Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bússta’r ’24

Bjólfsbræður við Apavatn í maí 2024

Lokapunturinn á 14. tímabili Bjólfs (Bjólfur 14.9) var um helgina með hinni árlegu bústaðaferð að Apavatni og eins og svo oft áður í brakandi blíðu og eins og ávallt í góðum félagsskap.

Tímabilið hefur gengið aðeins brösuglega vegna veðurs og jarðhræringa sem varð til þess að áætlað var að fella út eitt mót hjá hverjum. En á aðalfundi var ákveðið að öll mót gilda á þessu móti og héðan í frá. Góðar líkur voru því á sigur myndi hafast hjá Bótaranum þrátt fyrir að hafa misst af móti þar sem hann var 6 stigum á undan Spaða Ásnum og Lucky þar einu á eftir (og eini maðurinn sem hefur náð öllum mótum tímabilsins).

Dagskrá ’24

Svakaleg dagskrá var plönuð fyrir bústaðinn og allir yfir sig spenntir að komast…sumir meira en aðrir og fóru aðeins fyrr til að hlaupa af sér hornin og aðrir komu seinna og stoppuðu stutt við.

Pub quiz var hin mesta skemmtun á föstudagskvöldinu og fór Spaða Ásinn þar með stjórnvölin og keyrði leikinn af mikilli ákveðni og myndugkap og hrós skilið ásamt Hobbitanum sem var honum til halds og trausts í undirbúningi og framkvæmd.

Nefndir, hlaup og stórafmæli

Hlauparnir í ár

Upp kom á aðalfundi að virkja ferðanefndina sem hefur ekki komið með neinar handbærar tillögur frá síðasta aðalfundi. Reyndar hefur nefndin verið í gangi mun lengur og var fyrst sett á laggirnar 2018 og byrjaði allt með fyrstu færslunni frá Massanum frá 2013…sem hafði reyndar orð á því að hann vildi bara fara í ferðina sem var á áætlun 2020 og kannski verður hún endurvakin og farin á næstunni?

Bensi átti stórafmæli og var haldið uppá það með afmælissöng(vum), afmælisköku, gjöfum og 10km skemmtiskokki þar sem hlaupahópurinn fór ótroðnar slóðir og prófaði nýjan hlaupahring sem verður héðan í frá hlaupaleiðin þar sem menn geta tekið eins marga (1.8km) hringi og menn vilja og reynum að halda okkur á 7:10 í pace…en spurning hvenær að hlaupahópur Bjólfs hittist utan laugardagsmorgun í bústaðnum?

Fjárfestinganafndin (Bjólfur group?) var rætt…en eins og aðrar nefndir þá er hún enn í nefnd sem hefur ekki skilað inn endanlegum tillögum og er verið að vinna í því 😉

Maturinn

Það var boðið uppá pylsur í pottnum á föstudagskvöldið sem var kærkominn næring fyrir þá sem enn voru í pottnum og alla aðra sem voru orðnir hugnraðir. Á laugardaginn tókst á endanum að kreista safann úr appelsínum og bjóða uppá mímósur með brönsinum. Kvöldverður var svo nautalund (af grillinu með kveðju frá Eika) sem þjónaði sem sviðsljósið fyrir meðlætið.

Ákveðið var (á aðalfundi) að það yrðu breytingar á næst og veglegri maturinn færður yfir á föstudagskvöldið og Gestgjafinn ætlar að taka að sér að sjá um hann. Laugardagurinn verður svo einfaldari máltíð þannig að hægt verður að hafa styttra stopp til að tefja ekki spil langt fram á nótt.

Bjórinn

Lucky gerði upp skuldina sína við fráfarandi Bjórguð og uppskar síðar um kvöldið eina bjórstig kvöldsins og jafnaði þar sem Timbrið í baráttunni um bjórinn og eru þeir því báðir núverandi Bjórguðir og báðir að landa þeim titli í fjórða sinn og oftast allra.

Spilið

Heimsi var fyrstur frá borði eftir að hafa verið algjörlega ólesandi og óútreiknanlegur og til alls líklegur en langaði líka mikið til að komast í pottnum.

“Áhugasamur…en pínu feiminn”

Nágranninn fékk að fara næstur frá borði og þurfti því ekki að bíða lengur eftir spilum og gat farið í pottnum.

Mínir peningar eru bara meira virði en ykkar

Hobbitinn fékk að vera næstur og fylgja mönnum út í pottnum.

Þegar Lucky er orðinn dólgurinn í hópnum þá erum við komnir á nýjar slóðir

Iðnaðarmaðurinn var næsti maður út og gat þá farið að hugsa um annað en pókerinn.

Hann er bara fávita….ég meina það vel 

Lomminn ákvað að fylgja mönnum út í pottnum.

Þetta er bara eins og laxeldi hjá okkur hérna í pottnum…allir saman og komust ekki neitt…svo sleppur einn og allt verður vitlaust 

Bótarinn var sjötti maður út og nú hleyptist smá spenna í leikinn þegar að Spaða Ásinn og Lucky átti möguleika á að slá honum við ef þeir myndu ná langt í kvöld þannig að hann gat spennt sér yfir að fylgjast með hvernig leikar héldu áfram að þróast.

Aldrei í hættu

Mikkalingurinn var kominn með nóg og fór að sinna öðru en pókernum.

Ég væri alveg til í að vera gerandi en ekki þyggjandi 

Spaða Ásinn missti af því að komast á lokaborðið og náði ekki að komast uppfyrir Bótarann í Bjólfsmeistarabaráttunni…endað hafði Robocop tekið góðan skref af honum áður og var hann lítill í sér eftir þá rimmu.

Strinþegiði bara ef þið getið ekki spilað á meðan þið eruð að spjalla 

Hr. Huginn var næstur út, stoppaði stutt á lokaborðinu (og bústaðnum 😉

Gervigreind á ekki sjens í okkur

Robocop var búinn að hugsa nóg um spilið og var næstur frá borði.

Taldirðu þetta…nei þið sjáið um það

(einn sem ætlaði ekki að telja hvað hann átti mikið þegar hann fór all inn)

Lucky endaði allur inn með ásapar en tapaði á fljótinu móti Killernum sem hitti á röðina.

Í gær var ósprúttin gleði…Nei það er ekki rétt…í gær var mikið sprútt

Bensi fékk að vera búbblan í þetta skiptið og missti af verðlaunasæti.

Ég tékka…nei eru komin spil í borð

Massinn var hrikalega stór þegar komið var að hléi og í raun í stór þegar hann stimplaði sig út, en í verðlaunasæti.

Það var eitt ekki rétt í þessari sögu “ég var DREGINN þarna inn”

Pusi gerði góða ferð að norðan og mun hressari undir lok dags og þriðja sætið.

Þú ert búinn að minnkfalda þig

Kapteinninn skiptist á stóru spilapeningunum við Killerinn er þurfti á endanum að játa sig sigraðann.

Ég ætla að standa upp…því borðið er lítið (til að gefa)

Killerinn tók sigurinn og fyrstu Bústaðameistaranafnbótina.

Fyrrverandi formaður hefði aldrei týmt þessu

Sigurvegarar og nýr bústaðameistari

Þrír efstu í bústaðnum ’24

Meistarinn ’24

Bótarinn er Bjólfsmeistarinn 2024 og fyrstur allra til að landa meistaratitli án þess að mæta á öll kvöld tímabilsins. Þetta er nokkuð þrekvirki og þó tvísýnt hafi verið á tímabili um kvöldið þá hafði kappinn engar áhyggjur þegar hann horfði á spilið og þegar það var tryggt að hann var með sigurinn heyrðist “Aldrei í hættu” 🙂

Myndir

Örfáar myndir frá helginni

Frábær helgi að baki…jafnvel besti föstudagur lífs okkar allra? Nú tökum við okkur sumarfrí og hittumast aftur á 15. tímabili Bjólfs eftir sumarið 🙂

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…