Tíunda tímabilið – annað kvöld
Það var einvala lið sem mætti beint á lokaborðið hjá Nágrannanum alla leið inní SunnyKEF í rok og rigningu á föstudaginn.
Ekki voru menn að láta veðrið trufla sig í að mæta á mót, enda fór með eindæmum vel um menn í “Casa del Vecino” þar sem Nágranninn hafði nýtt öll möguleg pláss fyrir veigar og pottnum þegar heitur þegar menn mættu.
Það var tekið vel á því í mat, drykk og spili. Enginn náði sér í bjórstig og er því bjórstigalistinn tómur eftir tvö mót og allir jafnir með engin stig.
Í fyrstu mótaröðinni eru þrír sem hafa mætt á bæði mótin í forystu og allir með 33 stig: Bótarinn, Kapteinninn & Lucky og því ljóst að þeir eru líklegastir til að taka fyrstu ★ á tímabilinu fyrir sigur í mótaröð (3 kvöld) og því heilmikil spenna á ferðinni þar.
Allar upplýsingar um stöðuna eins og alltaf má finna á stöðusíðunni.
Bótarinn kvaddi borðið fyrstur, síðan Kapteininn, Mikkalingurinn, Lucky, Spaða Ásinn og Timbrið og sátu þá bara Nágranninn og Lominn eftir og spurning hvort þeir hafi ekki bara verið klaufalega heppnir en ef það var raunin þá var Nágranninn heppnari og Lominn klaufalegri og enduðu leikar þannig að gestgjafinn tók sigur á heimavelli.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…