Runner runner
Undir lok síðasta árs kom út myndin Runner, runner sem mætti flokka sem pókermynd þar sem sögusviðið snýr að glamúrlífi netpókers.
Það er nú reyndar mest lítið af póker í henni og meira dramaspenna um háar fjárhæðir, svip & pretti.
Aðalsögupersónan er ungur upprennandi nemi sem borgar námið með að vísa mönnum á pókersíður eftir að hafa farið illa út úr bankakreppnunni og misst af góðri vinnu og fullt af peningum. Hann kemst að svikum í netpóker og kemst inní æðsta hring þeirra sem þar stjórna…en ekki er allt sem sýnist.
Enginn stórmynd, en fínasta ræma þegar ekkert annað er í boði…og menn vilja hita smá upp fyrir stóru kvöldin okkar þegar að peningarnir bókstaflega flæða 😉
Dæmigerður Logi
Önnur mótaröðin kláraðist hjá Gestgjafanum í gær. Það var sem áður vel veitt og Gestgjafanafnbótin farin að festast við hann…enda ávallt greifi að sækja heim (þó hann hafi nú ekki staðið sig nógu vel á heimavellinum og verið með yfirlýsingar að heimavöllurinn væri ekki að gera sig lengur…ég held að hann þurfi að fara að blása rykið af “blinginu” 😉
Hver tekur ★ á föstudaginn?
Síðasta mótið í annari mótaröðinni kárast á föstudaginn hjá Gestgjafanum. Killerinn er efstur í 2. mótaröðinni en Bótarinn er er á siglingu og er aðeins einu stigi á eftir ásamt Hobbitanu, Robocop og Pusa…þannig að það verður svakaleg barátta um aðra ★-una á tímabilinu.
Skráningin er hafin og ef menn ætla ekki að fá refsistig er eins gott að skrá sig fyrir miðnætti á fimmtudaginn.
Sjáumst á föstudaginn =)
Lesa meiraFresh Deck Poker
Fyrir þá sem eiga Apple snjallgræjur (iPhone eða iPad, jafnvel iPod touch) þá mæli ég með Fresh Deck Poker sem er fínasta pókerforrit til að grípa í.
Lesa meiraGestgjafar næstu móta
Það vantar gestgjafa fyrir næstu 4 mót fram að bústað:
M2 – þriðja kvöld 31. January – Andri
M3 – fyrsta kvöld 28. February – Gísli
M3 – annað kvöld 21. March – Logi
M3 – þriðja kvöld 11. April – Bósi
Þið sem getið boðið heim endilega commentið og takið frá dagsetningu þannig að við erum klárir með staðsetningar sem fyrst 😉
Lesa meiraMeð Hobbitanum á Hobbitann 2
Þó svo að Hobbitinn hafi verið fjarverandi síðast þá væntum nærveru hans þegar annar hlutinn verður sóttur í kvikmyndahús yfir hátíðirnar. Síðast vorum við þónokkrir sem mættum og nokkrir ungir fylgdarmenn með í för sem væntanlega mæta aftur.
Massinn er kominn tillögur að tímasetningu:
Föstud: 1630 / 1800?
Laugard: 1430?
Sunnud: 1430 / 1630 / 1800?
Þeir sem ætla að mæta látið vita hvað hentar (eða hvað ekki).
Lesa meira
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…