Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Boðsmót Bjólfs 2024

Boðsmótsgestir 2024 (fyrir utan einn?)

Eins og alltaf var einstaklega flottur hópur sem mætti á Rauða Ljónið í hið árlega Boðsmót þar sem Bjólfarar buðu gestum að eiga með sér kvöldstund. Byrjað var á mat og drykk yfir spjalli á meðan fólk var að safnast saman og allir gengur sáttir þaðan til spils.

Tvistapar (ducks) fengu viðurnefnið quads eftir þessa hönd

Smá töf var á byrjun eins og vanalega, enda voru nokkrir seinir og sumir mættu ekki…og líka þurfti aðeins að undirbúa nýja tölfukerfið sem var nýkomið úr kóðun og aldrei verið notað áður.

Mætingin passaði akkúrat á 3 borð og voru það 24 spilarar sem settur við borðin á þessu þrettánda boðsmóti og ellefta skiptið sem við hittumst á Ljóninu, en fyrsta skiptið þar var 2013.

Spilið var reynt að keyra nokkur hratt og ekkert verið að stoppa mikið…rétt náðum að hoppa út í myndatöku í seinna hléi 😉

Tökum Kára á þetta…núna á að fara að veiða 

Fyrstu leikmenn fóru að detta út fyrir hlé og síðan duttu spilarar út hver á eftir öðrum þar var sameinað á 7 manna borð (8. spilari datt út í síðasta spili þegar átti að sameina). Á lokaborðinu litu sumir betur út en aðrir, Júlíus tók menn út grimmt en Ljósmóðirin svaraði því í tvemur höndum var hann kominn með yfirhöndina og nánast bara spurning hvernig hin þrjú verðlaunasætin myndu enda sem rættist svo stuttu seinna þegar að Ljósmóðirin tók alla út og varð Boðsmótsmeistari 2024.

Það er aðeins möguleiki og hann er 1 á móti milljón

“Massinn”
Ljósmóðirin (1. sæti), Maggi Tóka (3. sæti), Massinn (2. sæti) & Júlíus (4. sæti)

Röð spilara

  1. Ljósmóðirin 38þ
  2. Massinn 29þ
  3. Maggi Tóka 18þ
  4. Júlíus 10þ
  5. Ísak
  6. Jói
  7. Hobbitinn
  8. Eiki Bót
  9. Gummi nágranni
  10. Killerinn
  11. Mikkalingurinn
  12. Iðnaðarmaðurinn
  13. Lucky
  14. Ari Páll
  15. David
  16. Alexander
  17. Drottningin
  18. Hr. Huginn
  19. Timbrið
  20. Trommuþrællinn
  21. Spaða Ásinn
  22. Mikael
  23. Gylfi
  24. Jón Jónsson

Styrktarsjóðurinn

Hátt í 200þ söfnuðust í styrktarsjóðinn og voru sigurverar einstaklega gjafmyndir sem og gestir og þokkum við öllum kærlega. bendum við á Hjálpartækjasjóð Sindra bankaupplýsing 0701-15-204507, Kt.: 4303171130 fyrir þá sem vilja leggja sjóðnum lið og einnig Hlaupum & göngum fyrir Sindra í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…