Bjólfskviða
2 dagar í lokamótið – Bjórstig
Fram að þessu tímabili var hæðasti bjórstigafjöldi 4 stig sem Lucky Luke átti frá 2014 (en taka verður fram að bjórstig voru ekki skráð fyrir eldri ár en það og því vantar aðeins inní tölfræðina). Nú er búið að slá það met heldur betur því fyrir bústaðinn er Iðnaðarmaðurinn með 6 stig og helmingi fleiri en næsti maður. 20 bjórstig hafa landast á þessu tímabili og er það líka met en hérna eru síðustu ár: 11 tímabilið 2015-2016 18 tímabilið 2014-2015 10 tímabilið 2013-2014 Það er því ljóst að sjöa-tvistur hefur verið að gera sig á þessu ári....
read more3 dagar í lokamótið – Reglubreytingar til umræðu í bústaðnum
Í bústaðnum verða tekin fyrir nokkur mál sem þarf að ákveða fyrir næsta tímabil: Föst stigagjöf – hefur oft verið rætt hvort eigi að vera föst stig alltaf fyrir fyrsta sætið, óháð því hversu margir mæta. Mótshaldari borgar sig ekki inn – til að hvetja menn til að halda mót. Bjórgjaldið inní ársgjaldið – þannig að ekki þurfi að rukka það sérstaklega (c.a. kostnaður uppá ca 20þ) OPEN mótið telur sem aukamót – þannig að aðeins 9 mót telja til Bjólfsmeistara en OPEN mótið getur komið í staðin fyrir lægstu stig og híft menn...
read more4 dagar í lokamótið – munchies fyrir bústaðinn?
Ég hef þegar hafið að safna saman auglýsingavörum til að hafa við höndina í bústaðnum eins og í fyrra…þett er sérstaklega til að halda “hungruðum úlfum” frá aðalréttingum. Þetta er einnig fínt fyrir viðkomandi fyrirtæki að kynna okkur fyrir nýjum vörum, ég viðukenni að snakk sem við fengum í fyrra er nú oftar en ekki til inní skáp hjá mér 😉 Þannig að við verðum með auka “maul” og enginn ætti að verða svangur um helgina.
read more5 dagar í lokamótið – gleymið ekki bjórnum og bjórgjöfum
Nokkir hlutir sem er gott að muna eftir: Bjólfsglas – ekki verra að vera með merkt glas við höndina 😉 eða Bjórkannan fyrir þá sem eiga hana. Bjólfshandklæðið – þá finnurðu alltaf þitt handklæði 😉 Bjólfsbol(ur/ir) – valkvæm(ur/ir) Bjólfshúfa – valkvæm Sundskýla – valkvæm Eitthvað að drekka Cash Rúmföt / svefnpoki (alltaf einhver sem gleymir þessu!) Ekki þarf að hugsa út í neinn mat, við verslum hann allan fyrir félagsgjöldin…en þegar þið farið og verslið drykki fyrir bústaðinn gleymið þá ekki ef þið skuldið...
read more6 dagar í lokamótið – hvað verður í matinn?
Matseðill helgarinn: Föstudagur: Hreindýraborgarar a la Bennsi Laugardagur: Brunch of Kings, Nautalaund í kvöldmat Bennsi er með borgarana og Bósi reddar kjötinu. Allt meðlæti verður verslað á leiðinni og Massinn og Heimi eru búnir að halda marga fundi og skipuleggja matinn, þannig að við ættum að vera í góðum höndum alla helgina.
read more7 dagar í lokamótið – mótafyrirkomulagið
Eins og við vitum þá breyttum við reglum hjá okkur í vetur þannig að nú er ekki takmark á fjölda endurinnkaupa fyrstu tvær umferðirnar og verður það fyrirkomulag í bústaðnum. Eini munurinn er að þessar tvær umferðir helmingi lengri heldur en vanalega og því er hægt að kaupa sig inn fyrstu tvo klukkutímana. Bjórstigum er safnað fyrstu fjórar umferðirnar, þannig að tíminn sem að sjöa-tvistur er í gangi er einnig lengri. Mótafyrirkomulagið er því í grunninn eins og allir þekkja frá öðrum kvöldum nema lengt hefur verið í tíma umferða til að gefa...
read more8 dagar í lokamótið – Föstudagsspilið í ár
Við höfum yfirleitt leikið okkur í einhverjum pókerleik á föstudagskvöldinu. Sælla minninga var High-Low (þar sem besta og versta hönd vann hverja hönd) þar sem Massinn féll út á fyrstu hönd með drottningar á hendi og var frekar foj yfir þessu öllu saman sem var hálf óskiljanlegt að halda reiður á enda breyttist allt mjög hratt. Að þessu sinni munum við spila “Allir eru þúsari” þannig að hver sá sem tekur annan leikmann út fær þúsara (þúsundkall) að launum. Annað verður svipað og við þekkjum, blindralotur hækka eins og ekkert...
read more9 dagar í lokamótið – varningurinn í ár
Það er búið að tryggja nýja boli fyrir sjöunda tímabilið. Þó svo að Formaðurinn hafi verið mjög seinn í að komast í undirbúning þá var nægur tími til að redda hönnun og prentun á bolina…þannig að við getum verið allir í stíl þegar við tökum hópmyndatökuna þarnæstu helgi 😉 Ég bind smá vonir við að Spaða Ásinn mæti í bústaðinn þar sem smá varningur sem var keyptur á síðasta ári þyrfti helst að vera afhentur af honum…sjáum hvort það verður ekki örugglega af því =) Bjólfsmeistarinn mun fá smá-gripi einnig, þannig að eitthvað verður...
read more10 dagar í endalokin á 2016-2017 tímabilinu
Það er merkilega stutt síðan að 7. tímabilið byrjaði eins og alltaf hjá Iðnaðarmanninum í byrjun september fyrir 8 mánuðum. Nú eru aðeins 10 dagar þar til að við verðum allirflestir samankomnir til að fagna enn einu árinu…og eins og það hafi verið í gær sem við vorum síðast í bústað fyrir ári. Fljótt að líða Það er vel við hæfi að rifja upp þá fleygu setningu sem að Iðnaðarmaðurinn lét falla þegar við vorum nýkomnir í bústað eitt árið: Viti strákar, það versta við að vera komnir í bústaðinn er að fyrr en varir verður helgin búin. Orð að...
read moreBótarinn 1
Átta vaskir Bjólfsmenn mættu til Robocop á síðasta heimamótið á þessu tímabili. Timbrið nýtti það vel að búið er að leyfa ótakmörkuð endurinnkaup fyrsta klukkutímann og var það að skila sér fyrir hann á endanum… Röð manna sem duttu út: Bósi var ekki jafn farsæll og þrátt fyrir góða byrjun þá endaði hann fyrsti maður út. Iðnaðarmaðurinn fór næstur út og því ljóst að opið var fyrir aðra að taka forystuna í Bjólfsmeistarakeppninni. Heimavöllurinn var ekki að gera sig nógu vel fyrir Robocop sem átti góða spretti en endaði þriðji út. Stuttu...
read more
❤️😘