14 dagar í bústað
Jæja, þá er farið að styttast í árlegu ferðina…áætlað er að 16 Bjólfsmenn verði í bústað og 2ja verður sárt saknað…þó þeir muni jafnvel sakna okkar meira 😉
Matur
Bósi er með kjötkaupin: nautalund fyrir laugardaginn og borgarar fyrir föstudaginn (þ.s. við vitum ekki enn hvort Bensi mætir og því gætu hreindýraborgararnir hans beðið betri tíma).
Það er þá til 15 kall sem þarf að duga fyrir beikoni og öllu meðlæti…einhver bíllinn tekur þau innkaup að sér…
Bílar
Það er vitað að Bóndinn og Timbrið verða á bílum en á eftir að skipuleggja í þá…
Einnig er von á Hobbitanum að norðan og Lommanum að austan og gætum þurft að skipuleggja ferðir í kringum þá…
Daglegar fréttir
Eins og í fyrra þá verða daglegar fréttir hérna á síðunni til að hita upp fyrir bústaðinn eftir 2 vikur…þannig að munið að kíkja daglega á síðuna og komið með athugasemdir…eða bara “Like”-ið…en það er búið að virkja aftur Facebook læk á færslur sem duttu út einhverntíman í vetur.
14 dagar til stefnu í 6. bústaðinn og 60. spilakvöldið hjá Bjólfi…
Skemmtileg tilviljun að það eru 14 á þessari mynd 😉