Sérmerktir spilastokkar
Smá tilraun fyrir næsta tímabil að við verðum með sérmerkta spilastokka. Það verða rauðir og gulir til í stíl við litaþemað í síðasta bústað. Tveir eru svo með hvítan ramma, þannig að það er enginn stokkur eins.
Ekki var mikil ánægja með 4 lita stokkana (enda góður hluti af klúbbnum litblindur eða orðinn hálf sjónlaus 😀 ) svo við höfum þessa bara tvílita (svarta og rauða) þannig að menn þurfi ekki að erfiða of mikið við að skilja litina ;D
Lesa meira4 lita spilastokkar
Fjárfest hefur verið í 2 spilastokkum sem eru í 4 litum og verða prufukeyrðir á komandi tímabili. Hér eru nú allir búnir að læra að “litur” er í raun sort en þessi litasamsetning á spilum ætti að vera staðalbúnaður í öllum stokkum til að fyrirbyggja misskling á orðinu “litur” þegar öll spilin eru af sömu sort og óreyndir spilarar telja sig vera í góðum málum með 5 rauð spil =)
Lesa meiraNýr varningur fyrir “afganginn”
Til að tryggja að við ættum góð spil fyrir næstkomandi tímabil nýtti ég ferð hjá bróður mínum frá BNA og verslaði nokkra stokka.
Auk þess fjárfesti ég í gúmmídúk þannig að það er til ennþá léttari lausn á borði 😉
Bókhaldið er uppfært með tilliti til þessa og opið eins og alltaf og hægt að skoða yfirlitið á Árgjaldið og bókhald.
Lesa meiraNýju chipparnir
Við erum komnir með nýja “stóra” chippa. Rauðir kassalaga eru með gildið 50.000 og eru 10 þannig komnir í töskuna.
Lesa meiraNý tölva
Iðnaðarmaðurinn reddaði “nýrri” tölvu fyrir klúbbinn. Eftir smá legu yfir henni (og nokkur blótsyrði) er hún tilbúin og mun sprækari en sú sem er búin að duga okkur síðan að Lomminn “yfirgaf okkur”.
Gamla er búin að reynast okkur “erfið” síðasta árið og nú ættum við að geta spila með klukkuna í gangi án vandamála 😉
Hann er alltaf að hugsa um klúbbinn og mun tölvan verða í varðveislu í töskunni þangað til að hennar er ekki lengur þörf ef við uppfærum einhverntíman aftur 😉
Nýr aukabúnaður í töskunni
Það er kominn nýr aukabúnaður í töskuna. Það kom forlát gjöf til formannsins; karlmannsilmur sem lítur út eins og stafli af spilapeningum. Mun þetta henta mjög vel í neyðartilfellum þegar menn mæta illa lyktandi beint á mót og þurfa að hressa uppá sig.
Lesa meira
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…