Tíunda tímabilið (þriðja kvöld annarar mótaraðar)
Níu Bjólfsbræður enduðu hjá Bóndanum í gærkvöldi…þó svo að tveir þeirra hefðu gengið inní stofu á hæðinni fyrir neðan og mætt þar heimilisfólkinu að horfa á sjónvarpið…þá enduðu allir á réttum stað á endanum =)
Bjórstig
Það komu 3 bjórstig í hús þetta kvöldið. Spaða Ásinn nældi sér í sitt fyrsta stig í byrjun kvölds og síðan tók Mikkalingurinn tvö stig og því orðinn efsti maður með 4 stig og kominn einu stigi frammúr Lommanum.
Kvöldið
Eftir hlé fórum menn að detta út eins og flugur. Spaða Ásinn sem hampaði sigri síðast og var því Þúsari kvöldsins var fyrstur út fyrir hendi Bótarans og sagði að hann væri nú meira vanur því hlutskipti en að sigra 😉
Heimsi fór næstur, svo Lucky og Killerinn, Bóndinn og Nágranninn.
Bótarinn tók Bubble sætið, Mikkalingurinn 2. sætið og Iðnarmaðurinn kláraði kvöldið.
Staðan
Stigataflan hefur verið uppfærð og Bótarinn er kominn á toppinn með tveggja stiga forystu á Lucky en ef tekið er tillit til OPEN þá hefur Lucky en efsta sætið…þannig að toppbaráttan er svakalega spennandi…og síðan er Mikkalingurinn á blússandi siglingu á eftir þeim og til alls líklegur þó hann hafi misst af einu kvöldi.
Mótaröðin
Önnur mótaröðin kláraðist í gær en það á eftir að gera upp við næsta tækifæri:
- sæti: Mikkalingurinn 7.500,-
- sæti: Iðanarmaðurinn 4.500,-
- sæti: Bótarinn 1.000,-
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…