Úrslit úr Bjólfur OPEN 2014
18 spilarar settur niður á tvö full borð á Ljóninu í kvöld…byrjuðum aðeins seinna en áætlað var þar sem chipparnir voru seinir fyrir 😉
8 Bjólfsmenn á móti 10 gestum og ekki byrjaði vel þegar Ásinn & Logi voru fyrstir út. Einhverjir kættust nú yfir því að ég væri dottinn út og hófst þá mikil barátta að ná sem lengst á stigatöflunni en mótið telur til Bjólfsmeistarans 2014.
Bjólfur OPEN föstudaginn 3. janúar 2014
Árlega opna mótið verður fyrsta föstudag á komandi ári. Bjólfsmenn hafa leyfi til að að bjóða gestum og endilega grípið góða félaga með og eigum saman góða kvöldstund.
1500 kr. buy-in gefur 15.000 chippa.
Hægt er að kaupa sig aukalega tvisvar inn (re-buy) fyrsta klukkutímann, 1000 kr. sem gefa 15.000 chippa.
Eftir fyrsta klukkutímann má kaupa 5000 chippa á 500 kall ef spilari er undir 10.000 chippum. Einnig má fylla uppí 15.000 chippa fyrir 1000 kr (svona ef einhver “lendir í því” að verða mjög lítill í hléinu 😉
Hittumst um 19:00 í mat & drykk á Rauða Ljóninu og byrjum að spila 20:30, skráningin er opin.
Það verður gaman að sjá hvort að Bjólfsmenn standa undir nafni í ár…en oftar en ekki höfum við verið mjög góðir við gestina og hafa þeir oftar en ekki farið sem sigur frá þessum mótum 😉
Lesa meiraNýr regla: Hver byrjar sem dealer á móti
Lominn er búinn að melda sig á annað kvöldið í næstu mótaröð, 29. nóvember. Auk þess kom hann með frábæra athugasemd í skráningunni að fyrsti maður sem að skráir sig á mót er dealer…mér finnst þetta fín hugmynd og ég styð hana…hún er hér með samþykkt með öllu(m) geiddu(m) atkvæði(um) 😉
Lesa meiraBótarinn strikes again
Bósi bauð heim í annað kvöld í fyrstu mótaröðinni á tímabilinu og 9 félagar sem settur niður við borðið.
Þar á meðal var Gummi Magg (aka Ásinn) mættur aftur eftir ársleyfi í pókerbúðum í Eyjum. Hann fékk könnuna sína sem er búin að vera í geymslu á meðan og gat loksins klætt sit upp í 2011 bolinn og mætt á mót með okkur. Gaman að fá hann aftur og það er nokkuð víst að “ásinn er alltaf góður” … sérstaklega spaðaásinn 😉
Bjór
Fleiri gerðu upp bjórskuldirnar og verð ég nú að viðurkenna að það er ekkert leiðinlegt að fá bjór í hvert skipti sem maður mætir 😉
Spilið byrjað
Eins og sjá má af myndinni var vel dimmt yfir okkur á Bósastöðum en það má einnig sjá á myndinni að Rafvirkinn er mjög hugsi yfir þessu og Bósi þarf klárlega að kalla hann út til að taka rafmagnið í gegn…sem virtist vera að stríða eitthvað ljósum & símum 😉
Ekki var mikið um endurinnkaup en hins vegar var mikið um það að sami maðurinn var að safna chippum. Robocop var að hitta mjög vel framan að og þegar kom að hléi var hann um þrefallt stærri en næsti maður. Með um 90þ chippa, næsti maður 30þ og síðan voru menn 20þ og niður í um 10þ. Þannig að það leit allt vel út fyrir hann á þeim tímapunkti.
Sjöa-tvistur
Bjórhendur sáust ekki oft. Ef ég man rétt gaf einhver þá hönd upp þegar hækkað var á móti. En 72 dúkkaði þó upp þegar að Timbrið sýndi 72 þegar að floppið hafði verið J♠J♦8♥ og Ásinn & Pusi voru báðir inná móti. K♣ á river & 9♠ voru ekki að gera neitt fyrir Timbrið sem reyndi að representa gosana en var séður af Ásnum með 8♣9♣ en Pusi sýndi 8♦Á♦ þannig að Gummi tók þá hönd með níuparinu og engir bjórstig skiluðu sér í hús. En Gummi var kampakátur enda búinn að taka nokkrar hendur með spaðaásnum líka 😉
Spilurum fækkaði
Einn af öðrum duttu menn út en engum tókst að ná þúsaranum af Bótaranum. Hann fór all-in með 14þ chippa og ég sá hann með um 12þ með kóng og lágspil á hendi á móti Ás og lágspili hjá Bótarnaum. 2 kóngar í borð gáfu mér sett en Bótarinn hitti á tvö spilin sem hann vantaði fyrir röðina og tók mig út…eftir það virtist sem að spilin færðust frá Robocop yfir á Bótarann sem hitti…litir, sett og jafnvel fleira sem hann þurfti ekki að sýna.
Endaleikurinn
Þegar hér var komið sögu var Bótarinn í vænlegri stöðu, Robocop átti eithvað enn eftir og Timbrið var þokkalega statt. En leikar héldu áfram sem áður og menn áttu lítið í Eika sem tók Timbrið út á húsi (minnir mig) og síðan var síðasta spilið dæmigert þar sem Gunni var allur inni með 10♠10♦ á móti 5♣9♣ hjá Eika og í boðið kom 6♣7♠8♥ sem gaf Bótaranum röðina og annan sigurinn sem og þúsarann fyrir kvöldið.
Eiki er því í vænlegri stöðu eftir fyrstu tvö kvöldin og tvo sigra, það er klárt að hann ætlar að vera í toppbaráttunni í ár eftir að hafa ekki náð að halda í við gott gengi þarsíðasta ár.
Gott kvöld að vanda 😉
Síðan var setið fram eftir nóttu og rætt um ýmsa góða menn og góð málefni. Pólitík bar jafnvel á góma og liggur við að það þurfi að setja reglu að ræða ekki hana á svona kvöldum þar sem það endar bara með ofhitnun hjá einhverjum á endanum 😉
Lesa meiraMót hjá Bósa á föstudaginn
Næsta mót er á föstudaginn hjá Bósa að Hlaðbrekku 21 í Kópavogi eins og einhverjir ættu að muna frá því fyrr í ár þegar við settumst niður hjá honum…byrjum kl. 20:30 ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því.
Lesa meiraBjólfsmeistar byrja tímabilið vel
Tímabilið hófst á föstudaginn með fyrsta kvöldi í fyrsta móti á árlegu afmælismóti hjá Iðnaðarmanninum. Það er hugsað vel um gestina hjá Heitasta Gestgjafanum og hann passaði vel uppá félaga meðal annars með dýrindis humarsúpu í hléi…gott að byrja tímabilið með að setja góðan standard 😉
Lesa meira
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…