Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bústaðurinn 2017

Birt af þann 7. Aug 2017 Í Bústaður, Fréttir | Engin ummæli

Það var flottur hópur af Bjólfsmönnum sem hittist í maí í fyrsta skiptið í stóra bústaðnum og óhætt að segja að það er eindregin ósk að héðan í frá verðum við þar (eða amk í einu stóru húsi).

Lesa meira

0 dagar í lokamótið – nokkrir klukkutímar í spil

Birt af þann 13. May 2017 Í Bústaður, Fréttir | Engin ummæli

Skál bræður, þetta hefur verið skemmtilegt tímabil eins og alltaf…eftir nokkra tíma kemur í ljós hver hampar tiltlinum…

Lesa meira

8 dagar í lokamótið – Föstudagsspilið í ár

Birt af þann 5. May 2017 Í Bústaður, Fréttir | Engin ummæli

Við höfum yfirleitt leikið okkur í einhverjum pókerleik á föstudagskvöldinu. Sælla minninga var High-Low (þar sem besta og versta hönd vann hverja hönd) þar sem Massinn féll út á fyrstu hönd með drottningar á hendi og var frekar foj yfir þessu öllu saman sem var hálf óskiljanlegt að halda reiður á enda breyttist allt mjög hratt.

Að þessu sinni munum við spila “Allir eru þúsari” þannig að hver sá sem tekur annan leikmann út fær þúsara (þúsundkall) að launum.

Annað verður svipað og við þekkjum, blindralotur hækka eins og ekkert verið að safna bjórstigum 😉 Allir fá 15þ chippa og þurfa ekki að kaupa sig inn, þetta er hluti af félagsgjöldunum.

Lesa meira

9 dagar í lokamótið – varningurinn í ár

Birt af þann 4. May 2017 Í Bústaður, Fréttir | Engin ummæli

Það er búið að tryggja nýja boli fyrir sjöunda tímabilið. Þó svo að Formaðurinn hafi verið mjög seinn í að komast í undirbúning þá var nægur tími til að redda hönnun og prentun á bolina…þannig að við getum verið allir í stíl þegar við tökum hópmyndatökuna þarnæstu helgi 😉

Ég bind smá vonir við að Spaða Ásinn mæti í bústaðinn þar sem smá varningur sem var keyptur á síðasta ári þyrfti helst að vera afhentur af honum…sjáum hvort það verður ekki örugglega af því =)

Bjólfsmeistarinn mun fá smá-gripi einnig, þannig að eitthvað verður fyrir alla þó svo að aðrar hugmyndir hafi ekki náð í tíma fyrir framleiðslu og verða á bíða til næstu ára.

Lesa meira

10 dagar í endalokin á 2016-2017 tímabilinu

Birt af þann 3. May 2017 Í Bústaður, Fréttir | Engin ummæli

Það er merkilega stutt síðan að 7. tímabilið byrjaði eins og alltaf hjá Iðnaðarmanninum í byrjun september fyrir 8 mánuðum. Nú eru aðeins 10 dagar þar til að við verðum allirflestir samankomnir til að fagna enn einu árinu…og eins og það hafi verið í gær sem við vorum síðast í bústað fyrir ári.

Fljótt að líða
Það er vel við hæfi að rifja upp þá fleygu setningu sem að Iðnaðarmaðurinn lét falla þegar við vorum nýkomnir í bústað eitt árið:
Viti strákar, það versta við að vera komnir í bústaðinn er að fyrr en varir verður helgin búin.
Orð að sönnu, tíminn flýgur og það styttist í mót með hverjum deginum.

Gúmmídúkurinn
Eftir bústaðinn í fyrra verslaði ég gúmmídúk sem hefur heldur betur sannað sig og ætla ég að sjá hvort við verðum okkur ekki út um annan svona og losum okkur við Lokaborðið (sem tekur bara pláss) og jafnvel þá líka Massaborðið 2.0 sem er í góðu yfirlæti hjá Iðanarmanninum.

Fjésbókin
Mætingar hafa verið færðar alfarið yfir á Facebook síðu klúbbsins og er það mikill kostur að menn hafa auðveldan aðgang að því jafnframt því að geta sjálfir stofnað viðburði eins og Robocop sýndi frammá nýlega og kom Formanninum verulega að óvart =)

Daglegar fréttir fram að bústað?
Eins og síðustu ár mun koma ný frétt hér á heimasíðunni á hverjum degi (líklega um hádegisbil), þannig að fylgist með og takið þátt í umræðunni í facebook…sjáumst eftir 9 daga (geri ráð fyrir að allir sem mæti komi uppí bústða á föstudeginum =)

Lesa meira

Timbrið í pott’num

Birt af þann 29. Jun 2016 Í Bústaður, Myndir | Engin ummæli

bjolfur_2016


Bústaðurinn var svo góður í ár að það hefur þurft að taka góðan tíma í að hvíla sig eftir þetta 😉

Föstudagur
Allir sem mættu komu á föstudeginum. Nokkrir voru vant við látnir í ár og skáluðum við fyrir þeim. Um kvöldið var svo tekið High-Low spil þar sem eina reglan var að hæðsta og lægsta hönd vann…það er hægt að segja að þetta hafi verið hin mesta skemmtun þó svo að öllum hafi ekki verið skemmt 😉

IMG_0061

Matur

Síðdegisbrunch var að vanda og aldrei neitt til sparað þegar Bjólfur hittist í bústað.
Nóg var að bíta og brenna og fengum við auglýsingavarning frá Corny og snakk sem hjálpaði “maulurum” mikið og náðum við því að halda sunnudagssamlokunum frá því að verða étnar of snemma…(en auk þess voru þær faldar vel 😉
Aðalrétturinn var fullkominn í alla staði og kokkarnir stóðu sig fullkomlega.

Varningur
Í ár fengu menn að vanda nýjan bol en aðal atriðið var þó merkt bjórglas. Auk þeirra fengu menn skotglös og held ég að allir hafi drukkið sáttir um helgina =)

Spil
Spilað var á 2 borðum og hægt er að sjá “hálfleikstölur” á mynd hérna í albúminu fyrir neðan þar sem að annað borðið var með mun fleiri re-buy og nokkrir sem voru með mun meira af chippum en aðrir.
Ekki voru þó þeir sem náðu alla leið því leikar enduðu þannig að Timbrið tók bústaðameistarann með sigri og Bótarinn, Nágranninn og Mikkalingurinn náðu sér í verðlaun.
Mikkalingurinn tók síðustu stjörnu ársins með sigri í síðustu mótaröðinni.

Bjórmeistarar
Aftur eru það þrír sem eru jafnir í Bjórkeppninni Bótarinn og Timbrið eru annað árið í röð en Lucky kemur aftur inn í staðin fyrir Bósa.
Við munum einfalda uppgjörið þannig að menn geta mætt og gert upp bjórinn sinn (kippuna) og þeir Bjórmeistarar sem eru á staðnum fá hann og sjá sjálfir um að gera upp sín á milli…ég nenni ekki að skrá hver á eftir að gera upp við hvern þegar það eru fleiri en einn 😉

Bjólfsmeistarinn
Lucky fékk enn einn meistaratitilinn og rauðan bol og verða menn (jafnvel aðrir en Bótarinn) að fara að skila góðu tímabili og gera tilkall í meistaratitilinn.

Frábær helgi…smá sumarfrí og síðan hittumst við aftur í september, takk fyrir tímabilið og góða helgi…frábæra helgi, þið eru frábærir strákar…hlakka til að detta í pott’num með ykkur að ári =)

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…