Timbrið mætir með látum
Það var skyndilega sem sumir mundu eftir að það væri Bjólfsmót í miðjum mánuði og rétt náðist í 5 félaga til að setjast beint niður á lokaborðið.
Timbrið kom með látum og var fljótur að stimpla sig inn með tvemur bjórstigum og er því kominn í toppbaráttuna þar hnífjan Mikkalingnum. Hann gerði sér svo lítið fyrir og tók sigur á fyrsta kvöldinu í síðustu mótaröðinni.
Staðan
Á stigatöflunni má sjá stöðuna eins og hún er eftir að búið er að taka inn breytingar frá OPEN mótinu. Það hafði verið rætt að geyma það þangað til í bústaðnum en þá er fyrirsérð að allt færi í bál og brand þannig að fínt að það sé búið áður en komið er seint á laugardagsnóttinu og enginn veit hvað er í gangi lengur 😉
Mikkalingurinn hefur því 2ja stiga forystu á Iðnaðarmanninn og eru þeir tveir farnir að stinga aðra af í Bjólfsmeistarabaráttunni í ár.
Síðasta heimamótið verður 13. apríl og óskað er eftir heimboðum…síðan er bara bústaðurinn í maí.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…