Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Tímabilið 2012-2013

Birt af þann 11. Jul 2012 Í Blog, Mót | 18 Ummæli

Mótafyrirkomulagið verður sem áður: 3 mótaraðir sem hvert fyrir sig gefur stjörnu (★). Fyrstu tvær mótaraðirnar eru 3 mót/föstudagskvöld en síðasta mótaröðin einu kvöldi lengra þegar tímabilinu verður slúttað í bústað. Einnig er keppst um Bjólfsmeistarann (♣) 2013 sem er samanlögð stig í öllu tímabilinu…svo ekki sé nú gleymt 7-2 keppninni þar sem menn safna prikum og fá ríkulega borgað í bjór fyrir að sigra á bjórhöndina.…nánar um mótafyrirkomulagið.

Dagsetningar eru komnar hér á síðuna þannig að allir geta tekið þessa daga frá.

Enn er þó ekki alveg ákveðið með dagsetningu á lokakvöldið og bið ég menn að kjósa hér í skoðunakönunni til hægri.

Við byrjum 2012-2013 tímabilið föstudaginn 7. september og þá er stefnan að byrja daginn snemma og hittast yfir mat og gera jafnvel eitthvað fleira af okkur áður en við setjum yfir spilin.

Lesa meira

Tillögur að breytingum

Birt af þann 24. May 2012 Í Blog, Mót | 3 Ummæli

Formaðurinn hefur aðeins verið að leika sér með breytingar.

Á sínum tíma var aðaltilgangurinn með skráningareglunum að gestgjafi hverju sinni vissi hvað mætti búast við mörgum og hvort nægileg mæting næðist. Það hefur verið góður stöðuleiki í mætingu í vetur og því verður aðeins slakað á refsistigum vegna skráninga.

Lesa meira

Tímabilslok :-( bústaður 2011 )

Birt af þann 14. May 2012 Í Bústaður, Mót | 2 Ummæli

Þá er pókerárinu 2011-2012 lokið með vel heppnaðri og geysiskemmtilegri bústaðarferð. Því miður vantaði einn meðlim í ferðina þar sem Gummi Magg sá sér ekki fært um að koma og kannski þess vegna var drykkjan hófleg “að meðaltali” þetta árið en menn gerðu þeim mun betur við sig í mat þar sem laugardagurinn var ein stór matar- og pókerveisla. Á meðan Iðnaðarmaðurinn eða “Iðni”, Heimir og Massinn sáu um matseldina sagði Bósi sögur frá fyrri tíð og hélt stuði í mannskapnum og það er ánægulegt að segja frá að menn eru strax farnir að plana næstu bústaðaferð en Bósi ætlar að útvega bústað að ári.

Lesa meira

Stóra bústaðamótið

Birt af þann 7. May 2012 Í Bústaður, Mót | 8 Ummæli

Það hafa komið upp vangaveltur vegna mótsins í bústaðnum en eins og allir vita er það töluvert lengra en venjulega og því væri fúlt að detta út snemma og horfa á hina spila í 5 tíma. Ég tel að við ættum að leyfa re-buy í þessu móti og í fyrra leyfðum við 2 re-buy þar sem spilað er í 90 mínútur fram að hléi. Það er ekki inni í myndinni að hafa buy in 3.000 kr. og tvö re-buy sem gerðu spilurum kleift að kaupa sig inn fyrir 9.000kr.

Tillaga formans er þessi:

  • Mótið byrjar kl. 1600 á laugd.
  • Buy in 2.000 kr.
  • Tvö re-buy fram að hléi (2.000 kr. hvort).

Með þessu móti geta menn spilað fyrir 2-6 þúsund sem ætti að vera við hæfi allra og nóg peningur eftir fyrir bjórnum 🙂

Lotur

Lesa meira

Aðalfundur

Birt af þann 3. May 2012 Í Blog, Mót | 3 Ummæli

Nú líður senn að lokamóti ársins og að vanda verður útkljáð um allar keppnir og hliðarkeppnir í bústað úti á landi. Þá er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og skoða hvað var vel gert og hvað má betur gera hvað varðar mótafyrirkomulagið. Ég held að meðlimir séu að mestu sáttir með flesta þætti en þessa þætti tel ég þó að við ættum að skoða nánar:

  1. Innkaupsupphæð.
  2. Á að leyfa rebuy og add on aftur?
  3. Refsistig

Skoða mótafyrirkomulag og reglur yfir refsistig.

Lesa meira

Ljónsmót

Birt af þann 28. Apr 2012 Í Mót, Myndir | 2 Ummæli

Með Massann í casino í Berlín var enginn til að bjóða sig fram til að halda mótið og var því haldið á Rauða ljónið. Þó svo að skúrinn hjá Gísla sé alltaf góður er alltaf stemning að mæta á Ljónið í flotta aðstöðu en það hefur auðvitað svolítil áhrif á budduna að þurfa að versla á barnum og ekki sama umhyggja og gestrisni og þegar meðlimir eru sóttir heim (það má t.d. ekki vænta þess að breytt sé yfir þá sem komast ekki heim).

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…