Bósi mætir með látum
10 Bjólfsmenn mættu til Lucky í gærkvöld og áttu góða stund saman á meðan rigning og rok léku um landið.
Lesa meiraMikkalingurinn mætir með látum
Það var föngulegur hópur sem mætti til Lucky á föstudaginn og tóku annað kvöldið í annari mótaröðinni þar sem boðið var uppá 2 bjóra á krana: Rummungur og Litli Bjólfur sem báðir féllu vel í kramið hjá mönnum.
Mikkalingurinn var á siglingu og tók bjórstig og sigur á kvöldinu en Iðnaðarmaðurinn var í öðru sæti og heldur því enn 6 stiga forystu í Meistarakeppninni sem er nú meira en hálfnuð.
Ath. að ekki er búið að telja inn stig vegna Bjólfur OPEN til hækkunar, það verður jafnvel bara gert í bústaðnum til að auka á spennuna 😉
Mikkalingurinn er þá kominn með 2 bjórstig en nokkrir eru með eitt og er hann fyrstur þar.
Kepnnin í annari mótarðinni er æsispennandi þar sem Gummi nágranni er með 2ja stiga forystu á Iðnaðarmanninn og Lucky einu stigi þar á eftir og Mikkalingurinn einu stigi á eftir honum…þannig að næsta mót sem er síðasta kvöldið í þeirri mótaröð mun skera úr um hver tekur næstu stjörnu.
Mikkalingurinn hefur fengið sér nýjan bíl til að koma pókerborðinu fyrir…það er verið að skoða magnafslátt á Ford Focus station fyrir klúbbinn
Örfáar myndir:



Bjólfur OPEN 2018
Þá er komið að því að halda árlega OPEN mótið þar sem Bjólfsmenn bjóða vinum og vandamönnum.
Helst reglur má finna undir almennar reglur og alltaf gott að lesa yfir siðareglur Bjólfs 😉
Heltu atriði:
Lesa meira
Nágranninn mætir með látum
Enn og aftur var það Iðnaðarmaðurinn sem reddaði velli og höfðu menn ákveðnar áhyggjur þar sem heimavöllurinn hefur verið að gera sig vel fyrir hann.
Timbrið átti ekki gott kvöld og yfirgaf borðið fyrstur. Hvalurinn ætlaði sér að stoppa heimamanninn en endaði næstur frá borði. Bensi fylgi á eftir og svo Killerinn. Þá kom að því að Iðnaðarmaðurinn varð að yfirgefa spilið eftir að hafa verið safnandi spilapeningum framan af kvöldi…hann var reyndar farinn að tala um að hanga á þeim eins og Hobbitinn en byrjaði á því þegar hann átti svo mikið að það gekk ekki upp 😉
Bóndinn var næstur og tók bubble sætið.
Þó svo að Lucky hafi sýnt gamla heppnistaka og meira að segja svo mikla að undirskrifaður viðurkennir að það hafi verið frekar óþolandi hversu ákveðinn og heppinn hann var þá réð hann ekki við Nágrannann sem landaði sigri í fyrsta kvöldi í annari mótaröðinni.
Bóndinn var með setningu kvöldsins sem var óspart notuð:
Óþarfi að gambla nema til að vinna
…og stundum gleymdu menn þessari góðu reglu og kostaði það menn oftar en ekki sætið við borðið 😉
OPEN mótið er 12. janúar og þá geta menn fengið góða gesti með á mót, að öllu óbreyttu verðum við á ljóninu. Breyting er í ár að OPEN mótið telur sem bæting á öðru móti (eða ef menn misstu af móti) fyrir Bjólfsmeistarakeppnina.
Lesa meiraIðnaðarmaðurinn tekur fyrstu ★ tímabilsins
11 vaskir Bjólfsmenn mættu til leiks hjá Iðnaðarmanninum í gær og byrjuðu leikar á að gerður var upp bjór og spjallað að vanda þannig að við byrjuðum aðeins seinna en áætlað var…svona eins og alltaf 😉
Lesa meiraBennsi mætir með látum
Eftir að hafa misst af fyrsta móti kom Bennsi tvíelfdur og rúllaði upp öðru kvöldinu heima hjá Bósa.
Bjór
Fleiri gerðu upp bjórinn og skv. mínu bókahaldi eru ógreiddur þar: Mikkalingurinn, Massinn, Heimsi, Nágranninn, Ásinn, Bósi og Pusi…látið vita ef eitthvað er ekki rétt.
Bjórstig
Bennsi og Massinn náðu sér í stig og eru því jafnir Spaða Ásnum allir með eitt stig.
Þónokkrar skemmtilegar hendur sem komu upp…sjá myndir hérna fyrir neðan.
https://t.me/Official_1xbet_1xbet/s/206