Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Annað rafmótið – 8. kvöldi lokið

Þá er næstsíðasta kvöldinu á 2019-2020 lokið. Það voru 12 Bjólfsbræður sem mættu á annað rafmótið og allir sem spiluðu mættu á spjallið á netinu. Að þessu sinni var breytt yfir í nýtt forrit og merkilegt hvað menn eru að ná að aðlaga sig =)

Bjólfur sýnir ábyrgð á þessum tímum og spilar aftur yfir netið til að fylgja ítrustu varúð á þessum tímum en vonumst eftir að ná að hittast aftur í maí =)

Þúsarinn
Bennsi og Killerinn voru fjarri góðu gamni þannig að Massinn var þúsari kvöldsins eftir að hafa verið fyrsti maðurinn til að ná verðlaunum á móti þrátt fyrir að vera fjarverandi 😉

Bjórstig
Lucky náði sér í sitt fyrsta stig sem og Bósi sem hefur þá landað sínu fyrsta bjórstigi í langan tíma (víst nokkur ár síðan 😉 Mikkalingurinn er með 6 stig á toppnum og ólíklegt að nokkur ógni honum þar sem Lomminn er næstur með 3 stig.

“Þú getur ekki verið brjálaður yfir sannleikanum”

-Iðnaðarmaðurinn

Lokabaráttan
Einn af öðrum duttu menn út og Lucky tók bubble sætið sem og að slá mjög vafasamt met að hafa keypt sig sjö sinnum inn og því bætt það met um tvö endurinnkaup. Þá voru Nágranninn, Kapteininn og Pusi eftir.

Þegar þarna var komið sögu var Nágranninn að safna peningum og ekkert að grínast með það…hann spilaði eins og óspjallaður engill og með fínpússað skírlífsbelti.
Pusi reyni að spilla honum en þurfi að láta fyrir gosapari hjá Kapteininum sem stóð eftir í rimmunni á móti Nágrannanum.
45þ vs. 7þ., þannig að það var á brattann að sækja hjá Kapteininum…en hann gerði síðan tillögur og þremur höndu, seinna var staðan 38. vs 13…lokarimman tók smá tíma…enda hækka blindir mun hægar í þessu forriti heldur en við stillum því upp þegar að mótið er búið að keyra áfram í 4 tíma =) en stuttu seinna varð Kapteininn að játa sig sigraðan og Nágranninn tók sigurinn.

Ekki hægt að segja annað en að þetta er að reynast okkur vel að spila á netinu þó svo að 11. reglan sé stundum brotin 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…