Breytingar á lokapottum fyrir Bjólfur XIV
Í gegnum árum höfum við tekið helminginn af innkaupagjaldi (buy-in) og sett í mótaröð (3 kvöld) og hins vegar í meistara/bústaðapott. Síðarnefndi potturinn var hugsaður fyrir meistaragjafir og sérstök bústaðamót en hefur yfirleitt verið nýtt til að hjálpa til með gjöld við bústaðinn og aldrei skilað sínum tilgangi.
Þannig að nú verður breyting á því að þessi pottur er lagður niður. Engin breyting er á innkaupagjaldi, það er enn 2.000,-, og helmingur þess fer nú allur í mótaröðina þ.s. þrír efstu menn hverrar mótaraðar (þriggja móta) fá verðlaun skv. upplýsingum um mótaraðir (lokapott) hefur verið uppfærð m.t.t. þessarar breytingar.
Þessar breytingar auðvelda utanumhald (að þurfa ekki að halda utan um tvo hluta) sem og að verðlauna þá sem standa sig vel á mótaröð, en oftar en ekki ná menn ekki neinum verðlaunum á neinu kvöldi en landa samt skerfi af mótaröðinni.
Lesa meiraBreytingar á verðlaunafé
Breyting var gerð fyrir XIII tímabilið að ekki er lengur verið að leggja 500 kall af buy-in í bústaðapott. Hann hefur verið færður alfarið yfir í verðlaunafé fyrir mótaröðina og ætti því að koma þeim sem sem mæta vel í mótaröð en ná kannski ekki í verðlaunasæti en ná í eitt af efstu sætunum í mótaröð (3 kvöld telja í mótaröð).
Þannig að engin breyting er á buy-in, aðeins verið að leggja niður bústaðapottinn sem var settur á til að auðvelda með kostnað við bústaðaferðir (og hugsanlega auka verðlaunþar)…en með hækkunum á árgjöldum hefur það verið mun minna mál síðustu ár og því óþarfi í dag.
Verðlaunafé fyrir mótaraðir mun því tvöfaldast frá því var, og verða c.a. 12/7/5 þúsnd (en var áður 6/3/2) og því verið að gera meira fyrir þá sem standa sig vel í þremur kvöldum sem telja í mótaröð.
Þetta gæti orðið til þess að færri 500 kallar koma inn og gæti breytt hvernig verðlaunum er skipt og verður jafnvel meira nálgað uppí þúsund héðan í frá.
Lesa meiraBlindralotur uppfærðar
Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á blindralotum eftir síðasta mót þar sem skipulagið var ekki alveg komið í gang og ruglaði menn aðeins.
Fyrstu 4 loturnar eru 30 mín og þá eru bjórstigin í gildi. Þetta var eitthvað skakkt við uppsetninguna á mótinu síðast og 20 mín lotur fóru í gang…en er nú væntanlega búið að tryggja að gerist ekki aftur þar sem lotur hafa verið uppfærðar í iPaddinum og búið að stilla fyrir næsta mót.
Eftir fyrstu 4 loturnar eru spilaðar 3×20 mín lotur og að þeim loknum eru bæði rauðir og grænir chippar teknir út og blindir hafa verið hækkaðir til að auðvelda og flýta spilinu þegar svona langt er komið.
Sjá nánar á uppfærði síðu fyrir Blindralotur.
Lesa meira3 dagar í lokamótið – Reglubreytingar til umræðu í bústaðnum
Í bústaðnum verða tekin fyrir nokkur mál sem þarf að ákveða fyrir næsta tímabil:
Lesa meira
Reglubreyting: Ótakmarkað re-buy fyrsta klukkutímann
Upp kom umræða á föstudaginn að leyfa að kaupa sig inn ótakmarkað fyrsta klukkutímann. Helsta ástæðan er að ef einhver lendir illa fyrir hlé og er búinn að kaupa sig tvisvar inn þá getur hann ekkert gert af hættu við að detta út.
Eins og staðan er í dag er mest hægt að eyða 5þ kalli á kvöldi en með þessu getur sú upphæð hækkað óendanlega. En í ljósi hvernig menn spila orðið þá held ég að það verði ekki vandamál og eru menn að meðaltali að fara með 2.5þ – 3þ á kvöldi.
Þeir sem vilja passa sig geta alltaf tekið sér pásu fram að hléi og keypt sig þá inn ef þeir vilja hafa þak á sjálfum sér og ekki eyða meira en einhver tiltekin upphæð.
Lesa meiraDreifa verðlaunum meira?
Samkvæmt regulunum hjá okkur erum við yfirleitt með 2-3 verðlaunasæti. Það er langt síðan að því var breytt þannig að peningaverðlaunin dreifðust til að reyna að deila meira féi milli manna.
Lesa meira
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…