Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur 14.8

Bjólfur í apríl 2024

Þá er síðasta heimamótinu á 14. tímabilinu lokið. Það leit út fyrir að 11 myndu láta sjá sig hjá Spaða Ásnum þetta föstudagskvöldið. En eftir að hann byrjaði að hita menn upp með öllum veitingunum sem var verið að undirbúa þá hætti Iðnaðarmaðurinn við að mæta og leiddu menn líkurnar að því að honum hafi fundist að sér vegið sem “gestgjafinn” 😉

Bjór

Bjórstig kvöldsins

Bótarinn fékk bjórgjöf frá Mikkalingnum og það skilaði sér þegar að Mikkalingurinn nældis sér í fyrsta bjórstigið seinna um kvöldið og auk þess fékk Spaða Ásinn sitt annað stig og Robocop sitt fyrsta. Timbrið leiðir því enn með 3 bjórstig og Spaða Ásinn og Lucky með 2 stig hvor og Bótarinn, Mikkalingurinn og Spaða Ásinn allir með 1 stig þegar aðeins bústaðurinn er eftir og spurning hvort einhver nær að skáka Timbrinu sem mun ekki mæta í bústaðinn.

Bjólfsmeistarinn?

Bjórguð og tilbiðjandi

Keppnin er æsispennandi? Eða hvað? Eftir 8 kvöld leiðir Bótarinn með 119 og næstur á eftir honum er Spaða Ásinn með 113 stig og þeir hafa báðir misst af einu kvöldi. Lucky er svo í þriðja sæti (ásamt Timbrinu en hann mætir ekki í bústaðinn, þannig að við getum gleymt honum 😉 með 112 stig.

Á að fella niður stig frá einu móti?

Þannig að nú er í fyrsta skiptið möguleiki (og mjög góður möguleiki) að einhver vinni keppnina án þess að hafa mætt á öll mótin. En veður og hamfarir orsökuðu tilfærslur á móti og stjórnin hafði ákveðið að aðeins myndu 8 kvöld af 9 gilda hjá öllum. Pistlahöfundur ætlar reyndar að mótmæla því (aðallega til að halda sér inní keppninni 😀 en líka til að halda meiri spennu í keppninni (með að halda sér enn í möguleika 😉 en ekki síst vegna þess að með því að fella niður eitt mót þá breytir það í raun engu um toppbaráttuna (nema að Lucky á ekki möguleika) og ef þannig fer að Bótarinn (eða Spaða Ásinn) landa þessu þá munu þeir ekki fá viðurkenninguna að hafa sigrað án þess að mæta á öll mót (þ.s. ekki öll mótin töldu)…en bíðum kannski með að ræða það þangað til í bústaðnum og tökum fyrir á “aðalfundi” 😉 og geta menn kynnt sér stöðuna á stigatöflunni.

Spilið

Gestgjafinn

Robocop var næstur stuttu á eftir til að yfirgefa spilið og með því var sameinað á átta manna lokaborð.

Bíddu mátti maður ekki Chippa upp…nei ég er með fimmtán þúsund 

Lucky var fyrstu til að stíga frá borði…það var ekki nóg fyrir hann að vera með spaða ásinn, með Spaða Ásinn á vinstri hönd og Ace of Spades var í græjunum…Bósa var alveg sama og tók hann út og hirti þúsarann.

Maður vinnur alltaf á sexy kóng

Spaða Ásinn fór ekki lengra en á lokaborðið og heimavöllurinn gaf honum bara bjórstigið.

Tvö pör…kallast það ekki swing 

Hobbitinn var búinn að hanga lengi á sínu en það dugði ekki lengra en í sjöunda sætið í kvöld.

Þúsarinn

Bjössi vinur minn er kannski ekki hávaxinn…EN HANN ER EKKI LÍTILL 

Bóndinn varð að láta sér nægja sjötta sætið.

Bannað að slamma gjöfinni

Mikkalingurinn tók fimmta sætið.

Ég ætla ekki að gefa út æfisögu…ég lifi á minningum annara 

Bótarinn endaði í fjórða sætið en tók góðan kipp í meistarakeppninni.

Spaða ásinn: “Spaða ásinn var tekinn út af Spaða Ásnum á river”

Sigurvegarar

Heimsi tók búbbluna og hugsaði Iðnaðarmanninum þegjandi þörfina þ.s. aðeins voru tvö verðlaunasæti, vantaði 11. spilarann til að borgað hefði verið út í þrjú sæti.

Ég er klárlega með betri spil en lakari hönd

Bósi var búinn að spila eins og heiðarlegur engill allt kvöldið, en gat lítið á móti Massanum sem gerði sér lítið fyrir og tók hann út á fullu húsi eins og hann hafði gert við fleiri í kvöld.

Ég er náttúrulega alltaf í sama formi (eins og þegar ég var tvítugur)

Massinn var eiginlega með þetta í hendi frá upphafi, spilaði jafn og örugglega og hélt alltaf áfram að stækka staflann hjá sér allt til síðasta spils…tveir sigrar af þeim tvemur síðustu mótum sem hann hefur mætt…spurning hvenær hann ætlar að fara að láta sjá sig í titilbaráttunni?

Ég er hættur að drekka…0%

Ánægjulegt að koma á nýjan stað og langt síðan Spaða Ásinn hefur boðið heim…nú er bara að telja niður í síðasta mótið í bústaðnum.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…