Fimmti í Bjólfi
Til að bregðast við öllu þessu ómírkóni þá sleppum við OPEN í upphafi árs (eins og hefur verið venjan síðustu 10+ árin) og tökum rafmót í staðin. Sjáum síðan hvort við náum ekki að halda OPEN mótið á afmælisdaginn 4. mars 🙂
En það voru 11 bræður sem mættu til leiks…9 þeirra sem létu sjá sig á spjallið og auðvitað voru þeir sem voru ekki í spjallinu bara í ruglinu 😉
Bjór
- Bjórstig hjá Kapteininum þegar hann mældi sér í góðan sigur með húsi 2-2-10-10 í borði og jafnar þar með Lucky með 4 stig á toppnum í bjórstigakepnninni
- Vafaatriði þegar 7-2 tekur hliðarpott…??? (ákveðið að hliðarpottar telja ekki)
- Nágranninn nældi sér í bjórstig og þá kominn með eitt
- Bennsi náði sér bjórstig og þá kominn með eitt
Fleygar setningar kvöldsins
- “Djöfull er langt síðan ég hef spilað póker”
- “…ertu til í að taka þvottaklemmuna af þér…það heyrist svo illa í þér”
- “Þegar að Lucky kemur og hoppar ofan í pottinn og öskar “COVID TEST” 😀
- “Það er hart skotið í kvöld”…”Já, það er enginn Iðnaðarmaður”
- “Var það svo Hobbitinn sem tók mig út?”…”ohhh…ég féll á eigin bragði” (Hr. Huginn þegar hann var búinn að vera að hanga á engu eins og Hobbitinn er þekktur fyrir)
- “Takk fyrir kvöldið strákar”…”Bósi segir bæ líka”
- Hvað er að frétta úr vinnunni? “…bara reykspóla og hlusta eftir símanum”
- “Það er best að fá röð í röð”
- “Það er bara allt of mikið af röðum í þessu forriti” (Lomminn þegar hann tók bubble sætið og Mikkalingurinn var með röð á móti honum)
- “Ég var að bíða eftir röðinni…”…”ég var að bíða eftir Ný Dönsk”
- “Ég held að ég sé bara mesti músíkkallinn af okkur öllum” (Mikkalingurinn þegar var verið að giska á gítarspilið)
- “Bósi hjálpaðu mér…koma svo Bósi…”
- “Ég var að biðja til Bósa….það þarf yfirleitt eitt til tvö spil…”
- “Það er nú orðið slæmt ef Bósi getur ekki einu sinni hjálpað”
- “Þú bara hvarfst…ég hélt þú hefðir orðið batterýslaus” (Kapteinninn þegar Mikkalingurinn hvarft í lokarimmunni og var farinn að tapa nokkrar hendur í röð)
- “Maður bara vinnur og vinnur og vinnur….og sonur Palla Gústa bara tapar og tapar!”
- “Ef þú ert með lit þá máttu vinna þetta…því ég er með röð” (lokaspilið þegar Mikkalingurinn var með röð…en tapaði á móti hærri röð)
“Maður bara vinnur og vinnur og vinnur….og sonur Palla Gústa bara tapar og tapar!”
“Ég var að bíða eftir röðinni…”…”ég var að bíða eftir Ný Dönsk”
“Var það svo Hobbitinn sem tók mig út?”…”ohhh…ég féll á eigin bragði” (Hr. Huginn þegar hann var búinn að vera að hanga á engu eins og Hobbitinn er þekktur fyrir)
“Það er hart skotið í kvöld”…”Já, það er enginn Iðnaðarmaður”
Spilið
- Bótarinn yfirgaf svæðið fyrstur…náði rétt yfir klukkutímann…líklega lélegt netsamband í bústaðnum
- Bóndinn datt út fyrir Mikkalingnum og þá vorum við komnnir á lokaborð
- Hr. Huginn var næstur…tíupar hjá Hobbitanum tók hann út
- Robocop lenti næstur út í baráttu á milli formanna
- Nágranninn var næstu út…AJ og AJ í borði en 6 líka í borði og 66 hjá Kapteininum sem tók hann út
- Hobbitinn næstur út í næsta spili…
- Bennsi næstur út…444-22 í borði…Mikkalingurinn var með 45 og fjóra eins…þvílík hönd…þvílíka höndin!
- Staðan núna að Mikkalingurinn er 13þ, Kapteininn 11þ , Lucky 2.5þ, Lommin 2… L & L eru báðir all in og skipta með sér pottinum…staðan breytist ekkert…
- Lomminn næstur út…þrátt fyrir að hafa oft vakið athygli á því að hann væri efsti maður þá náði hann ekki lengra en bubble sætið í kvöld
- Mikkalingurinn með 15þ, Kapteinninn 10.5 og Lucky 2.5….á brattann að sækja hjá L
- Lucky næstur út…var með tvö pör á móti Kapteininum sem hititi á hærri tvö pör með river og sendi Lucky heim
- Kapteinninn er núna kominn í 15.5 á móti 12.5…svakalega spenna þegar 2 eru enn að spila og 2 aðrir enn að horfa…
- Klukkan nálgast miðnætti og Mikkalingurinn er nú 17.5 móti 10.5 hjá Kapteininum…
- Staðan heldur áfram að færast í vil fyrir Mikkalinginn…21 vs. 8
- Það er verið að spila uppá 1 stig…og 4þ kall…munurinn á milli fyrsta og annars sætis…rætt að það þyrfti að vera fleiri stig fyrir fyrsta sætið (eins og í formúlunni)…en gæti verið erfið sala með Formanninn í forystunni og aldrei landað sigri á tímabilinu 🙂
- Miðnætti…staðan hefur snúist…Mikkalingurinn er nú 11þ móti 17þ hjá Kapteininum…
- 5m seinna…staðan er hnífjöfn…13.8 vs. 13.8
- 00:15 og staðan er 4 vs 24
- …eitthvað virðist hafa týnst af þessum pósti…en Kapteininn tók þetta eftir svakalega baráttu
Nú er bara að halda í sér andanum og vonast til að geta hist aftur sem fyrst…en jafnvel spurning um að vera undirbúnir undir fleiri rafmót og gott að Lomminn er með yfirumsjón yfir þeim og búinn að læra hvernig hann getur hent meðlimum út úr rafræna klúbbnum þ.s. margir eru með margar skráningar þar 😉…4 vikur í næsta mót…Hr. Hugrinn er búinn að bjóða heim…
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…