Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Boðsmót Bjólfs 2026 (Bjólfur XVI.5

Það var fámennt en góðmennt þegar Boðsmót 2026 fór fram í gær á Rauða Ljóninu. Sextán spilarar mættu til leiks, settust niður við tvö borð og nutu einstaklega notalegs utanumhalds þetta árið — kannski minna um hávaða, en þeim mun meira um stemningu.

Góður hópur mætti snemma og hóf kvöldið með sameiginlegri máltíð. Þar var gætt sér á veigum og vistum Ljónsins, og eftir góða næringu var borðað upp, stokkar blandaðir og spilakvöldið sett formlega af stað.

Það ríkti róleg en einbeitt stemning þegar fyrstu hendur voru spilaðar — enginn flýtti sér, allir tilbúnir að gefa kvöldinu þann tíma sem það átti skilið…nema Killerinn sem mætti lang síðastur og óð af stað í spilinu. Tvö borð, gott gólk og notaleg staðsetning gerðu það að verkum að kvöldið fór af stað með þeim hætti sem aðeins boðsmót getur boðið upp á.

Og eins og alltaf á Rauða Ljóninu þá fór einstaklega vel um alla og ánægjulegt að eiga þar árlegt mót.

Spilið

Í brottför leikmanna – einn af öðrum frá borði.

Killerinn mætti með stæl – rétt náði að renna inn á síðustu stundu. En í allri þessari óðagotstemningu var hann fljótur að klára skyldustörfin og endaði fyrstur út. Enda var hann augljóslega mættur fyrst og fremst upp á félagsskapinn og ánægulegt að hann náði í hús.

Tveir fimmbogar…hvernig væri lífið þá?

Kapteininn ákvað að fylgja fast á eftir Killernum, stóð upp frá borði snemma og gaf öðrum (og þá sérstaklega gestum 😉 rými til að njóta kvöldsins áfram.

Ekki vera reiður..þú ert að ákveða að vera með

Don Ómar náði ekki að sigla lengra í þetta skiptið og var þriðji maður frá borðinu, kurteislega kvaddur.

Djöfull er Hobbitinn stór 

Iðnaðarmaðurinn reið ekki feitum hesti þetta kvöld og þurfti að játa sig sigraðan sem fjórði maður út.

Ég get ekki kennt sjálfum mér um að vera vitlaus

Hobbitinn hafði fengið sína útreið, frá öðrum og sér, og fylgdi næstur í röðinni frá borði.

Heyrðu ég er lítill…nei…hættiði 

Mikkalingurinn, á heimavelli og náði ekki að fyltja eftir 2. sætinu frá síðasta Boðsmóti (eða landa þriðja sigri á Boðsmóti) og var að þessu sinni sjötti maður út.

Ég hef unnið þetta mót…annað en sumir 

Drottningin mætti sem oft áður, hélt uppi heiðri kvenpeningsins af reisn, en fékk ekki að halda lengra að þessu sinni.

Eru til stórir Hobbitar

Bótarinn barðist vel en varð að játa sig sigraðan og var áttundi maður frá spilinu.

Við mælum hann í bústaðnum 

Ásinn, sem óvænt hafði náð að mæta, reyndist ekki með nóg púður í kvöld og náði ekki lengra.

Ef það væri auðvelt að vera fyllibytta þá væru allir fyllibyttur 

Timbrið hafði rokkað upp og niður um kvöldið, en endaði tíundi maður út eftir sveiflukenndan stafla.

Spilari horfir á annan og segir “Hvar ertu?” (átti við hvar hann sæti)

Trommuþrællinn náði ekki að landa sínum þriðja boðsmótssigri, en sýndi þó betri árangur en í fyrra og fór sáttur frá borði…enda var búið að aðlaga hækkun blindra frá síðasta ári 😉

Verðum að gera metsölubók..verður það smásaga? 

Lucky var farinn að minnka þegar komið var að lokaborði, náði ekki að snúa taflinu sér í vil og tók að lokum búbbluna.

En þú ert aðal splittarinn!


Í verðlaunasætum

Komnir í verðlaunasæti (en Húnninn fékk stand-in fyrir sig til að vera í stíl)

Húnninn endaði allur inn með þrist og ás, en var sleginn út þegar andstæðingurinn hélt á ás og fimmu og fimman féll á borðið. Þrátt fyrir það stóð hann upp með fyrsta verðlaunasætið og glæsilega innkomu.

Enginn lítill…þetta er gott borð

Nágranninn var við það að detta út þegar hann kallaði kónginn á fléttunni og þristinn á fljótinu. Menn fóru að hvísla um að hann væri farinn að lesa spilin sjálf — en hann ákvað að leyfa gestunum að klára lokarimmuna.

En hvað ertu lítill?


Lokarimman

Yfirlit yfir andstæðingana í lokarimmunni (hægt að draga til)

Lokarimman þróaðist í hreina þrautseigju. Spilapeningarnir fóru fram og til baka, forystan skipti stöðugt um hendur og vertinn farinn að hanga yfir borðinu (og meira að segja setur við borðið í ljósmyndatöku sem hármódel fyrir Húninn 😉 og hvetja menn til að klára áður en Ljónshurðirnar lokuðust.

Hörður hélt á öllum spilapeningunum lengst framan af frá byrjun kvölds, en þegar Lokaborðið var komið í gang fóru þeir að fjarlægjast hann…en rokkuðu svo fram og til baka í lokarimmunni…þar er þeir yfirgáfu hann allir og 2. sætið raunin eftir hörku spilamennsku allt kvöldið.

Getur einhver annar en HANN skipt við mig 

Njalli sat með munninn rétt fyrir neðan nefið, stjórnaði tempóinu af yfirvegun og hélt tökum á leiknum allan tímann og sagði mönnum hvernig þetta átti allt að fara fram og endaði á að landa fyrsta Borðsmeistaratitlinum og kominn á lista yfir sigurvegara.

Nei vá, þetta eru ekki góð spil hjá þér…samt talsvert betri en ég er með

Sigurvegarar kvöldsins (saman á mynd 😉

Og þar með lauk kvöldinu — ekki með látum, heldur með þrautseigju, brosum og sögum sem munu lifa næsta boðsmót.

Styrktarsöfnun

Gestir og veriðlaunahafar voru duglegir að styrkja Í Minningarsjóð Jennýjar Lilju og söfnuðust 67.300,- krónur sem renna beint í sjóðinn og ánægjulegt að við getum látið gott af okkur leiða eftir góða kvöldstund <3

Myndir

Skila eftir athugasemd

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…