Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur XIII – sjötta kvöld

Bjólfsbræður + gestur í febrúar 2022

Hist var fyrr í tilefni afmælis Kapteinsins þegar hann var sóttur á heimili sitt og rúllað beint í Sky Lagoon þar sem við áttum notalega stund saman í brotsjónum sem gekk yfir lónið og þurftu menn að hafa sig allan við að að halda bjórglasinu stöðugu í gusuganginum.

Það eru mörg stig af því að vera hættur að drekka…td hættur og SÁÁ hættur

Beðið eftir matnum

Síðan söfnuðum við saman hjá Iðnaðarmanninum í afmælismat til að nærast eftir að hafa verið veðurbarnir í góðan tíma :D. Einn gestur fékk að fljóta með á pókerboðið og Mr. Boombastic spilaði með í kvöld…næstum eins og að fyrrum Bjólfsbróðir væri mættur aftur þar sem þeir eru nú ekki ólíkir bræðurnir ;).

Dominos eru svo góðar að það er aldrei afgangur

Yfirlýsing frá Formanni í beinni

Hlustað af athygli

Næsta mót hafði verið auglýst á Akureyri og þar sem komin tillaga til að færa venjulegt mót (ekki bústaðakvöld) út fyrir höfuðborgarsvæðið. Einhverjar umræður höfðu skapast um þetta og hrist vel upp í mönnum og farið að verða álitamál og því horft til Formanns að skera úr um.

Mikil eftirvænting var fyrir auglýstri yfirlýsingu sem átti að flytja á kvöldið. Stjórnin sá um að streyma í beinni yfirlýsingu frá Formanninum þar sem skýr afstaða var tekin til tilraunarinn að halda mót á öðrum landshluta eftir mánuð…

Niðurstaðan var að ekkert væri sett út á að boðið væri í póker hvar sem er…en það myndi ekki verða (eða telja) sem mót í mótaröð Bjólfs og óskað eftir nýju boði innan (stór)höfuðborgarsvæðisins til að telgjast löglegt boð.

“Formaður er fæddur” (Skilaboð frá fyrsta formanni eftir beint streymi frá yfirlýsingu núverandi formanns)

Gestgjafinn og kakan

Við erum alltaf í góðu yfirlæti hjá Iðanaðarmanninum (akak Gestgjafanum) og í tilefni kvöldsins og afmælis Kapteinsins var kaka í hléi. Hafði hún verið pöntun og borguð á netinu með skýrum skilaboðum um hvernig ætti að afgreiða hana og leit hún vel út…en þegar menn fóru að gæða sér á henni komu leyndir “glaðningar” í ljós og voru þá ekki allir á eitt sáttir þegar að United nammimolar skutu þar upp kollinum eftir að hafa verið vel faldir undir namminu 😀

Afmæliskakan

Kostur við að halda mótið heima er að maður græðir svo mikið á dósum (sem maður keypti sjálfur)

Bjórstig

Það voru engin bjórstig í boði í kvöld…reyndar eitthvað sem var ákveðið án vitunar formanns þ.s. félögum hans var boðið með í afmælisfögnuðinn…hann reyndar vissi ekkert af þeirri umræðu og enginn lét hann vita af því…eins gott að hann fékk ekki sjöu-tvist, þá hefði hann bara gefið sér það stig því Formaðurinn ræður 🙂

Staðan er því óbreytt þar, Kapteininn, Bótarinn, Robocop og Lucky allir jafnir með eitt stig…æsispennandi og mjög fá stig og allir í raun geta tekið þetta…þegar aðeins 3 kvöld eru eftir.

Sjöa tvistur gaf ekki stig…en gat alveg skilað sigri

Spilið

Afmælisuppákoman var ekki að skila sér á spilaborðið fyrir Kapteininn sem var fyrsti maður frá borði.

Hobbitinn var ekki í sínu vanalega formi og næsti maður út.

Lucky var búinn á því eftir sjóferðina og þriðji maður út.

Mr. Boombasic var þá fluttur milli borða til að jafna (þ.s. allir höfðu dottið út af sama borðinu) en átti lítið eftir og var næstur út.

Þá var sameinað á eitt borð.

Robocop var fyrstur til að stíga frá lokaborðinu.

Bótarinn komst ekki lengra að sinni eftir að hafa átt lítið eftir af chippum…þrátt fyrir að hafa fengið smá hjálp við að tvöfalda sig upp.

Hr. Huginn náði ekki lengra í kvöld.

Mikkalingurinn hafði líka og Bótarinn fengið hjálp við að margalda sig upp…en var orðinn lítill og dugði ekki lengra.

Heimavöllurinn fór ekki lengra með Iðanaðarmanninn heldur en í bubble sætið, þrátt fyrir að hafa sópað að sér chippum á fyrri hluta kvöldsins þá náði það ekki að lifa yfir á lokaborðið.

Bensi tók þriðja sætið.

Þá voru Spaða Ásinn og Timbrið eftir í lokarimmunni og frekar jafn á þeim félögum. Timbrið hafði verið mjög stór á lokaborðinu en líka dottið niður í í að verða mjög lítill en eftir að pressa vel hafði hann unnið sig aftur vel inní spilið og komst í lokarimmuna. Ásinn var búinn að spila eins og engill með Hobbitann á öxlinni og menn höfðu orð á því að þeir væru búinir að eyða allt of miklum tíma saman því Ásinn væri ekki bara að spila eins og engill heldur líka að hanga eins og hobbiti.

Nokkur spil fóru fram og til baka en yfirleitt að menn folduðu og voru að þreifa fyrir sér…enda virtust þeir mjög jafnir.

Að lokum fóru þeir svo báðir inn á móti hvor öðrum og þegar chipparnir voru settir saman voru þeir með nákvæmlega jafn marga chippa…þannig að bara lokahönd (nema splittari)…man ekki eftir að þetta hafi nokkurtíman gerst áður.

Timbrið tók annað sætið

Spaða Ásinn landaði sigri með ás á hendi og fékk ás í borð og sannarlega með ásana með sér í liði.

Nokkrar fleygar

Það er gaman að vinna þegar maður tekur ekki eftir því

SPURT: “Hver á að gefa?”,
Svarað: “ÞÚ”,
Andsvar: “fyrirGEFIÐI”

Spilar #1 : “Þú ert kominn með þetta…en ég ætla að kalla þetta samt”,
Spilar #2 “All in”,
Spilari #1: “Veit ekki hvað ég var að kalla þetta”

Hvað er ég að spila hérna

Spilari #1 : “SEXA….JESSS” ,
Spilari #2 : “Þú ert með níu…” ,
Spilari #1 : “Ó, ég sé ekki neitt”

Jibbijeijei…(heyrist í Iðnaðarmanninum þegar gengur vel og farinn að tralla)

Þú getur borgað þúsundkall til að fara niður í 15 þúsund

Aldrei folda tvist

All in…nei (gildir sögnin nokkuð)

Ég spila aðallega á sálfræðina…mannauðsstjóri hjálpar líka mikið til með þetta…

Þú ert mikill mannauðsstjóri…svo diplo

Ás…besta spilið sem ég hef fengið í kvöld

Heyrðu þið tóninn…ég heyrði tóninn

Þetta er allt í lagi…tóninn var þannig

Ég er með góð spila…eða svona eeeeehhh spil…ef ég fer einn á móti þér er ég með góð spil…

Ég þarf að ræða við sjálfa mig…og centra mig

Sigurvegarar kvöldsins

Það var reyndar eitthvað á reiki hvort að Spaða Ásinn hefði landað sigri áður…en eftir smá rannsókn á stigatöflunni og á síðunni fundust þess sannananir að hann hafði í raun sigrað í febrúar 2020 þegar við hittumst hjá Bennsa og því annar sigur hjá honum.

Þetta var uppáhalds mótið mitt…(Spaða Ásinn þegar hann vann)

Bjólfsmeistarakeppnin

En Ásinn er kominn með góða forystu í Bjólfsmeistarakeppninni 2023 og situr nú efstur með 98 stig og Kapteininn dottinn niður í annað sætið með 94 stig. Þar á eftir liggja svo allir gömlu Bjólfsmeistararnir eins og hákarlar og bíða þess að stökkva aftur upp (Bótarinn 91, Mikkalingurinn 89, Lucky 85) og eru þetta einu fimm sem hafa mætt á öll mót og því líklegastir til sigurs…enda væri hálf fáránlegt að geta sigrað án þess að mæta á mót…það væri bara eins og að keppa í ensku deildinni og sleppa einum leik en vinna samt…á bara ekkert einu sinni að vera í boði 😉

Yndilegur dagur & kvöld og síðasta mótaröðin byrjar eftir mánuð…síðan er bara apríl heimamótið og bústaður í maí.

Fleiri. myndir

2 athugasemdir

  1. Geggjaður pistill og hópmyndin er frábær, Andri með rjómasprautuna á lofti.

    • “…með rjómasprautuna á lofti” 😀 <3

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…