Boðsmót Bjólfs 2025
Kvöldið byrjaði snemma hjá þeim sem mættu í mat og spjall fyrir spil. Að því loknu settust 32 þátttakendur við fjögur borð og hófu spil á tólfta Boðsmótinu sem haldið er í byrjun árs á Rauða Ljóninu. Í ár fengum við enn betri þjónustu; borðin voru sett upp sérstaklega fyrir okkur, og það þurfti að grafa djúpt til að finna pókerborðin á staðnum… sem hafa hugsanlega ekki verið notuð síðan á síðasta Boðsmóti. 😉
Spilið
Spilinu var síðan ýtt úr vör og gekk það bara ljómandi vel, þó nokkrir smá tæknilegir örðugleikar skutu upp kollinum – handvirkar tilfærslur milli borða urðu stundum að lausninni. Einhverjir glímdu við símanotkunina, á meðan aðrir voru augljóslega hneykslaðir yfir skyndilegri hækkun blindra þegar líða tók á kvöldið. Þrátt fyrir það sátu allir við sama borð (bókstaflega!) og héldu leiknum í sómasamlegum farvegi, með flestum að fylgja siðareglunum – eða næstum því. 😉
Bjólfsmennirnir fengu þó sannkallaða þvottabrettameðferð og hrundu út eins og lauf í haustroki. Þeir voru þó einstaklega rausnarlegir og gáfu öðrum tækifæri til að komast langt í mótinu. Sumir þeirra yfirgáfu borðin með ásapar í hendi – en sú hönd virtist vera sannkölluð bölvun þetta kvöldið fyrir Bjólfsmenn. Menn gátu lítið sett út á spilamennskuna; heilladísirnar voru einfaldlega öðrum hliðhollari.
Úrslit
Yfirlit yfir spilara eftir hversu langt þeir náðu:
- Ari Páll (50þ) – með sinn fyrsta sigur á Boðsmóti og kominn á Boðsmeistaralistann, skemmtilegt að hann sé búinn að landa sigri þ.s. hann hefur mætt ósjaldan.
- Mikkalingurinn (40þ) – hélt uppi heiðri Bjólfs með að vera síðasti meðlimur klúbbins þegar komið var að lokaboðið og leit vel fyrir lokarimmuna en réð ekki við AP þar þrátt fyrir að vera á sínum “heimavelli” og hefur sjálfur unnið oftar en einu sinni á boðsmótunum í gegnum árin.
- Drottningin (26þ) – hefur líka mætt með okkur í mörg ár og skemmtilegt að hún nældi sér í verlaun í ár (jafnvel fyrstu verðlaun ef pistlahöfundur man rétt) og hefur haldið uppi heiðri kvennpeningsins gegnum árin og verður kannski hvatning fyrir aðrar að mæta núna.
- Hrannar (13þ) – fyrsta boðsmótið hjá honum og gerði sér lítið fyrir og skelli sér í verðlaun.
- Snáðinn
- Ísak
- Adam
- Trommuþrællinn
- Nágranninn
- Iðnaðarmaðurinn
- Hr. Huginn
- Massinn
- Spaðinn
- Hobbitinn
- Birdy Boy
- Alex
- Bennsi
- Mikael
- Atli Þór
- Bótarinn
- David
- Guðni
- Jón Hafliða
- Thorhallur
- Kapteininn
- Erlendur
- Timbrið
- Lucky
- Massinn jr.
- Gunni Bóndi
- Jóhannes
- Robocop
Myndir
Hópmyndatakan í ár var tekin innanhúss. Þó við höfum nú oftast hoppað út fyrir, þá tókum við líka innimynd 2023 og gaf það sumum möguleikann á að fara í smá uppstillingu…og láta fara vel um sig 😉
Styrktarsjóðurinn
Í ár söfnuðum við í Minningarsjóð Jennýjar Lilju og enduðu 134.500kr þar með ástarkveðju frá öllum sem studdu <3
Takk fyrir þáttökuna á Boðsmóti Bjólfs 2025 og sjáumst að ári 🙂
Lesa meira“Við erum founding memebers” (Bjólfsmenn á spjalli)
Boðsmót Bjólfs 2024
Eins og alltaf var einstaklega flottur hópur sem mætti á Rauða Ljónið í hið árlega Boðsmót þar sem Bjólfarar buðu gestum að eiga með sér kvöldstund. Byrjað var á mat og drykk yfir spjalli á meðan fólk var að safnast saman og allir gengur sáttir þaðan til spils.
Lesa meiraBoðsmótið 2023
Góður hópur sem mætti til leiks á Boðsmótinu í ár, margir mættu snemma í mat og drykk sem var vel þegið að næra sig á líkama og sál fyrir spil.
Lesa meiraÞað er bara ein regla í Bjólfi….formaðurinn ræður!
(Bjólfsbróðir að útskýra klúbbinn fyrir gesti)
Boðsmótið 2022
Það var föngulegur hópur af 27 gæðablóðum sem mættu á Boðsmót Bjólfs 2022 á Rauða Ljóninu í gærkvöldi og hituðu upp með mat og drykk fyrir spil.
Lesa meiraBoðsmót Bjólfs 2022
Þá er loks komið að því aftur að við bjóðum gestum að spila með okkur. Við náðum mótinu 2020 saman (eins og myndin fyrir ofan ber vitni um) en í fyrra vorum við á netinu vegna Covid…en getum nú hist aftur miðað við núverandi reglur.
Eins og alltaf verðum við á Ljóninu og fyrirkomulagið einfalt, 4þ kall inn, engin endurkaup. Hver spilari fær 2×15þ chippa og getur haldið eftir öðrum (15þ. kr. staflanum) og átt inni ef hinn klárast eða sótt hann hvenær sem er fyrsta klukkutímann…þá fá allir hann sem ekki hafa sótt og spilað þar til sigurvegri situr eftir.
Mótið hefur nú fengið rétt nafngift sem Boðsmót og leggjum við þar með OPEN nafninu sem notast hefur verið hingað til. Bæði er það fallegra á okkar ylhýra sem og meira lýsandi um að mótið er aðeins aðgengilegt með boði frá Bjólfsmanni en ekki opið hverjum sem er.
Í ár munum við eins og oft áður hafa frjáls framlög til styrktar Minningarsjóð Jennýjar Lilju og þið sem viljið kynna ykkur það nánar bendum við á https://minningjennyjarlilju.is/ <3
Sjáumst á fyrsta Boðsmóti Bjólfs (og jafnfram því 12. 😉
Talaðu við þinn Bjólfsmann ef þig langar að vera með 😉
Fyrir þá sem vilja skoða hvernig fyrri mót hafa verið þá er hægt að fletta í gegnum fréttir af fyrri boðsmótum.
Lesa meiraBjólfur OPEN 2021
Styrktarmótið í ár var haldið á netinu í samstarfi við Coolbet.com sem lagði til styrk til Ísólfs (Björgunarsveitar Seyðisfjarðar) vegna skriðanna sem féllu í lok síðasta árs.
Vel yfir hundrað manns sem mættu á mótið og endurinnkaup voru yfir 50 talsins. Verðlaunafé var yfir 500þ sem skiptist á milli efstu 27 spilara og sigursætið tók yfir 100þ og ánægjulegt að segja frá að endaði sú upphæð sem Coolbet lagði til Ísólfs rétt undir 300þ krónum.
Meira um mótið hjá austurfrett.is
Lesa meira
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…