Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Tillögur að breytingum

Tillögur að breytingum

Formaðurinn hefur aðeins verið að leika sér með breytingar.

Á sínum tíma var aðaltilgangurinn með skráningareglunum að gestgjafi hverju sinni vissi hvað mætti búast við mörgum og hvort nægileg mæting næðist. Það hefur verið góður stöðuleiki í mætingu í vetur og því verður aðeins slakað á refsistigum vegna skráninga.

Reglur yfir skráningar

  1. Þeir sem ætla að mæta þurfa að skrá sig fyrir miðnætti fyrir mótsdag.
  2. Þeir sem mæta en skrá sig ekki fyrir tilsettan tíma fá 1 refsistig (fá minnst 0 stig).

Einnig hafa verið gerðar breytingar á mótafyrirkomulaginu og hverfum við aftur til fyrra fyrikomulags með smávægilega breyttri útfærslu. Buy in hefur verið hækkað úr 1.500 í 2.000 kr. og re-buy aukið úr einu í tvö (1.000 kall hvort). Gaman væri að vita hvernig meðlimum líst á mótafyrirkomulagið eins og það er sett upp hér að neðan. Þeir sem vilja hafa e-ð um málið að segja geta skrifað ummæli.

Upphafsstafli 15.000 chippar
Buy in 2.0001.000 kr.
Lokapottur – greiðist með buy in 500 kr.
Rebuy (x2 fyrstu 2 loturnar) 1.000 kr. (15.000 chippar)
Add on ef <10.000 chippa eftir 2 lotur 500 kr. (5.000 chippar)
Blindralotur 30-20-15 mínútur
Hlé Eftir hentugleika

 

3 athugasemdir

  1. Þetta er hvetjandi í áttina að kaupa sig inn og taka áhættur þar sem það re-buy er ódýrara en buy-in. Finnst það ekki alveg rétt að chipparnir séu ódýrari fyrir þá sem kaupa sig inn, en þetta gæti bara orðið skemmtilegt.

    Add-on finnst mér reyndar sjaldan vera notað og það væri líka hægt að hafa það enn ódýrari chippa (t.d. 20þ chippar fyrir 1þ) til að hækka pottinn…en þá mun “jöfnuðurinn” ekki vera jafn mikill þegar lokað er á re-buy.

    Annars hljómar þetta allt vel, fínt að hafa þetta bara skýrt áður en byrjað er =)

  2. Ok, ég lækkaði buy in um 500 kall og skilgreindi það aðeins betur með því að taka lokapottinn út úr. Þannig má segja að buy in sé 1.000 kall og greiðsla í lokapott 500. Þar með er buy in og re-buy sama upphæðin.

    Mér finnst heldur mikið að gefa 20þ chippa fyrir 1.000 kall í add on. Það væri kannski nærri lagi að láta spilara fá 10þ chippa fyrir 1.000 kall.

  3. Mjög gott, tökum jafnvel prufukeyrslu á þetta við tækifæri 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…