Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

“Gjafmildir” Bjólfsmenn

“Gjafmildir” Bjólfsmenn

OPEN mótið var haldið á föstudaginn á Ljóninu að vanda og mættu þar 8 Bjólfsmenn og 6 gestir. Skipulagið var með minna móti í ár og tekur formaður það alfarið á sig. Massinn hafði ætlað að sjá um tölvuna en virðist hafa forfallast og mætti Lucky því á síðustu stundu til að hafa eftirlit með öllu 😉

Við vorum gjafmildir eins og oft áður og “leyfðum” gestum að njóta sigursætanna. Pusi komst lengst Bjófsmanna en sigurvegarar voru: Kiddi í fyrsta, Gummi í öðru og Atli í þriðja og skipti þeir á milli sín um 40þ kalli. Til hamingju með þetta strákar og takk allir gestir sem mættu.

Engar aukareglur voru í gangi, aðeins stig fyrir Bjólfsmenn og þar sem Timbrið missti af þessu móti er Iðnaðarmaðurinn kominn í forystu í Bjólfskeppninni og leiðir einnig í 7-2 keppninni þannig að hann stendur vel að vígi þegar að tímabilið er hálfnað. Hann hefur einnig 2ja stiga forystu í annari mótaröðinni þar sem Bósi er næsstur.

Gott kvöld (eins og alltaf) og nú eru 4 mót fram að bústað. Sjáumst næst 3. febrúar.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…