Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Lokaboðið “endurbætt”

Birt af þann 16. Aug 2015 Í Borð, Búnaður, Fréttir | Engin ummæli

Borðin okkar tóku vél á því í bústaðnum. Massaborðið var svo útúr drukkið af bjór að það var sett beint í afvötnun og Lokaborðið var svo eftir sig þegar að það kom heim að það datt í sundur.

Lesa meira

Verðlaun fyrir Bjólfsmeistarann

Birt af þann 22. Apr 2015 Í Búnaður, Fréttir | Engin ummæli

Formaðurinn hefur ákveðið að fráfarandi Bjólfsmeistari skuli kaupa verðlaun fyrir verðandi Bjólfsmeistara og er heimilt að fá fjárstyrk fyrir þeim kaupum úr bústaðapottinum að höfðu samráði við Formann.

Þar sem Formaður í ár er “fráfarandi” núverandi Bjólfsmeistari þá hefur hann einhliða vald til þess að ákveða þessa gjöf en er henni þó haldið innan skynsamlegra marka. Kaup á henni hafa verið sammþykkt 😉 og eru “innblásin” af vissu leiti af öðrum íþróttagreinum…nánar um í bústaðnum eftir “nokkra daga” =)

Lesa meira

Bílar í bústaðinn

Birt af þann 20. Apr 2015 Í Búnaður | 3 Ummæli

Það mun þurfa nokkra bíla til að koma okkru í bústaðinn og spurning með að ferja Lommaborðið líka. Iðnaðarmaðurinn getur jafnvel reddað STÓRUM poka til að setja utan um það…en það er búið að vera í öryggri geymslu síðan í síðasta bústað hjá Heimsa í Hveragerði og heldur betur kominn tími á að draga það fram aftur og setjast við það =)

Þeir sem ætlar að vera á bílum látið endilega vita þannig að við hinir getum deilt okkur í bíla með ykkur.

Mig vantar far þar sem eini bíllinn á heimilinu verður að vera til afnota fyrir hina 5 sem ég skil eftir heima.

Lesa meira

“Nýja” handhæga Bjólfsborðið

Birt af þann 22. Feb 2015 Í Blog, Borð, Búnaður | 9 Ummæli

Þar sem ég er orðinn hálf þreyttur á að drösla borðinu mínu út um allt (og Lommaborðið er enn í geymslu hjá Heimsa fyrir næsta bústað 😉 þá ákvað ég að gera eitthvað í þessu…

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…