Bóndinn býður heim á föstudaginn
Það er komið heimboð til Bóndans á næsta föstudag þar sem úrslitin í annari mótaröðinni á tímabilinu munu ráðast. Mikkalingurinn er efstur með 16 stig og Timbrið í öðru sæti með 15 stig. Hobbitinn og Killerinn eru svo saman í þriðja sæti með 12 stig…aðrir koma svo í halarófu á eftir. Hægt að sjá það með að skoða stigatöfluna og raða eftir “Mótaröð 2” (Smellið efst á dálkinn “Mótaröð 2” til að raða eftir honum).
Spurning hvort einhverjar 7-2 skila sér í hús og menn líka minntir á að gera upp bjórinn & árgjaldið (enn eiga 7 eftir að gera upp árgjaldið og fleiri bjórinn), sjá árgjaldið – flipinn Innkoma 2015.
Heilmikil spenna er einnig í Bjólfsmeistarakeppninni og þetta hefur sjaldan verið meira spennandi 😉
P.s. takið þátt í könnuninnin hérna hægra megin ->
Það væri alls ekki leiðinlegt að mæta til þín í kvöld og hitta félagana með spilinn í annarri og ölkönnuna í hinni en svona til að gefa ykkur eitthvað til að smjatta á í kvöld er ég í bænum og eyði því með minni heittelskuðu yfir kvöldverði. Vonandi kemst ég næstu tvö skipti.
🙂
P.S. Ég geri ráð fyrir að þú hafir verið ber að ofan með gula uppþvottahanska í dag að skúra fyrir strákana 😉
Hljómar vel að þú komist…sérstaklega næst svona þar sem það er afmælismótið 😉
Eftir að hafa orðið vitni að þessari hreingernigu hef ég alltaf verið í heilgala að skúra. Ég næ aldrei að toppa þig við skúrinarnar 😉