Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Þriðji í Bjólfi

Spjallið í byrjun kvölds

Þriðji í Bjólfi á þessu tímabili var fyrsta rafmótið í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu.

Spilið

  • Lomminn byrjaði rólega en svo nennti hann þessu ekki og fór allur inn og yfirgaf svæðið en búinn að lýsa því yfir að hann hefði mikilvægari hnöppum að hneppa…en setti samt um mótið fyrir okkur sem við erum þakklátir fyrir (en það má samt laga sniðmátið þannig að rebuy séu bara fyrsta klukkutímann/fyrstu 2 loturnar)
  • Þannig að við vorum 6 á spjallinu á netinu og í spilinu
  • Casharinn settur á fóninn og við tóku rólegheit yfir spili
  • Kapteininn nældi sér í ódýrt bjórstig
  • Lucky nældi sér í bjórstig og spilaði út bílasalana með að hækka ítrekað án þess að bæta borðið sem var fullt af háspilum
  • Bóndinn þakkaði fyrir pent fyrir sig og yfirgaf okkur
  • Lucky nældi sér í annað bjórstig með að tala um að það þyrfti að fara að lækkka rostann í Bótaranum sem var kominn á svakalega siglingu
  • Nágranninn tékkaði sig út úr spilinu þegar hann tapaði með AA og þakkaði fyrir kvöldið
  • Bruggarinn nældi sér í þriðja bjórstigið…og kominn með 2 stiga forystu í bjórmeistarakeppninni á Kapteininn (Lucky 4, Kapteininn 2 og Bótarinn 1)
  • Bótarinn var með yfirburðarstöðu þegar kom að hléi (sem var klukkutíma seinna á átti að vera). Þá sat hann með 19k, Lucky 5k, Mikkalingurinn 4k og Kapteininn 2k…hann var því með næstum tvisar sinnum meira en þeir til samans
  • Kapteininn var næstur til að yfirgefa borðið og kvaddi með þeim orðum að verðlaunin (12þ/6þ) yrðu borguð út á morgun
  • Eftir 2.5h hafi staðan aðeins snúist og var Lukcy orðinn efstur með 14.5, Eiki 13k og Mikkalingurinn 2k og sagði sá síðasti að hann væri sáttur með að næla sér í annað sætið og koma út í plús eftir nokkur re-buy
  • Mikkalingurinn fór að vinna sig aftur upp í um 5k
  • Menn róuðust aðeins þ.s. enginn vildi enda í bubble sætinu…
  • Eftir 3h var Lucky enn stærstur með 15k, Bótarinn dottinn niður í 8k og Mikkalingurinn kominn uppí 6k og búinn að taka þokkalega af Bótaranum
  • En nokkrum mínutum seinna sat Bótarinn pínulítill (um 1K) eftir að hafa farið móti stærra húsi hjá Lucky og endaði því í bubble sætinu í næsta spili
  • Mikkalingurinn og Lucky tóka góða rimmu í um hálftíma og þá var Mikkalingurinn búinn að tvöfalda sig úr 5k í 10k en tapaði svo helmningum aftur til baka og kominn á byrjunarreit.
  • Næsta spil fara þeir báðir all í fyrsta skipti í rimmunni…Mikkalingurinn með AJ á móti A10…í borð kom J og leit út fyrir að Mikkalingurinn væri að tvöfalda sig en þar leyndist líka K og Q kom á turn sem gaf Lucky eitt af sínum einkennis heppnis spilum fyrir sigurinn (en klárt mál að það var til lukku að mæta í “Ég er Bjólfari” bolnum þar sem sigurvegararnir voru báðir klæddir honum…auk þess sem Mikkalingurinn hafði flaggað sigurbolunum sínum í bakgrunni sem vakti mikla lukku…og var hann líka duglegur að dást að þeim og benda á hvað þeir tækju sig vel út =)
  • Mikkalingurinn tók því bubble sætið fegins hendi eftir að hafa verið lítill klukkutíma áður
  • Lucky tók sigur og færði sig einu stigi nær efstu mönnum

Mótaröðin & Bjólfsmeistarinn

  • Mikkalingurinn tók sigur í fyrstu mótaröðinni, Bótarinn í öðru og Lucky í þriðja
  • Kapteininn er næstur í röðunni og allt enn opið fyrir þessa í Bjólfsmeistarakeppninni…Nágranninn er einnig með fullt hús stiga í mætingu en aðeins að detta aftúr úr efstu mönnum og þarf að vera rosalegur það sem eftir er tímabili til að eiga möguleika á toppsætinu

Fleygar setningar

  • “Styðsta innkoma sem ég hef séð” (eftir að Lomminn hvarf fljótlega)
  • “Er Bósi ennþá í klúbbnum?” (Þegar að einhver hélt að Bósi væri mættur í spjallið…en var bara bakgrunnsmynd)
  • Barn kíkti á okkur og sagði pabbi þar sem andlitið Bósa blasti við 😉
  • “Strákar eru þið búnir að átti ykkur á einu…við erum komnir á lokaboðið”
  • “Lucky River”
  • “Þetta er aðal borðið í kvöld”
  • “Hvernig getur maðurinn verið svona heppinn alltaf?”…”Góður”
  • “Þá tekur maður Hobbitann á þetta”
  • “Það er hægt að vinna hann” (þegar Lucky náði að sigra Bótarann í einu spili eftir að hann hafði verið með í öllum höndum í klukkutíma og unnið allt)
  • “Báðir með tíurnar eins og ég…djöfull var ég ánægður að hafa foldað…NEI ég hefði fengið lit” (lucky eftir að hafa foldað 3h5h (alltaf að spila á afmælisdaginn hans Nonna))
  • “Ég er búinn að vera að tala og tala en var á mute” (Kapteininn eftir að hann datt út og þagnaði skyndilega eins og hann hefði rokið í burtu)

“Þá tekur maður Hobbitann á þetta”

“Lucky River”

“Er Bósi ennþá í klúbbnum?” (Þegar að einhver hélt að Bósi væri mættur í spjallið…en var bara bakgrunnsmynd)

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…