13…
…dagar í bústað og því vert að kíkja aftur í tímann á færsluna Friday the 13th frá janúar 2012 þar sem talan þrettán kom aðeins við sögu.
- Þarna má einnig finna smá upprifjun frá skemmtilegu atviki þegar leikmaður sýndi 3 spil á hendi og heilmiklar “rökræður” fylgdu í kjölfarið um hvernig ætti að leysa úr því 😀
- Á þessum tíma var líka 7-2 nýlega komið inn og “Helvítið hann Pusi” heitur í þeim leik 🙂
- “Skelfilegt” myndband er líka þarna af lokahöndinni þar sem verri höndin vann 😀
- Einnig myndir frá kvöldinu sem hafa verið færðar inná færsluna til að enfalda leiðakerfið og er stefnan að útrýma gömlu myndasíðunum og notast bara fyrir merkinguna “myndir” á fréttum
- Jafnframt eru skemmtilegar teningar frá greinahöfuni þarna á fróðleiksmola tengdum tölunni 13
Niðurtalningin er því hafin fyrir bústaðinn 2023 og munu koma hér inn á síðuna daglega ný frétt sem rifjar upp liðna tíð til að hita menn upp…en fyrir þá sem vilja horfa á sekúndurnar telja niður er gott að hafa “Hvenær er bústaður” síðuna opna 😉
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…