Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur XV.8 – Það er bara einn maður sem getur þetta

Áttunda mótið var haldið hjá Spaða Ásnum…líkt og áttunda mótið á síðasta tímabili þegar við hittum á sama stað. Að þessu sinni var tilefnið ekki bara að hittast og spila heldur var líka haldið uppá stórafmæli hjá Spaða Ásnum og mættum við í veislu fyrir mót þar sem Ásinn hafði legið yfir pottunum (gúllassúpa og vegan súpa (með kjúkling 🙂 og ísskápurinn fullur af góðgæti við allra hæfi.

Afmælisdrengurinn fékk afmælispening

Við komum færandi hendi og fékk afmælisdrengurinn smá afmælispening í afmælisgjöf sem hann lofaði að kaupa ekki ryksugu fyrir 😉

Bjór

Hr. Huginn byrjaði á að gera upp við annan Bjórguðinn eftir að gert upp við hinn fyrri áður á tímabilinu. Sú gjöf virtist strax borga sig því hann landaði bjórstigi stuttu seinna. Fleiri fylgdu í kjölfarið þegar Kapteininn og Bótarinn náðu sér í stig og Timbrið landaði svo fullu húsi og bjórstigi með bjórhöndina.

Staðan í Bjórguðakeppninni er því æsispennandi:

  • 3 stig – Kapteininn, Lucky og Mikkalingurinn
  • 2 stig – Bensi, Hr. Huginn, Bótarinn og Iðnaðarmaðurinn,
  • 1 stig – Timbrið

Spil

Nágranninn kom um langan veg en var fyrstur frá borði og ekki að finna sig í mótaröðinni en eitt kvöld eftir til að snúa því við.

Ég var stór áðan og nú er ég aftur stór

Spaða Ásinn fór ekki langt á heimavellinum og næsti maður út og gat þá fókusað á tónlistina.

Er Bósi í klúbbnum?

Bótarinn var næstur, þá er útséð að hann mun ekki taka meistaratitillinn aftur án þess að mæta á öll kvöld.

Er ég ekki með góða hönd þangað til eitthvað kemur í borð?

Bensi náði ekki að fylgja eftir góði gengi á síðasta móti og var næstur út.

Hann er að taka sneið úr bókinni minni 

Robocop var næstur út og heldur sig í miðjum hópnum eins og á fyrri mótum þessa tímabils.

Ertu að kalla formanninn fífl? Viltu vera í klúbbnum?

Mikkalingurinn er ekki að finna sig í mótaröðinni eftir svakalegt gengi í síðustu og var næstur út.

Ég er reyndar mjög einfaldur…inn við beinið

Timbrið landaði bjórstigi með fullu húsi og spurning hvort hann geri tilkall til að halda Bjórguðstitlinum.

Ert þú nýji Jón Kolbeinn…nei ég er nýji Logi

Bóndinn náði á lokaborðið…en ekki lengra og fyrsti maður út eftir sameiningu.

Hækka…tvöfaldur regnbogi…í dulargervi 

Hr. Huginn og Killerinn voru næstir út í sama spili.

Af hvetju varstu ekki með meiri pening….svarað í sama tón “mememememe”

Húnninn tók búbbluna og aftur 5 sætið eins og síðast.

Hann var með næst lélegustu hönd í heimi 

Kapteininn var næstur og náði ekki að saxa á Lucky sem enn var inni.

Það er bara einn maður sem getur þetta 

Iðnaðarmaðurinn endaði þriðji og með búinn að spila sterkt í allan vetur, með hæðsta meðaltalsskor á kvöldi (17.14) en fjarvera á einu kvöldi telur mikið í heildarkeppninni.

Ef ég hefði verið með aðeins betri spil hefði ég séð þig…hvað var ég aftur með 

Lomminn kom sterkur inn frá upphafi og þegar var sameinað sat hann með svakalegan stafla fyrir framan sig…en fór sem fór og enginn var að ná að stoppa forystusauðinn. Lominn er þá búinn að mæta á fjögur kvöld og með bústaðnum hefur hann ekki mætt svona oft síðan 2021…og er með mun betri mætingu en margir aðrir sem þurfa ekki að taka flug til að mæta 😉

Hann er náttúrulega atvinnulaus og þarf pening

Lucky er á siglingu með annan sigurinn í röð í mótaröðinni og spurning hvort hann mun gera atlögu að nýsettu stigameti hjá Mikkalingum fyrir mótaröð?

Bjólfur er bara eina innkoma mín núna 

Titilbaráttan er ekki jafn spennandi og Lucky með aðra höndina á titilinum eftir kvöldið þegar aðeins Iðnaðarmaðurinn og Kapteininn eiga möguleika á að ná honum en Bótarinn er orðinn 21 stigi á eftir og á ekki lengur möguleika.

  • 134 stig – Lucky
  • 121 stig – Kapteininn
  • 120 stig – Iðnaðarmaðurinn

Sigurvegar

Þar sem við vorum 15 í kvöld þá náðum við í 4 verðlaunasæti…sem gerist nú ekki oft og var ljósmyndarinn eitthvað í vandræðum að mynda svona marga og vildi frekar vera með á myndinni 😉

Yndislegt kvöld eins og alltaf og þá er bara að fara að undirbúa slúttið & lokin á 2025 tímabilinu <3

Nokkrar myndir

Skila eftir athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…