Bjólfur Open 2013
Föstudaginn 4. janúar 2013 verður næsta mót hjá okkur og að þessu sinni er það BJÓLFUR OPEN 2013 þannig að menn hafa leyfi til að bjóða gestum.
Lesa meiraHúsnæði reddað
Ég er búinn að bóka
Rauða Ljónið
fyrir okkur á morgun kl. 20:00. Ég held að það sé fínt að miða við að mótið byrji 20:30 og þeir sem vilja fá sé að borða á undan gera það.
Hvar er taskan og hver kemur með hana?
Lesa meiraAukamót
Um síðustu helgi leið mér eins leikmanni í fótboltaliði sem er meiddur eða í banni og þarf að sitja uppi í stúku og fylgjast með félögum sínum spila. Því er ég búinn að kaupa flugmiða til að koma að hitta ykkur og grípa í spil. Þar sem frænka Binnu er að leigja íbúðina okkar kann ég ekki við að reka hana út til að bjóða ykkur heim 😉 En ég óska hér með eftir aukamóti næstkomandi föstudag (21.sept).
Lesa meiraTímabilið 2012-2013
Mótafyrirkomulagið verður sem áður: 3 mótaraðir sem hvert fyrir sig gefur stjörnu (★). Fyrstu tvær mótaraðirnar eru 3 mót/föstudagskvöld en síðasta mótaröðin einu kvöldi lengra þegar tímabilinu verður slúttað í bústað. Einnig er keppst um Bjólfsmeistarann (♣) 2013 sem er samanlögð stig í öllu tímabilinu…svo ekki sé nú gleymt 7-2 keppninni þar sem menn safna prikum og fá ríkulega borgað í bjór fyrir að sigra á bjórhöndina.…nánar um mótafyrirkomulagið.
Dagsetningar eru komnar hér á síðuna þannig að allir geta tekið þessa daga frá.
Enn er þó ekki alveg ákveðið með dagsetningu á lokakvöldið og bið ég menn að kjósa hér í skoðunakönunni til hægri.
Við byrjum 2012-2013 tímabilið föstudaginn 7. september og þá er stefnan að byrja daginn snemma og hittast yfir mat og gera jafnvel eitthvað fleira af okkur áður en við setjum yfir spilin.
Lesa meiraTillögur að breytingum
Formaðurinn hefur aðeins verið að leika sér með breytingar.
Á sínum tíma var aðaltilgangurinn með skráningareglunum að gestgjafi hverju sinni vissi hvað mætti búast við mörgum og hvort nægileg mæting næðist. Það hefur verið góður stöðuleiki í mætingu í vetur og því verður aðeins slakað á refsistigum vegna skráninga.
Lesa meiraTímabilslok :-( bústaður 2011 )
Þá er pókerárinu 2011-2012 lokið með vel heppnaðri og geysiskemmtilegri bústaðarferð. Því miður vantaði einn meðlim í ferðina þar sem Gummi Magg sá sér ekki fært um að koma og kannski þess vegna var drykkjan hófleg “að meðaltali” þetta árið en menn gerðu þeim mun betur við sig í mat þar sem laugardagurinn var ein stór matar- og pókerveisla. Á meðan Iðnaðarmaðurinn eða “Iðni”, Heimir og Massinn sáu um matseldina sagði Bósi sögur frá fyrri tíð og hélt stuði í mannskapnum og það er ánægulegt að segja frá að menn eru strax farnir að plana næstu bústaðaferð en Bósi ætlar að útvega bústað að ári.
Lesa meira
Can you be more specific about the content of your article? After reading it, I still have some doubts. Hope…