Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nú er biðin á enda eftir að bíða eftir kvöldinu

Skrifað af þann 23. Apr 2025 in Fréttir, video | Engar athugasemdir

Smelltu á myndina til að spila lagið

Loksins! Myndbandið við lagið Ég bíð eftir kvöldinu er komið í hús – og að þessu sinni var það gervigreindin sem tók að sér leikstjórnina (já, hún er farin að stýra líka).

Lesa meira

Frásaga af borðum og örlögum þeirra

Skrifað af þann 13. Apr 2025 in Fréttir | 1 ummæli

Horft með áðdáun á upphaflega borðið okkar

Lommaborð þat, er í upphafi var smíðað af miklum hagleik og næmri hendi, hélt eigi aðeins kyrru fyrir í samkundunni í nokkur ár. Flutt var það í geymslu Heimsa, þar sem það hvíldi um stund og lá í dvala, þar til það var borið til bústaðar, er sumir telja hafa verið um árið 2015. En eigi hlaut það þar langa dvöl, því brátt var það aftur flutt heim í geymslu og síðan skilið eftir í bílskúrnum er Heimsi flutti frá Hveragerði. Þar lauk för þess með því að því var kastað á haugana — og urðu það örlög þess borðs. Margir syrgja nú, því borð þetta þótti snilldarverk og góður gripur, og menn minnast þess með gleði.

En þá var til annarra borða að líta.

Lesa meira

Bjólfur XV.8 – Það er bara einn maður sem getur þetta

Skrifað af þann 5. Apr 2025 in Fréttir | Engar athugasemdir

Áttunda mótið var haldið hjá Spaða Ásnum…líkt og áttunda mótið á síðasta tímabili þegar við hittum á sama stað. Að þessu sinni var tilefnið ekki bara að hittast og spila heldur var líka haldið uppá stórafmæli hjá Spaða Ásnum og mættum við í veislu fyrir mót þar sem Ásinn hafði legið yfir pottunum (gúllassúpa og vegan súpa (með kjúkling 🙂 og ísskápurinn fullur af góðgæti við allra hæfi.

Lesa meira

Nýtt mótsmet – 57 stig

Skrifað af þann 30. Mar 2025 in Fréttir | Engar athugasemdir

Árið 2017 breyttum við stigakerfinu í 20 stiga kerfið, þar sem hámarksstigafjöldi fyrir eina mótaröð (3 kvöld) var settur í 60 stig – með þremur sigrum.

Síðan þá hafa 24 mótaraðir verið spilaðar, og þrisvar sinnum hefur leikmönnum tekist að ná 56 stigum – alltaf í annarri mótaröð tímabilsins, sem virðist af einhverri ástæðu gefa betur en aðrar:

Tímabilið 2020 – 56 stig: Mikkalingurinn

Tímabilið 2022 – 56 stig: Kapteininn

Tímabilið 2023 – 56 stig: Timbrið

En nú hefur þetta met verið slegið í annarri mótaröð XV tímabilsins, þegar Mikkalingurinn halaði inn 57 stigum með þriðja sæti, fyrsta sæti og öðru sæti á þremur kvöldum.

Enn eitt metið hefur fallið – spurningin er nú hvenær, eða hvort, það verður slegið aftur. Munu fleiri met falla þegar fimmtánda tímabilinu lýkur?

Lesa meira

Bjólfur XV.4 – Munnlegt gildir!

Skrifað af þann 7. Dec 2024 in Fréttir | Engar athugasemdir

Bjólfur í desember 2024

Fjórða kvöldið var eins of oft áður tekið hjá Lucky í byrjun desember. “Gestgjafinn” tók Lúxus leigubílinn hjá formanninum eins og margir aðrir og eftir klukkutíma ferðalag náðu þeir rétt í hús…langt á eftir öðrum…en í tíma fyrir mót eftir frábæra útsýnisferð um höfuðborgarsvæðið ;). Svo fyrir algjöra tilviljun drógust þeir sex sem voru saman í bílferðinni saman á borð 😀

Lesa meira

Bjólfur XV.3 – Ævinlega skaltu passa eigið fé

Skrifað af þann 9. Nov 2024 in Fréttir | Engar athugasemdir

Þriðju mótaröðinni var slúttað í útvíkkuðu skrifstofuhúsnæði Massans í gærkvöld. Fór vel um okkur þar sem núna var búið að stækka skrifstofuna…auðvitað allt gert til að rýma okkur betur þegar við mætum eini sinni á ári 😉

Lesa meira