Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Fyrsta heimamótið hjá Hr. Huginn

Bjólfsbræður í mars 2021

Það var föngulegur hópur sem mætti í nýjan leikvöll hjá Hr. Huginn þar sem menn voru í góðu yfirlæti hjá nýliðanum.

Bjórstig

Hr. Huginn og Kapteininn nældu sér í sitt hvort bjórstigið. Með því jafnar Kapteininn Bósa í Bjórmeistarakeppninni með 4 stig.

Hr. Huginn er þá með þremur öðrum með 2 stig og spurning hvort menn náði að safna sér inn stigum og stela titlum á næstu kvöldum.

Spilið

Það var spilað á tvemur borðum, bláa og rauða, og fyrsti maður út var Pusi…spurning hvort hann sé að fá nægilega pókeræfingu fyrir norðan =)

Mikkalingurinn fylgdi á eftir og gestgjafinn Hr. Huginn í framhaldinu og var þá sameinað á lokaborðið.

Lokaborðið séð frá Lucky

Killerinn var næstur til að standa upp og Kapteininn fylgdi á eftir.

Timbrið var með Þúsarann á sér eftir sigur á síðasta móti og varð að játa sig sigraðan gegn Lucky.

500 kallinn?

Nágranninn var á þessum tímapunkti búinn að vera að hanga á 500 kalli og orðin spurning hvað hann myndi gera úr honum…hvort þetta myndi enda sem einhver geggjuð endurkoma og hann væri jafnvel að fara að vera kallaður 500kallinn héðan í frá…hann endaði samt með að tapa þessum eina spilapening og vera næsti maður frá borðinu.


Vaðandi í kellingum

Iðnaðarmaðurinn var næstur frá borði og tók bubble sætið. Hann þurfti að játa sig sigraðan gegn fjórum kellingum hjá Bennsa og í annað skiptið sem ferna fór illa með hann í kvöld


Lokarimman

Þá voru þrír eftir, Massinn, Bennsi og Lucky. Massinn var búinn að vera að hanga aðeins síðustu spil en endaði allur inni í fyrsta spilinu í þriggja manna spilinu…og hinir sáu.

Í borð kom 367 og Bensi og Lucky fór að veðja í hliðarpott og Q kom á turn og 5 á river. Bennsi fór allur inn með 43 með röð frá þrist uppí sjöu en á eftir honum var Lucky með 48 og röð sem náði uppí átta og því var kvöldinu skyndilega lokið með sigri hjá Lucky á kvöldinu.

Sigurvegarar kvöldsins

Bótarinn og Bósi mættu ekki þrátt fyrir að hafa verið að leiða mótaröðina, þannig að Lucky, Nágranninn og Kapteininn náðu að skríða uppfyrir Mikkalinginn sem hafði 3 stig í forskot á Lucky sem tók mótaröðina.

Sigurvegarar í annari mótaröðinni

Bjólfsmeistarinn 2021

Staðan í Bjólfsmeistarakeppninni er æsispennandi eftir úrslit gærkvöldins þ.s. Mikkalingurinn var einstaklega góður á afmælisdaginn sinn og leyfði Lucky og Kapteininum að saxa aðeins á forskotið.

Mikkalingurinn hefur nú 3 stig á hina…þannig að það getur allt gerst þegar 3 kvöld eru eftir og mjótt á munum. Hægt að skoða meira stöðuna og þróunina á Bjólfsmeistarinn 2021.

Næsti staður…næsta spil

Ekki var þar sem öll sagan sögð því eftir frekar snöggan endi á spilinu fóru einhverjir að ræða um að taka annað spil…og einhvernvegin fór umræðan í að menn vildu komast í bjórdæluna hjá Lucky og enduðu því fimm fræknir á því að fá far þangað þar sem spilað var fram á nótt.

Þar var mikið skeggrætt og óhætt að segja að fókusinn hafi ekki verið allan tíman á spilinu…jafnvel sögulegir viðburðir og áhugaverðar heimferðir =)

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…