Tímabilið 2012-2013
Mótafyrirkomulagið verður sem áður: 3 mótaraðir sem hvert fyrir sig gefur stjörnu (★). Fyrstu tvær mótaraðirnar eru 3 mót/föstudagskvöld en síðasta mótaröðin einu kvöldi lengra þegar tímabilinu verður slúttað í bústað. Einnig er keppst um Bjólfsmeistarann (♣) 2013 sem er samanlögð stig í öllu tímabilinu…svo ekki sé nú gleymt 7-2 keppninni þar sem menn safna prikum og fá ríkulega borgað í bjór fyrir að sigra á bjórhöndina.…nánar um mótafyrirkomulagið.
Dagsetningar eru komnar hér á síðuna þannig að allir geta tekið þessa daga frá.
Enn er þó ekki alveg ákveðið með dagsetningu á lokakvöldið og bið ég menn að kjósa hér í skoðunakönunni til hægri.
Við byrjum 2012-2013 tímabilið föstudaginn 7. september og þá er stefnan að byrja daginn snemma og hittast yfir mat og gera jafnvel eitthvað fleira af okkur áður en við setjum yfir spilin.
Þetta verður frábær vetur!
Þar sem ég hef fyrirgert atkvæðisrétti mínum í klúbbnum með brottflutningi, ætla ég ekki að skipta mér af þessu en ég var að velta fyrir mér hvort heppilegt væri að hafa fyrsta mót á laugardegi ef menn hafa hug á að taka daginn snemma. Bara pæling 😉
Það gæti verið að ég myndi kíkja á upphafsmótið ef ég kemst.
Ávallt velkominn, og vonandi kemstu sem oftast 😉
Mjög góður punktur, hvað finnst öðrum: eigum við að taka fyrsta mót á laugardegi (þá væri það laugardagurinn 8. september í staðin fyrir föstudaginn 7. september)?
Sælir.
Það er alveg hugmynd með Laugard en ég hafði hugsað að menn hittist kannski bara um 1500 (kannksi er erfitt fyrir menn að komast fyrr frá vinnu) og höfum þá alveg góðan tíma framundan. Þá er líka öll helgin framundan fyrir fjölskyldubullið. Soldill stemmari að hittast beint eftir vinnu.
Atur á móti myndi ég vilja fara í bústaðarferð í lok sept. og svo aftur í byrjun maí.
Hvað segir alsráðandi formaður Logi?
Elli, svo þú vitir það þá ert þú ávallt með heiðursmannasæti í klúbbnum. Alltaf velkominn sem gestaspilari.
kv
Massinn
Það er alltaf kostur að taka föstudagskvöldin í þetta til að eiga helgina. Það munu klárlega ekki allir komast snemma á föstudegi, en jafnvel ekki heldur allir á laugardegi. Ég er hrifnari af föstudegi (þangað til að einhver fær mig til að skipta um skoðun 😉 …spurning hvort Elli hafi ekki verið að reyna að fá laugardag til að tryggja að hann kæmist…en hann ætti nú alltaf að ná í spil þó það sé á föstudagskvöldi. Þannig að ef menn hafa góð rök eða eru heitir þá segja skoðun sína til að hafa áhrif!
já ég et ekki neitað því að þessi uppástunga mín kom til að auka líkurnar á að ég kæmist 😉 En ég var hins vegar að komat að því að ég kem suður 28. sept. þannig að ég tel litlar líkur á að koma líka 7. sept.
Ég vil halda einni bústaðaferð í maí til að halda sérstöðu þeirrar ferðar og tryggja að sem flestir mæti í bústaðinn en það má klárlega krydda mótin meira og t.d. er góð breyting að byrja með einhverju meira í kringum þetta á fyrsta móti ársins og þess vegna er þessi góða hugmynd Massans komin inní dagskránna. Þannig að ég er ekki alveg að kaupa aðra bústaðaferð en líst mjög vel á að gera eitthvað meira í kringum félagsskapin og mótin.
Ég er svo mikið fyrir hefðina að ég vil halda þessu á föstudögum og hafa eina bústaðarferð í maí. Nema eitthvað merkilegt sé að að gerast, sé ekkert að því að færa þetta til einn laugardag svo Elli komist ef allir eru sammála.
Það er ekkert víst að ég komist þó svo þetta verði á laugerdegi svo þið skuluð ekki vera að taka tillit til mín. Eins og ég sagði er það frekar ólíkegt þessa helgi þar sem ég verð í bænum 28. sept.
Líst vel á þessar pælingar svolítið erfitt að koma svona snemma á föstudegi þá frekar um 6 leitið en ég er alltaf opinn fyrir laugardegi 🙂
ps svo er það bara formaðurinn sem verður að skera á hnútinn 🙂
Frábært að fá umræðuna í gang, ég er farinn að hallast inná fyrsta mót á laugardegi, það er alltaf gott að byrja vel og allt í lagi að taka einn laugardag svona í upphafi og síðan eru þetta bara föstudagskvöld fram að bústað. En endilega segið ykkar skoðanir og ég tek mið af öllu sem sagt er hér 😉
Ég er á því að halda þessu á föstudögum og 1 bústaðarferð í Mai. En verð að taka undir að gaman væri að taka 1. mótið á laugardegi (ef allir komast) Kjósa um þetta….
Sælir bræður, ég er á því að hafa eina bústaðaferð í maí. Hvað varðar fyrsta mót þá finnst mér tilvalið að gera eitthvað skemmtilegt í kringum það. Ég hefði helst viljað byrja fyrsta mót strax eftir vinnu á föstudegi kl.15 eða 16.
Sælir,
Ég er enn spenntari fyrir Föstudegi en skiptir ekki öllu. Eins og ég sagði áður held ég að það gæti verið ákveðinn stemmari að hittast strax eftir vinnu downtown og fá okkur kalda og menn gætu þá bara dottið inn þegar þeir klára vinnu. Í framhæadinu fengið okkur að borða og fært okkur svo í mótshús.
Gott að fá ykkar innleg, ég fer þá bara einn í bústað og spila póker við sjálfan mig, ég vinn þá allavega eð.
Ég legg til að við hittumst eftir vinnu á föstudegi í heitum potti, förum svo út að borða og setjumst svo niður við pókerborðið, hvað segja menn um það plan?
Mér lýst vel á að hittast eftir vinnu og fá sér eitthvað gott í gogginn. Varðandi bústaðarferð þá finnst mér 1 bústaðarferð. Kv Sigurvegari seinustu bústaðarferðar