Tíunda tímabilið – fyrsta kvöld
Þá hefjum við 10 árið og að vanda hittumst við hjá Andra =)
Það var bara rjóminn sem mætti og átti notalegt kvöld í góðu yfirlæti hjá gestgjafanum.
Nokkrir gerðu upp bjórinn eins og sjá má á myndinni fyrir ofan voru allir sáttir…ekki bara sá sem tók á móti =)
Eftir kökuát gafst Bósi upp og fór fyrstur út…og bara nokkuð sáttur að vera fyrsti maður til að detta út á 10. tímabilinu 😉 Heimsi fyldi á eftir og síðan Lucky. Iðnaðarmaðurinn tók bubble sætið og skildi Bótarann og Kapteininn eftir í lokarimmunni.
Þrátt fyrir að Kapteininn hafði séð fjóra ása og hélt á AK í lokahöndinni þá tók Bótarinn sigur á 8-5 og landaði fyrsta sigri tímabilsins.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…