Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nágranninn mætir með látum

Birt af þann 2. Dec 2017 Í Mót | Engin ummæli

Enn og aftur var það Iðnaðarmaðurinn sem reddaði velli og höfðu menn ákveðnar áhyggjur þar sem heimavöllurinn hefur verið að gera sig vel fyrir hann.

Timbrið átti ekki gott kvöld og yfirgaf borðið fyrstur. Hvalurinn ætlaði sér að stoppa heimamanninn en endaði næstur frá borði. Bensi fylgi á eftir og svo Killerinn. Þá kom að því að Iðnaðarmaðurinn varð að yfirgefa spilið eftir að hafa verið safnandi spilapeningum framan af kvöldi…hann var reyndar farinn að tala um að hanga á þeim eins og Hobbitinn en byrjaði á því þegar hann átti svo mikið að það gekk ekki upp 😉
Bóndinn var næstur og tók bubble sætið.
Þó svo að Lucky hafi sýnt gamla heppnistaka og meira að segja svo mikla að undirskrifaður viðurkennir að það hafi verið frekar óþolandi hversu ákveðinn og heppinn hann var þá réð hann ekki við Nágrannann sem landaði sigri í fyrsta kvöldi í annari mótaröðinni.

Bóndinn var með setningu kvöldsins sem var óspart notuð:

Óþarfi að gambla nema til að vinna

…og stundum gleymdu menn þessari góðu reglu og kostaði það menn oftar en ekki sætið við borðið 😉

OPEN mótið er 12. janúar og þá geta menn fengið góða gesti með á mót, að öllu óbreyttu verðum við á ljóninu. Breyting er í ár að OPEN mótið telur sem bæting á öðru móti (eða ef menn misstu af móti) fyrir Bjólfsmeistarakeppnina.

Lesa meira

Iðnaðarmaðurinn tekur fyrstu ★ tímabilsins

Birt af þann 4. Nov 2017 Í Mót | 1 ummæli

11 vaskir Bjólfsmenn mættu til leiks hjá Iðnaðarmanninum í gær og byrjuðu leikar á að gerður var upp bjór og spjallað að vanda þannig að við byrjuðum aðeins seinna en áætlað var…svona eins og alltaf 😉

Lesa meira

Bennsi mætir með látum

Birt af þann 31. Oct 2017 Í Mót | Engin ummæli

Eftir að hafa misst af fyrsta móti kom Bennsi tvíelfdur og rúllaði upp öðru kvöldinu heima hjá Bósa.

Bjór
Fleiri gerðu upp bjórinn og skv. mínu bókahaldi eru ógreiddur þar: Mikkalingurinn, Massinn, Heimsi, Nágranninn, Ásinn, Bósi og Pusi…látið vita ef eitthvað er ekki rétt.

Bjórstig
Bennsi og Massinn náðu sér í stig og eru því jafnir Spaða Ásnum allir með eitt stig.

Þónokkrar skemmtilegar hendur sem komu upp…sjá myndir hérna fyrir neðan.

Lesa meira

Lomminn mætir með látum

Birt af þann 11. Sep 2017 Í Mót | Engin ummæli

Það var fríður hópur sem mætti til Iðnaðarmannsins í fyrsta kvöldið á 2017-2018 tímabilinu. Við skelltum í nýjan hægindastól í tilefni stórafmælis hjá Gestgjafanum og hittumst fyrr og fórum í mat.

Lesa meira

3 dagar í lokamótið – Reglubreytingar til umræðu í bústaðnum

Birt af þann 10. May 2017 Í Fréttir, Reglubreytingartillaga | 1 ummæli

Í bústaðnum verða tekin fyrir nokkur mál sem þarf að ákveða fyrir næsta tímabil:

  • Föst stigagjöf – hefur oft verið rætt hvort eigi að vera föst stig alltaf fyrir fyrsta sætið, óháð því hversu margir mæta.
  • Mótshaldari borgar sig ekki inn – til að hvetja menn til að halda mót.
  • Bjórgjaldið inní ársgjaldið – þannig að ekki þurfi að rukka það sérstaklega (c.a. kostnaður uppá ca 20þ)
  • OPEN mótið telur sem aukamót – þannig að aðeins 9 mót telja til Bjólfsmeistara en OPEN mótið getur komið í staðin fyrir lægstu stig og híft menn upp.
  • Annað?
    Lesa meira
  • Bótarinn 1

    Birt af þann 30. Apr 2017 Í Mót | Engin ummæli

    Átta vaskir Bjólfsmenn mættu til Robocop á síðasta heimamótið á þessu tímabili. Timbrið nýtti það vel að búið er að leyfa ótakmörkuð endurinnkaup fyrsta klukkutímann og var það að skila sér fyrir hann á endanum…

    Röð manna sem duttu út:

    • Bósi var ekki jafn farsæll og þrátt fyrir góða byrjun þá endaði hann fyrsti maður út.
    • Iðnaðarmaðurinn fór næstur út og því ljóst að opið var fyrir aðra að taka forystuna í Bjólfsmeistarakeppninni.
    • Heimavöllurinn var ekki að gera sig nógu vel fyrir Robocop sem átti góða spretti en endaði þriðji út.
    • Stuttu síðan fór Mikkalingurinn frá borðinu sem hafði byrjað á að taka fyrsta pott kvöldsins sem var nokkuð stór en eftir það hafði lítið gerst og aðeins nokkrar hendur sem hann tók yfir kvöldið.
    • Lucky Luke fylgdi fljótlega á eftir þrátt fyrir að hafa sýnt gamla heppnistakta þá dugðu þeir ekki til þegar hann hafði níu par á móti tíu pari hjá Timbrinu.
    • Killerinn tók bubble sætið þetta skiptið og var að sjá eftir verðlaunum.
    • Bótarinn fór stuttu seinna og því aðeins einn maður sem datt ekki út í kvöld.
    • Timbrið tók sigurinn þrátt fyrir að hafa keypt sig oftast inn og verið kominn niður í upphafsupphæð á tímabili eftir að innkaup voru lokuð.

    Bjólfsmeistarakeppnin

    Spennan er nú í hámarki í Bjólfsmeistarakeppninni og er Bótarinn (47 stig) kominn með eins stigs forystu á Iðnaðarmanninn (46 stig). Mikkalingurinn (44 stig) 3 stigum á eftir efsta manni og Timbrið (43) rétt á eftir. Lucky er síðan með 39 stig og gæti átt möguleika ef menn detta snemma út í bústaðnum en næsti maður þar á eftir Bósi með 29 stig og nánast ómögulegt að það muni duga til að landa efsta sætinu eftir bústaðinn. Þannig að baráttan um meistaratitilinn í ár er ein sú mest spennandi og spurning hvort að það verði nýr meistari krýndur þar sem Bótarinn og Lucky hafa einokað þennan titil.

    Hérna er yfirlit yfir þróun stiga:

    Bjórmeistarakeppnin

    Killerinn náði sér í eitt stig en Iðnaðarmaðurinn er efstur með 6 og með það góða forystu að menn þurfa að raða inn bjórstigum í bústaðnum til að ná honum.
    Allaf er hægt að sjá stöðuna á bjórstigum á stigatöflunni og ef að einhver frétt er opnuð á síðunni þá eru upplýsingar um hliðarkeppnir hægra megin.

    Síðasta mótaröðin

    Bótarinn og Mikkalingurinn eru með forystu með 16 stig og Lucky og Timbrið með 15 stig en það á eftir að breytast mikið í bústaðnum þar sem lítil er á milli manna. Hægt að sjá stöðuna yfir þriðju mótaröðina með að raða niðurstöðun á stigatöflunni eftir “Mótaröð 3” (með því að smella á þá fyrirsögn í töflunni).

    Robocop takk fyrir heimboðið, þú færð heiðurinn af því að taka töskuna og dúkinn með í bústaðinn 😉

    2 vikur í bústað…nú þarf að skella öllu á fullt í undirbúning!!!

    Lesa meira
    1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…