Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Tímabilið 20-21 heldur áfram á netinu

Bjólfsmenn í netspjalli (okt. 2020)

Til að halda áfram að fylgja tilmælum og gera okkar til að halda öllum öruggum þá tókum við annað mótið líka á netinu.

12 mættu til leiks í spjallið á netinu og 13 til leiks í spil…miklar umræður sköpuðust í kringum af hverju Massinn var ekki í mynd…hvort hann væri órakaður eða sofandi…en þá mætti kallinn í mynd =)

Punktar í (einhverskonar) tímaröð

  • Lucky byrjaði á að kaupa sig inn fyrstu 4 spilin eins og vaninn er á rafmótunum hjá honum og fleirum sem eru fljótir að henda út chippunum og kaupa sig aftur inn eins og enginn sé morgundagurinn =) Öll þessi rebuy tóku eitthvað á Lucky og hann datt í 20 mínútur vegna tæknilegra vandamála.
  • Spilapeningarnir fóru fljótlega að safnast saman hjá Spaða Ásnum…eða við höldum að þetta hafi verið hann…en grunar að hann hafi fengið aðstoðarmann til að spila fyrir sig því hann var að spila eins og engill í upphafi spils.

Svo fóru menn að hafa áhyggjur af Mr. T í BNA og að hann væri búinn að ná sér í einhverja flensu. Fleir góð pólitísk mál rædd eins og BDSF =)

#1 Massinn varð að láta gott segja og taka nafnbótina fyrsti maður út.

  • Menn héldu áfram að kaupa sig aftur inn og þegar 20m voru til loka þá voru komin 25 endurinnkaup sem er án efa nýtt met.

#2 Robocop var næstur út

  • Bóndinn með 25þ chippa…4% segir Bósi…, næsti maður 7þ…þvílíkir yfirburðir
  • Bjórstigin fóru rólega af stað…en síðan duttu nokkur inn, það er allt komið á stigatöfluna.
  • Nokkrar góðar hetjusögur af mönnum í fjallgöngum…sem snerust samt meira út í bjórdrykkju 😉

#3 Heimsi dottinn út

  • Næst er þess óskað að allir séu með grímur þ.s. menn hnerra stundum yfir allan skjáinn á þess að passa sig 😉

#4 Bóndinn dottinn út…hvað varð um forskotið hans?

#5 Bósi lenti síðan óvart í því að detta út…alls ekki honum að kenna

#6 Nágranninn næstur út

  • Klukkan vel gengin í miðnætti og Lominn lang stæðstur með 24þ en Iðnaðarmaðurinn stutt undan með 17þ…aðrir bara peð og ekkert vert að minnast á þá á þessum tímapunkti.
  • Nálgast miðnætti og Lominn er efstur með 23þ, Bótarinn 12þ og Iðnaðarmaðurinn 11þ…

#7 Mikkalingurinn út…og þá er Bótarinn kominn í 20þ

  • Enn ekki komið miðnætti og Bótarinn og Lominn eru bara nokkuð jafnir…Spaða ásinn fer all inn..Iðnaðarmaðurinn líka…Lominn og Bótarinn sjá það….þetta er æsispennandi…Iðnaðarmaðurinn með KK og rúllar þessu upp…er nú með 27þ og lang stæðstur og…

#8 Spaða Ásinn datt út

  • Kapteininn all inn…fær drottingu og bjargar sér fyrir horn…en það er mjög lítið horn…með 402 chippa…Iðnaðarmaðurinn með 26990 chippa
  • Kapteininn lendir á móti Lucky…lucky fær 5 lauf…en Kapteininn er með hærri fimm lauf…hann átti 100 chippa fyrir 5 mínútum og er nú kominn með 1600 chippa
  • Hvar er Mikkalingurinn…ekkert nema 3-5 í borði í nokkur spil í röð…rétt eftir að hann fer…afmælisdagurinn hans er að gefa.

#9 Lomminn út á móti Lukcy…AA á móti 2 pörum

#10 Kapteininn næstur út…búinn að vera rosalegur í að hanga…Hobbitinn þarf að fara að vara sig.

  • Þrír eftir á miðnætti: Lucky, Bótarinn og Iðnaðarmaðurinn…17þ/19þ/26þ
  • Það var farið að hitna undir Bótaranum þegar hann náði 10þ chippum af Lucky og svo 10þ af Iðnaðarmanninum í næsta spili og hann þá skyndilega orðinn hæðstur við borðið…allt æsispennandi.
  • Klukkan að verða eitt og Bótarinn með 27þ, Lucky 26þ og Iðnaðarmaðurinn 9þ

#11 Iðnaðarmaðurinn tekinn út með 77 á móti QQQ

  • Klukkan orðin 1 og Bótarinn með 40þ og Lucky með 22þ
  • Spurning hvort ætti að dæma Bótarann úr leik vegna veikinda?
  • 01:20 og staðan hnífjöfn
  • 01:30 Lucky fór all in með K og K í borði móti 99 og nía kemur fyrir Bótarann og Lucky dottin niður í 8þ og bótarinn 50þ

#endalokin Klukkan orðin 1:30 og Bótarinn rafmagnslaus…Lucky tekur bara við að bíða og blinda Bótarann út á meðan hann hleður símann…á endanum gefur Bótarinn sigurinn frá sér þ.s. síminn er ekki að koma aftur í gang…Lucky tekur því kvöldið.

Mikilvægt fyrir menn að vera með varatæki í svona aðstæðum, Lucky datt líka út fyrr um kvöldið og vissi þá ekki username til að komast inn á sama account…þannig að við mælum með að menn taki sér tíma ef það er aftur rafrænt mót og hafi tvö tæki sem eru skráð á sama reikning til að tryggja að þeir eigi varaleið ef eitthvað kemur uppá.

Fleygar setningar kvöldsins

  • “Hvern er verið að rassskella?”
  • “Hann var með betri höndina flop-flop”
  • “Það er munur að vera góður og heppninn…þú bara túlkar það eins og þú vilt…mistúlkað eftir þörfum”
  • “Hver man ekki eftir Tony Yeboah…hann var í sérflokki…ekki bara hjá Leeds-urum”
  • “Ég er svo reiður að ég er kominn með skæri í hendurnar…reyndar svona föndurskæri”
  • “Þegar maður er tvöfallt stærri en sá sem er í öðru sæti þá bettar maður aðeins meira eins of fífl”
  • “Sjöatvistjóri”
  • “Ég gat ekkert að þessu gert…ekkimér að kenna…ég ætlaði ekki að fara svona hátt”…þegar Lominn tók nágrannann út
  • “Iðnaðarmaðurinn hefur ekki sagt orð síðan við mute-uðum hann”
  • “Stór kostur við netmótin að geta mute-að menn”
  • “Bíddu var ég mute-aður?”….”Hverskonar…ég er búinn að vera að lyfta af hjarta mínu síðustu 10 mínúturnar”…”ég fyrirgef þetta aldrei”
  • “Finnurður the Hobbit within you?”
  • “YESSS….YESS…SKÍTHÆLL”
  • “ég ætla ekki að segja að ég sagði það…EN ÉG SAGÐI ÞAД
  • “Eiki Bót veðjar ekki á ekki neitt!”

“Hann var með betri höndina flop-flop”

“Það er munur að vera góður og heppninn…þú bara túlkar það eins og þú vilt…mistúlkað eftir þörfum”

“Ég er svo reiður að ég er kominn með skæri í hendurnar…reyndar svona föndurskæri”

“Iðnaðarmaðurinn hefur ekki sagt orð síðan við mute-uðum hann”

“Finnurður the Hobbit within you?”

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…