Bótarinn 1
Átta vaskir Bjólfsmenn mættu til Robocop á síðasta heimamótið á þessu tímabili. Timbrið nýtti það vel að búið er að leyfa ótakmörkuð endurinnkaup fyrsta klukkutímann og var það að skila sér fyrir hann á endanum…
Röð manna sem duttu út:
- Bósi var ekki jafn farsæll og þrátt fyrir góða byrjun þá endaði hann fyrsti maður út.
- Iðnaðarmaðurinn fór næstur út og því ljóst að opið var fyrir aðra að taka forystuna í Bjólfsmeistarakeppninni.
- Heimavöllurinn var ekki að gera sig nógu vel fyrir Robocop sem átti góða spretti en endaði þriðji út.
- Stuttu síðan fór Mikkalingurinn frá borðinu sem hafði byrjað á að taka fyrsta pott kvöldsins sem var nokkuð stór en eftir það hafði lítið gerst og aðeins nokkrar hendur sem hann tók yfir kvöldið.
- Lucky Luke fylgdi fljótlega á eftir þrátt fyrir að hafa sýnt gamla heppnistakta þá dugðu þeir ekki til þegar hann hafði níu par á móti tíu pari hjá Timbrinu.
- Killerinn tók bubble sætið þetta skiptið og var að sjá eftir verðlaunum.
- Bótarinn fór stuttu seinna og því aðeins einn maður sem datt ekki út í kvöld.
- Timbrið tók sigurinn þrátt fyrir að hafa keypt sig oftast inn og verið kominn niður í upphafsupphæð á tímabili eftir að innkaup voru lokuð.
Bjólfsmeistarakeppnin
Spennan er nú í hámarki í Bjólfsmeistarakeppninni og er Bótarinn (47 stig) kominn með eins stigs forystu á Iðnaðarmanninn (46 stig). Mikkalingurinn (44 stig) 3 stigum á eftir efsta manni og Timbrið (43) rétt á eftir. Lucky er síðan með 39 stig og gæti átt möguleika ef menn detta snemma út í bústaðnum en næsti maður þar á eftir Bósi með 29 stig og nánast ómögulegt að það muni duga til að landa efsta sætinu eftir bústaðinn. Þannig að baráttan um meistaratitilinn í ár er ein sú mest spennandi og spurning hvort að það verði nýr meistari krýndur þar sem Bótarinn og Lucky hafa einokað þennan titil.
Hérna er yfirlit yfir þróun stiga:
Bjórmeistarakeppnin
Killerinn náði sér í eitt stig en Iðnaðarmaðurinn er efstur með 6 og með það góða forystu að menn þurfa að raða inn bjórstigum í bústaðnum til að ná honum.
Allaf er hægt að sjá stöðuna á bjórstigum á stigatöflunni og ef að einhver frétt er opnuð á síðunni þá eru upplýsingar um hliðarkeppnir hægra megin.
Síðasta mótaröðin
Bótarinn og Mikkalingurinn eru með forystu með 16 stig og Lucky og Timbrið með 15 stig en það á eftir að breytast mikið í bústaðnum þar sem lítil er á milli manna. Hægt að sjá stöðuna yfir þriðju mótaröðina með að raða niðurstöðun á stigatöflunni eftir “Mótaröð 3” (með því að smella á þá fyrirsögn í töflunni).
Robocop takk fyrir heimboðið, þú færð heiðurinn af því að taka töskuna og dúkinn með í bústaðinn 😉
2 vikur í bústað…nú þarf að skella öllu á fullt í undirbúning!!!
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…