Boðsmót Bjólfs 2025
Kvöldið byrjaði snemma hjá þeim sem mættu í mat og spjall fyrir spil. Að því loknu settust 32 þátttakendur við fjögur borð og hófu spil á tólfta Boðsmótinu sem haldið er í byrjun árs á Rauða Ljóninu. Í ár fengum við enn betri þjónustu; borðin voru sett upp sérstaklega fyrir okkur, og það þurfti að grafa djúpt til að finna pókerborðin á staðnum… sem hafa hugsanlega ekki verið notuð síðan á síðasta Boðsmóti. 😉
Spilið
Spilinu var síðan ýtt úr vör og gekk það bara ljómandi vel, þó nokkrir smá tæknilegir örðugleikar skutu upp kollinum – handvirkar tilfærslur milli borða urðu stundum að lausninni. Einhverjir glímdu við símanotkunina, á meðan aðrir voru augljóslega hneykslaðir yfir skyndilegri hækkun blindra þegar líða tók á kvöldið. Þrátt fyrir það sátu allir við sama borð (bókstaflega!) og héldu leiknum í sómasamlegum farvegi, með flestum að fylgja siðareglunum – eða næstum því. 😉
Bjólfsmennirnir fengu þó sannkallaða þvottabrettameðferð og hrundu út eins og lauf í haustroki. Þeir voru þó einstaklega rausnarlegir og gáfu öðrum tækifæri til að komast langt í mótinu. Sumir þeirra yfirgáfu borðin með ásapar í hendi – en sú hönd virtist vera sannkölluð bölvun þetta kvöldið fyrir Bjólfsmenn. Menn gátu lítið sett út á spilamennskuna; heilladísirnar voru einfaldlega öðrum hliðhollari.
Úrslit
Yfirlit yfir spilara eftir hversu langt þeir náðu:
- Ari Páll (50þ) – með sinn fyrsta sigur á Boðsmóti og kominn á Boðsmeistaralistann, skemmtilegt að hann sé búinn að landa sigri þ.s. hann hefur mætt ósjaldan.
- Mikkalingurinn (40þ) – hélt uppi heiðri Bjólfs með að vera síðasti meðlimur klúbbins þegar komið var að lokaboðið og leit vel fyrir lokarimmuna en réð ekki við AP þar þrátt fyrir að vera á sínum “heimavelli” og hefur sjálfur unnið oftar en einu sinni á boðsmótunum í gegnum árin.
- Drottningin (26þ) – hefur líka mætt með okkur í mörg ár og skemmtilegt að hún nældi sér í verlaun í ár (jafnvel fyrstu verðlaun ef pistlahöfundur man rétt) og hefur haldið uppi heiðri kvennpeningsins gegnum árin og verður kannski hvatning fyrir aðrar að mæta núna.
- Hrannar (13þ) – fyrsta boðsmótið hjá honum og gerði sér lítið fyrir og skelli sér í verðlaun.
- Snáðinn
- Ísak
- Adam
- Trommuþrællinn
- Nágranninn
- Iðnaðarmaðurinn
- Hr. Huginn
- Massinn
- Spaðinn
- Hobbitinn
- Birdy Boy
- Alex
- Bennsi
- Mikael
- Atli Þór
- Bótarinn
- David
- Guðni
- Jón Hafliða
- Thorhallur
- Kapteininn
- Erlendur
- Timbrið
- Lucky
- Massinn jr.
- Gunni Bóndi
- Jóhannes
- Robocop
Myndir
Hópmyndatakan í ár var tekin innanhúss. Þó við höfum nú oftast hoppað út fyrir, þá tókum við líka innimynd 2023 og gaf það sumum möguleikann á að fara í smá uppstillingu…og láta fara vel um sig 😉
Styrktarsjóðurinn
Í ár söfnuðum við í Minningarsjóð Jennýjar Lilju og enduðu 134.500kr þar með ástarkveðju frá öllum sem studdu <3
Takk fyrir þáttökuna á Boðsmóti Bjólfs 2025 og sjáumst að ári 🙂
“Við erum founding memebers” (Bjólfsmenn á spjalli)
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…