddur þegar hann mætti í silkisloppnum og tilbúinn í hvað sem var á svona góðum degi með góðum mönnum.
Það var sest beint niður á lokaborðið þ.s. nokkrir heltust úr lestinni rétt fyrir mót…hérna sjást flestir (nema Lucky á bakvið myndavélina)…og síðan spurning hvern vantar í endabarnahásætið þarna á móti Bósa 😉
Bjórstig
Afmælisbarnið nældi sér í annað bjórstigið og Kapteininn tók forystuna í bjórnum og nú kominn með 5 stig, einu stigi á undan Lucky sem gerði heiðarlega tilraun til að ná sér í stig…en spilaði sig út með því.
Spilið
- Það var ljóst í byrjun að Kapteininn og Bótarinn voru að fara að vera atkvæðamiklir þar sem þeir byrjuðu snemma að safna spilapeningum
- Massinn stóð fyrstur upp frá borði og komst að því að það væri ekki hægt að spila nema fá sér bjór…það kallar fram miklu betri spilamennsku hjá honum og stefnan tekin á það næst
- Heimavöllurinn var ekki nógu gjafmildur fyrir Hr. Huginn sem var næstur út
- Lucky tók eina hönd allt kvöldið og yfirgaf spilið með tvist-sjöu án þess að fá stig fyrir hana
- Mikkalingurinn hafði lítið hitt og var næstur
- Afmælið dugði Nágrannanum bara í fjórða sætið
- Spaða Ásinn fór allur inn með 6♥6♣ á móti Bótaranum Á♥J♠ og fyrsta spil í borð var Á♣…svo 6♦ og Á♠…sexurnar orðnar að húsi…og síðan 6♠ breytti húsinu í fernu og einn möguleiki að ásarnir yrðu ferna…9♣ og sexufernan hélt…en Ásinn datt út stuttu síðar móti stóru stöflunum og tók bubble sætið í kvöld
- Heilmikil rimma fór nú af stað á milli stóru staflanna fram og aftur
- Bótarinn endaði á að landa sigri en Kapateininn tók mótaröðina með öðru sætinu og leiðir nú Bjólfsmeistarakeppnina með 6 stigum og Bjórmeistarakeppnina með einu stigi
Sigurvegarar kvöldsins
Sáttir við að hafa haldið forystunni frá því í hléi…sýnist Bótarinn vera með augastað á seðlunum Kapteinsins 😉
Allar frekari upplýsingar um stöðuna má finna á Bjólfsmeistarinn 2022.
Eðal kvöld á góðum stað í frábærum félagsskap…gaman að geta hist aftur og nú er bara að vonast til að við náum að halda OPEN að 4 vikum liðnum með gestum.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…