Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Timbrið á ferðinni

Timbrið á ferðinni

Það var fámennasta Bjólfsmót frá upphafi í gær hjá Iðnaðarmanninum þegar að 6 félaga hittust og spiluðu.

Reynar var afskaplega notalegt að hafa gott pláss við borðið og eitt að því fyrsta sem var ljóst að tjöa-tvistur væri vænlegur kostur þar sem fáir spilarar voru frá upphafi.

Bjórstig
Það varð og raunin að eftir nokkrar hendur voru þegar tveir búnir að fá höndina og tapa öllu á henni…menn voru alveg að taka sjensinn en það var Timbrið sem að halaði inn bjórstigum og endaði með 2 eftir kvöldið og leiðir þá keppni einn maður stiga eftir tvö kvöld.
Það var jafnvel örlagaríkt spil þegar að Timbrið náði að fá Killerinn til að folda tíum þegar Timbrið var með sjöu-tvist á hendi. En sá sigur gaf honum ekki bara bjórstig heldur hefði hann einnig verið aðeins minni þar sem mikið af chippum var í borði.

Drottningakvöld
Helmingur spilara datt út í 3ju lotu og þá voru aðeins 3 spilarar eftir: Lucky Luke, Iðnaðarmaðurinn og Timbrið.

Lucky endaði allur inn með 5Q þegar að Q88 kom í borð og Timbrið sá hann og sýndi 108 með þrennu á móti drottingapari. 5 á turn gerði í raun ekkert en Q á river var einmitt þar sem Lucky þurfti til að fá húsið og sigra þrennuna.

Heppnin var þá ekki lengi með Lucky Luke sem tók bubble sætið í 4. lotu.

Iðnaðarmaðurinn og Timbrið hófu þá rimmuna um sigur sem stóð ekki það lengi. Timbrið átti reyndar mun stærri stafla og eftir nokkur spil enduðu þeir báðir inni og það voru heldur betur hendur.
Iðnaðarmaðurinn leit vel út með ÁK á móti KQ hjá Timbrinu.
Fyrst spil í borð var Á og Iðnaðarmaðurinn fagnaði en hann tók það fljótt til baka þegar að Q og Q mættu með ásnum í floppinu. J gaf von um split en 3 á river tryggði drottningunum sigur og þar með Timbrið sem tók annað kvöldið sem og þúsarann og 2 bjórstig, nokkuð góð uppskera þó svo að stig og verðlaunafé hafi ekki verið há sökum fárra spilara.

Ein athugasemd

  1. Þetta var stutt og gott kvöld. Takk fyrir heimboðið Andri og takk fyrir að geyma borðið 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…