9 dagar í lokamótið – varningurinn í ár
Það er búið að tryggja nýja boli fyrir sjöunda tímabilið. Þó svo að Formaðurinn hafi verið mjög seinn í að komast í undirbúning þá var nægur tími til að redda hönnun og prentun á bolina…þannig að við getum verið allir í stíl þegar við tökum hópmyndatökuna þarnæstu helgi 😉
Ég bind smá vonir við að Spaða Ásinn mæti í bústaðinn þar sem smá varningur sem var keyptur á síðasta ári þyrfti helst að vera afhentur af honum…sjáum hvort það verður ekki örugglega af því =)
Bjólfsmeistarinn mun fá smá-gripi einnig, þannig að eitthvað verður fyrir alla þó svo að aðrar hugmyndir hafi ekki náð í tíma fyrir framleiðslu og verða á bíða til næstu ára.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…