Bústaðurinn 2018
Það var svakalegur hópur bjólfsbræðra sem átti (eins og alltaf) góða helgi saman á lokamótinu í 2017-2018 tímabilinu.
Ekki tókst okkur að vera í stóra húsinu í ár…en þegar plan sett af stað til að reyna að tryggja það næst. Þannig að það var þröngt hjá okkur frá fyrra ári en bara kósý…enda ekki annað hægt þegar menn eru komnir í silkisloppa 😉
Bjólfsmeistarinn 2018
Mikkalingurinn hélt út og er kominn á bragðið eftir að hafa landað titlinum í fyrra og var aldrei að fara að sleppa höndinni af honum, enda mætti hann á öll kvöld og skilaði alltaf sínu.
Bjórmeistarinn 2018
Timbrið er nýr Bjórmeistari og hélt út þessa keppni eftir að hafa halað inn 3 stigum yfir tímabilið…hann á því von á helling af bjór.
Allar frekari upplýsingar: um stigatöfluna og Bjólfsmeistarann 2018.
Myndir
Nokkrar myndir frá Lucky
Bústaðurinn 2017
Það var flottur hópur af Bjólfsmönnum sem hittist í maí í fyrsta skiptið í stóra bústaðnum og óhætt að segja að það er eindregin ósk að héðan í frá verðum við þar (eða amk í einu stóru húsi).
Lesa meira0 dagar í lokamótið – nokkrir klukkutímar í spil
Skál bræður, þetta hefur verið skemmtilegt tímabil eins og alltaf…eftir nokkra tíma kemur í ljós hver hampar tiltlinum…
Lesa meira8 dagar í lokamótið – Föstudagsspilið í ár
Við höfum yfirleitt leikið okkur í einhverjum pókerleik á föstudagskvöldinu. Sælla minninga var High-Low (þar sem besta og versta hönd vann hverja hönd) þar sem Massinn féll út á fyrstu hönd með drottningar á hendi og var frekar foj yfir þessu öllu saman sem var hálf óskiljanlegt að halda reiður á enda breyttist allt mjög hratt.
Að þessu sinni munum við spila “Allir eru þúsari” þannig að hver sá sem tekur annan leikmann út fær þúsara (þúsundkall) að launum.
Annað verður svipað og við þekkjum, blindralotur hækka eins og ekkert verið að safna bjórstigum 😉 Allir fá 15þ chippa og þurfa ekki að kaupa sig inn, þetta er hluti af félagsgjöldunum.
Lesa meira9 dagar í lokamótið – varningurinn í ár
Það er búið að tryggja nýja boli fyrir sjöunda tímabilið. Þó svo að Formaðurinn hafi verið mjög seinn í að komast í undirbúning þá var nægur tími til að redda hönnun og prentun á bolina…þannig að við getum verið allir í stíl þegar við tökum hópmyndatökuna þarnæstu helgi 😉
Ég bind smá vonir við að Spaða Ásinn mæti í bústaðinn þar sem smá varningur sem var keyptur á síðasta ári þyrfti helst að vera afhentur af honum…sjáum hvort það verður ekki örugglega af því =)
Bjólfsmeistarinn mun fá smá-gripi einnig, þannig að eitthvað verður fyrir alla þó svo að aðrar hugmyndir hafi ekki náð í tíma fyrir framleiðslu og verða á bíða til næstu ára.
Lesa meira10 dagar í endalokin á 2016-2017 tímabilinu
Það er merkilega stutt síðan að 7. tímabilið byrjaði eins og alltaf hjá Iðnaðarmanninum í byrjun september fyrir 8 mánuðum. Nú eru aðeins 10 dagar þar til að við verðum allirflestir samankomnir til að fagna enn einu árinu…og eins og það hafi verið í gær sem við vorum síðast í bústað fyrir ári.
Fljótt að líða
Það er vel við hæfi að rifja upp þá fleygu setningu sem að Iðnaðarmaðurinn lét falla þegar við vorum nýkomnir í bústað eitt árið:
Viti strákar, það versta við að vera komnir í bústaðinn er að fyrr en varir verður helgin búin
.
Orð að sönnu, tíminn flýgur og það styttist í mót með hverjum deginum.
Gúmmídúkurinn
Eftir bústaðinn í fyrra verslaði ég gúmmídúk sem hefur heldur betur sannað sig og ætla ég að sjá hvort við verðum okkur ekki út um annan svona og losum okkur við Lokaborðið (sem tekur bara pláss) og jafnvel þá líka Massaborðið 2.0 sem er í góðu yfirlæti hjá Iðanarmanninum.
Fjésbókin
Mætingar hafa verið færðar alfarið yfir á Facebook síðu klúbbsins og er það mikill kostur að menn hafa auðveldan aðgang að því jafnframt því að geta sjálfir stofnað viðburði eins og Robocop sýndi frammá nýlega og kom Formanninum verulega að óvart =)
Daglegar fréttir fram að bústað?
Eins og síðustu ár mun koma ný frétt hér á heimasíðunni á hverjum degi (líklega um hádegisbil), þannig að fylgist með og takið þátt í umræðunni í facebook…sjáumst eftir 9 daga (geri ráð fyrir að allir sem mæti komi uppí bústða á föstudeginum =)
❤️😘