Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Atvinnulausir aumingjar berjast (Bjólfur XVI.2)

Bjólfsbræður í október 2025

Annað mótið á XVI var hjá Mikkalingnum í gær og var þetta í fimmta skiptið sem við sækjum hann heim. Með því er hann í fimmta sæti yfir flest heimboð og tók frammúr Ásnum, Robocop og Hr. Huginn sem eru með fjögur heimboð.

Einhverjir afboðuðu sig á seinustu stundu og enduðum við því 7 og allir komust því beint á lokaborðið 😉

Bjórguðinn var ekki á staðnum svo enginn færði neinar fórnir og (kannski þess vegna?) komu engin bjórstig allt kvöldið.

Spilið

Iðnaðarmaðurinn náði ekki að halda sama dampi og frá fyrsta móti og var fyrstur út…sem var ekki áttunda sætið eins og hann hélt, heldur sjöunda, þannig að hann græddi alveg eitt stig 😉

Ég las gosann sem kóng…helvítis lesblindan!

Timbrið ætlaði að gera sér gott úr tékki hjá Lucky og fór allur inn þegar hann var séður og fékk að yfirgefa spilið.

Þú verður að meina það sem þú segir!

Mikkalingurinn tók fimmta stætið á heimavellinum…eða þriðji maður út.

Hvað er stór stór?

Bótarinn náði ekki að hanga lengra en í fjórða sætið.

Þú ert á bíl…þú ert ekki að fara að sitja lengur

Bóndinn ætlaði sér stóra hluti með vélræna gjafarann með sér í liði…en kunni ekki við að féfletta okkur með honum og tók hann út og endaði í búbblunni.

Djöfullinn er danskur

Lucky keypti sig þrisvar inn fyrir hlé og fór allur inn á síðustu hönd fyrir hlé með tvistapar sem endaði með hann þrefaldaði sig upp fyrir hlé og náði svo tvemur út með að tékka til þeirra og sjá þá þegar þeir fóru allir inn.

Hann er farinn að lesa okkur amatörana loksins eftir öll þessi ár 

Bósi byrjaði á að vinna allt og þrátt fyrir að hafa misst megnið af því niður þá endaði það allt hjá honum á endanum og enginn sem gat stoppað hann allt kvöldið.

Ég hef aldrei verið rotaður áður

Sigurvegar kvöldsins með verðlaunin

Blindralotur

Blindralotum var breytt en mótið var fámennt og aðeins tveir eftir þegar blindir voru í 500/1000…þeir sem sátu í rimmunni ákváðu þá að taka út alla spilapeninga nema svarta og hækkuðu loturnar í 10þ/20þ…sem ætti jafnvel að vera regla til að flýta endanum…en eins og með gjafir á spilapeningum þegar þeim er skipt upp þá hafa menn vald til að sameinast um að flýta lotum að vild 😉

Fleiri fleygar

Lítill, stór…og leiðinlegur

Ég er allur out

Ég er ekkert hættur að telja!

Það þýðir ekkert að segja fyrirgefðu eftirá

Það má ekki splassa en það má rúlla-st

Ég er greinilega gay

Ég smelli á öll brjóst sem ég sé

Staðan

Þessir sjö sem mættu í gær eru þeir einu sem hafa mætt bæði mót tímabilsins og leiða því efstu sjö sætin í baráttunni um Bjólfsmeistarann 2026. Lucky tekur efsta sætið af Iðnaðarmanninum sem dettur 4 stigum á eftir honum. 5 stig í Bótarann og Bósi einu stigi neðar…tímabilið er rétt að rúlla af stað og spurning hvað gerist á næsta kvöldi þegar mótaröðinni lýkur hjá Bósa…amk klárt mál að hann mætir og spurning hvort hann haldi sigurgöngunni áfram upp stigatöfluna.

One Comment

  1. upihhpjtpiiljrpktrmhkyrwgzmhwy

Skila eftir athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Thank you for your sharing. I am worried that I lack creative ideas. It is your article that makes me…

  2. Can you be more specific about the content of your article? After reading it, I still have some doubts. Hope…