Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur XIII – þriðja kvöld

Bjólfsbræður í nóvember 2022

Það var flottur hópur sem mætti til Hr. Hugins í gær á þriðja kvöldið í 2022-23 tímabilinu…betur þekkt sem Bjólfur XIII. Það fór rosalega vel um að vanda og þó ekki væri kominn pottnum þetta árið þá kom það ekkert að sök og gott að eiga það inni til að toppa 🙂

Bjór

Fullt af mönnum sem gerðir upp þakkir sínar við bjórguðinn og það voru jólin hjá Kapteininum…sem mátti nú bara þakka fyrir að komast með allar byrgðirnar heim 🙂

Fyrsta bjórtsig tímabilsins


Bjórstig

Þegar að loksins var búið að gefa nóg til bjórguðsins hlaut að koma að því að bjórstig kæmi í hús og var það Bótarinn sem tók fyrsta stigið á tímabilinu.

Hann leiðir því alla með einu stigi meira en allir aðrir 😀 og með þessu áframahaldi gæti verið að það verði bara þrjú stig sem skila sér…eitt í hverri mótaröð 🙂

Sögustund

Sögustund í hléi

Það var mikil eftirvænting fyrir hléi þ.s. þurfti að fara yfir nýjar sögur og alltaf gott þegar þeim er haldið til haga og byrjað að fínpússa þær fyrir framtíðina 🙂

Spilið

Eftir hlé, sögustundir og hlátrasköll hélt spilið áfram og alvar tók við þegar menn byrjuðu að detta út.

Bennsi var fyrstur til að standa upp…kannski ekki vanur að spila svona mikið þ.s hann mætti líka á síðasta mót 😉

Hr. Huginn var ekki að fá heimavöllinn með sér og næstur frá borði á fyrsta kvöldinu sínu í ár en fékk nýjan bjólfsbol.

Bótarinn var þriðji maður út, eftir gott gengi á síðasta kvöldi náði hann ekki að fylgja því eftir.

Þá voru átta eftir og sameiðan á lokaborðið.

Killerinn sem ákvað að mæta á síðustu stundu varð að láta sér nægja að fá nýjan bjólfsbol, en kominn með eitt kvöld.

Kapteinninn náði ekki að halda áfram að vinna sig upp um sæti og 7. sætið raunin í kvöld eftir að hafa byrjað á 4. sæti á fyrsta kvöldi og 3. sæti síðast.

Lucky hélt hann fengi að hirða blinda þegar hann fór allir inn með snjókalla (áttupar) en Massinn hugsaði sig vel og lengi um og sá hann með tíur og Lucky út í 6. sæti.

Sigurvegarar kvöldsins

Spaða Ásinn hélt áfram góðu gengi og þó það væri bara 5. sætið í kvöld þá landaði hann 3. sætinu í fyrstu mótaröðinni og kom því út í plús á kvöldinu.

Massinn mætti ákveðinn til leiks og var ekkert að gefa afslátt þó að Robocop væri fjarverandi og þeir í mestu keppninni um meistaratitilinn. Massinn endaði í 4. sæti í kvöld en langhæðstur í mótaröðinni og þar sem meistarakeppninni.

Hobbitinn varð að láta sér nægja að taka bubble sætið, þrátt fyrir að hafa verið seigur með 6-2…og fagnaði grimmt og öskraði “…og lægsta spilið” þear tvistur á river bjargaði honum stuttu áður frá því að detta út.

Iðnaðarmaðurinn landaði 2. sætinu og

Mikkalingurinn heldur áfram að bæta sig, fyrsta kvöld 7. sæti, annað kvöld 5. sæti og nú sigur og náði í annað sætið í mótaröðinni og bjólfsmeistarakeppninni.

Staðan

Massinn er með gott forskot eftir fyrstu mótaröðina með 55 stig og fimm stigum á undan Mikkalingnum. Bótarinn er eini maðurinn með bjórstig. En það er nóg eftir af tímabilinu og enn sex sem hafa mætt á öll kvöldin, erfiðara fyrir aðra að vinna upp það forskot.

Allar nánar um stöðuna á Bjólfsmeistarinn 2023 (og staðan hérna fyrir ofan).

Frábært kvöld á frábærum stað <3

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…