Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjórguðir XV

Birt af þann 10. Aug 2024 Í Fréttir | Engin ummæli

Óðum styttist í fyrsta mót Bjólfs XV og til samræmis við þessa fleygu setningu hérna að ofan frá 2011 er gott að minna á að Bjórguðir þetta tímabilið eru Lucky og Timbrið.

Þeir eru báðir að hampa þessum titli í 4. skiptið og oftast allra. Lucky var síðast í þessu hlutverki 2016 og Timbrið 2018, en sá síðarnefndi átti 3 ár af 4 árunum 2015-2018 líkt og Kapteininn tók sömu rispu 2019-2022…en fjórir hafa unnið tvö ár í röð…en enginn náð að halda þessum titli í þrjú ár samfellt og eitthvað í það gerist 😉

Verður spennandi að sjá hverjir munu verða í Bjórstigakeppninni á komandi tímabili, fyrstu 4 (fjórar) umferðirnar gilda sjöa-tvistur til bjórstigs en split/side pot gefa ekki stig.

Gleymið síðan ekki að færa ykkar fórnir til að halda öllum Bjórguðunum góðum 😉

Lesa meira

Styttist í Bjólf XV

Birt af þann 24. Jul 2024 Í Fréttir | Engin ummæli

Þá eru um sex vikur þar til að 15. starfsár Bjólfs gengur í garð eftir að 14. tímabilinu var slúttað í bústað og hverjir munu mæta einbeyttir til leiks? Það eru oft margir til kallaðir sem eru líklegir til að landa titlinum…en oftar en ekki ná menn ekki að halda einbeytingu og eiga erfitt með standa sig í hverjum mánuði…eða bara mæta…það virðist há mörgum að helga sig einum föstudegi í mánuði í að hittast 😉

Bótarinn tók meistarartitilinn og sýndi að það er hægt að vinna án þess að mæta á öll mót…en spurning hvort það muni duga á komandi tímabili?

Lucky og Timbrið eru nýjir bjórguðir og eins gott að gleyma ekki að vöka bjórguðina svo menn séu í náðinni 😉

Þangað til að upplagt að rifja upp siðareglurnar og síðan hægt að gleyma sér í fleygum setningum til að rifja upp gamlar og góðar setningar sem hafa fengið að fljúga <3

Lesa meira

Bússta’r ’24

Birt af þann 5. May 2024 Í Bústaður, Fréttir | Engin ummæli

Bjólfsbræður við Apavatn í maí 2024

Lokapunturinn á 14. tímabili Bjólfs (Bjólfur 14.9) var um helgina með hinni árlegu bústaðaferð að Apavatni og eins og svo oft áður í brakandi blíðu og eins og ávallt í góðum félagsskap.

Lesa meira

Spurningaleikurinn 2024

Birt af þann 19. Apr 2024 Í Fréttir | Engin ummæli

Þá eru bara 14 dagar í bústaðinn og fyrir þá sem eiga erfitt með að muna hvenær hann er þá er alltaf gott að hafa hvenær er bústaður? opna og fylgjast með klukkunni telja niður 😉

Til að stytta mönnum stundir (á milli þess að menn fletta í gegnum fleygar setningar) þá er komin upp smá spurningaleikur hérna á síðunni þar sem menn geta spreytt sig á Bjólfsþekkingunni sinni og hitað upp fyrir quiz-ið.

Svarið spurningunum og sjáið hvað þið náið hátt: OPNA SPURNINGALEIKINN 2024

Lesa meira

Bjólfur 14.7

Birt af þann 10. Mar 2024 Í Fréttir, Mót | 2 Ummæli

Einstaklega hressir menn sem mættu til Iðnaðarmannsins á föstudaginn í sjöunda kvöldið á fjórtánda tímabilinu.

Lesa meira

Boðsmót Bjólfs 2024

Birt af þann 21. Jan 2024 Í Boðsmót, Fréttir | Engin ummæli

Boðsmótsgestir 2024 (fyrir utan einn?)

Eins og alltaf var einstaklega flottur hópur sem mætti á Rauða Ljónið í hið árlega Boðsmót þar sem Bjólfarar buðu gestum að eiga með sér kvöldstund. Byrjað var á mat og drykk yfir spjalli á meðan fólk var að safnast saman og allir gengur sáttir þaðan til spils.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…