Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Blindralotur endurskoðaðar

Nú hafa blindralotur verið endurskoðaðar og uppfærðar í fjórða skiptið frá upphafi.

Blindraloturnar í gegnum árin

Ein af fyrstu skrásetningum á regulunum eru tillögur af breytingum frá maí 2012 og voru þá blindraloturnar skilgreindar án hléa eða útskiptingu spilapeninga.

2013 er lotunum breytt og skýrðar betur með hléum, útskiptingum og gilditíma bjórstiga og var þetta fyrirkomulag við gildi næstu 10 árin. Þá hafði nokkru sinnum komið fyrir að mótin urðu full löng og spilað langt fram yfir miðnætti, sérstaklega á fjölmennum Boðsmótum, og farið vel yfir áætlaða fjóra tíma.

Til þess að knýja fram fljótari enda á spilið voru gerðar breytingar 2023 sem voru heldur róttækar og sérstaklega stökkið inní 8. lotu þegar blindir fóru í 2þ/4þ yfir í 5þ/10þ á sama tíma og rauðir og grænir peningar duttu út.

Nú höfum við stillt klukkuna aðeins til baka og færumst nær fyrirkomulaginu frá 2013, þar sem hækkanirnar eru í betra jafnvægi. Þetta þýðir að lokamótin verða áfram spennandi – en ekki alveg á þeytingi þegar líður á seinnipartinn…en jafnframt hætta á því að mótin dragist lengra inn í nóttina og við munum fylgjast með því.

Einnig eru núna blindir í takt minnsta spilapening sem er í gangi hverju sinni, t.d. ef rauðir eru lægsti spilapeningurinn þá hækka blindir um 500 í hverri lotu.

Spurningin er þá: hverjir kunna að lesa blindraloturnar best og nýta sér í vil 😉

Skila eftir athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Your point of view caught my eye and was very interesting. Thanks. I have a question for you.